Innlent

Leki stöðvar sjónvarpsút­sendingar Ríkis­út­varpsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Útvarpshúsið við Efstaleiti.
Útvarpshúsið við Efstaleiti. Vísir/Vilhelm

Sjónvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins liggja niðri eftir að rafmagni sló út vegna vatnsleka. Útvarpsstjóri segir skemmdirnar minniháttar og að útsending eigi að komast fljótt í loftið aftur.

Í tilkynningu á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að rafmagni hafi slegið út í hluta línumiðstöðvar sem sendir út sjónvarpsútsendingar þess. Verið sé að stöðva lekann og greina áhrif hans.

Stefán Eiriksson, útvarpsstjóri, segir skemmdirnar minniháttar og stefnt sé að því að útsending komist aftur í loftið innan skamms. Hún verði væntanlega komin í gang áður en formleg dagskrá á að fara í loftið klukkan 13:00.

Hann hafði ekki frekari upplýsingar um vatnslekann eða hvað hefði valdið honum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×