Tíu stig dregin af Juventus sem tapaði gegn Empoli | Rómverjar í basli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 20:47 Líkt og aðrir leikmenn Juventus þá átti Dušan Vlahović ekki sinn besta leik. Stefano Guidi/Getty Images Rétt áður en leikur Empoli og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hófst kom í ljós að 10 stig höfðu verið dæmd af félaginu. Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Það þýddi að Juventus féll úr Meistaradeildarsæti og var eflaust ástæðan fyrir afleitri frammistöðu liðsins í kvöld en Empoli vann 4-1. Rómverjar gerðu 2-2 jafntefli við Salernitana á heimavelli fyrr í kvöld. Fyrr á leiktíðinni höfðu 15 stig verið dregin af Juventus vegna skjalafals í bókhaldi félagsins. Á endanum fékk liðið stigin til baka og var þá aftur mætt í 2. sæti deildarinnar. Rétt áður en leikur kvöldsins hófst gaf ítalska knattspyrnusambandið út að eftir rannsókn á málinu hefði verið tekið ákvörðun að draga 10 stig af Juventus vegna málsins. BREAKING: Juventus have been deducted 10 points for the current season after an investigation into the club s transfer dealings. pic.twitter.com/kfyBopOXoL— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 22, 2023 Francesco Caputo braut ísinn með marki úr vítaspyrnu og Sebastiano Luperto tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Empoli gerði einfaldlega út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar Caputo gerði annað mark sitt og þriðja mark Empoli. A party at the Castellani#EmpoliJuve pic.twitter.com/yKNJKWoI2i— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Juventus þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Í uppbótartíma bætti Roberto Piccoli við fjórða marki Empoli og lauk leiknum með 4-1 sigri heimamanna. Lærisveinar José Mourinho hafa verið í frjálsu falli í deildinni undanfarið en eru þó komnir í úrslit Evrópudeildarinnar. Í kvöld gerðu Rómverjar 2-2 jafntefli við Salernitana þar sem gamla brýnið Antonio Candreva kom gestunum yfir. Roger Ibañez hélt hann hefði jafnaði metin fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna hendi í aðdraganda marksins. Salernitana því 1-0 yfir í hálfleik. Stephan El Shaarawy jafnaði metin í síðari hálfleik áður en Boulaye Dia kom Salernitana aftur yfir. Nemanja Matić sá til þess að Rómverjar fengu stig en serbneski miðjumaðurinn jafnaði metin á nýjan leik þegar sjö mínútur lifðu leiks. A four goal thriller at the Olimpico comes to an end:Two for @ASRomaEN, two for @OfficialUSS1919 #RomaSalernitana pic.twitter.com/rnYNB2TwJV— Lega Serie A (@SerieA_EN) May 22, 2023 Lokatölur í Róm 2-2 og Roma í 6. sæti með 60 stig, fjórum á eftir AC Milan sem situr í 4. sætinu, þegar tvær umferðir eru eftir. Juventus er í 7. sæti með stigi minna en Rómverjar.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Sjá meira
Mæta til leiks með ellefu stiga refsingu hangandi yfir sér Ítalska knattspyrnusambandið fer fram á að ellefu stig verði dregin af Juventus fyrir að falsa bókhald félagsins á árunum 2019-2021, varðandi kaup og sölur á leikmönnum. 22. maí 2023 12:02