Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2023 15:33 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. Neytendur á Íslandi hafa þá einnig notið góðs af lægra vöruverði þeirra vara sem koma frá Úkraínu vegna bráðabirgðaákvæðisins. Ísland fetaði í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands þegar bráðabirgðaákvæði í tollalögum var sett fram og samþykkt á Alþingi. Bæði ESB og Bretland hafa nú framlengt sín ákvæði og stuðning gagnvart Úkraínu en það íslenska rennur út í lok mánaðar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra nái ekki að framlengja þetta úrræði í tæka tíð. „Það er ekki komið neitt frumvarp frá fjármálaráðherranum. Þau svör fást úr ráðuneytinu að það sé væntanlegt en við höfum áhyggjur af því að það náist einfaldlega ekki að afgreiða þetta á þinginu í tæka tíð. Ég hef ákveðna áhyggjur af því að þessi seinkun sé tilkomin vegna mikils þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði sem hafa séð ofsjónum yfir þessari takmörkuðu samkeppni sem hefur komið frá úkraínskum búvörum. Ég vona að sjálfsögðu að svo sé ekki því annars vegar hagur neytenda og hins vegar stuðningurinn við okkar vinaríki Úkraínu hlýtur að vega miklu þyngra en einhverjir sérhagsmunir í landbúnaði.“ Bændasamtök Íslands sögðu í umsögn til Alþingis 13. júní 2022 að ákvæðið gæti leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli sem gæti haft neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara. „Okkur finnst það bara satt að segja mjög sérkennilegt og lítil reisn yfir því að Bændasamtök Íslands voru eini hagsmunaaðilinn sem lagðist gegn þessari löggjöf á sínum tíma og hafa kvartað sáran undan henni síðan og legið í þingmönnum og ráðherrum um að falla frá þessu.“ Neytendur Skattar og tollar Úkraína Matvöruverslun Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Neytendur á Íslandi hafa þá einnig notið góðs af lægra vöruverði þeirra vara sem koma frá Úkraínu vegna bráðabirgðaákvæðisins. Ísland fetaði í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands þegar bráðabirgðaákvæði í tollalögum var sett fram og samþykkt á Alþingi. Bæði ESB og Bretland hafa nú framlengt sín ákvæði og stuðning gagnvart Úkraínu en það íslenska rennur út í lok mánaðar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra nái ekki að framlengja þetta úrræði í tæka tíð. „Það er ekki komið neitt frumvarp frá fjármálaráðherranum. Þau svör fást úr ráðuneytinu að það sé væntanlegt en við höfum áhyggjur af því að það náist einfaldlega ekki að afgreiða þetta á þinginu í tæka tíð. Ég hef ákveðna áhyggjur af því að þessi seinkun sé tilkomin vegna mikils þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði sem hafa séð ofsjónum yfir þessari takmörkuðu samkeppni sem hefur komið frá úkraínskum búvörum. Ég vona að sjálfsögðu að svo sé ekki því annars vegar hagur neytenda og hins vegar stuðningurinn við okkar vinaríki Úkraínu hlýtur að vega miklu þyngra en einhverjir sérhagsmunir í landbúnaði.“ Bændasamtök Íslands sögðu í umsögn til Alþingis 13. júní 2022 að ákvæðið gæti leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli sem gæti haft neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara. „Okkur finnst það bara satt að segja mjög sérkennilegt og lítil reisn yfir því að Bændasamtök Íslands voru eini hagsmunaaðilinn sem lagðist gegn þessari löggjöf á sínum tíma og hafa kvartað sáran undan henni síðan og legið í þingmönnum og ráðherrum um að falla frá þessu.“
Neytendur Skattar og tollar Úkraína Matvöruverslun Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13