Kjartan Atli kveður Körfuboltakvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2023 16:21 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar í setti fyrir oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra. vísir/bára Eftir átta ár hefur Kjartan Atli Kjartansson ákveðið að segja skilið við Subway Körfuboltakvöld. Hann stýrir Álftanesi í Subway deild karla á næsta tímabili. Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum. Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Sjá meira
Kjartan Atli tók við stjórnartaumunum í Körfuboltakvöldi þegar þátturinn var settur á laggirnar 2015 og hefur stýrt honum alla tíð síðan. „Ef ég ætti að lýsa þessum átta árum með einu orði væri það skemmtilegt. Teymið í kringum þættina varð fljótlega að vinahópi frekar en hópi af samstarfsfélögum,“ sagði Kjartan sem tók við þjálfun Álftaness fyrir síðasta tímabil og stýrði liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í sögu þess. Þjálfarinn Kjartan Atli verður í bílstjórasætinu næsta vetur en sjónvarpsmaðurinn í aftursætinu.vísir/hulda margrét „Verkefnið á Álftanesi er líka spennandi og þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja Körfuboltakvöldi horfir maður björtum augum á framtíðina,“ sagði Kjartan. „Ég hlakka til að vera hinum megin við borðið og mun eiga auðvelt með að setja mig í spor þeirra sem spyrja spurninga og gagnrýna.“ Kjartan kveður Subway Körfuboltakvöld með söknuði og þakklæti eftir átta góð ár. „Þetta eru ákveðin tímamót því Körfuboltakvöld hefur skipað stóran þátt í lífi mínu og fjölskyldunnar síðustu ár og maður er auðvitað þakklátur að hafa fengið tækifæri til að stýra þættinum,“ sagði Kjartan. Kjartan Atli á sínum gamla heimavelli í Ásgarði í Garðabæ.vísir/vilhelm „Ég er þakklátur fyrir hversu vel áhorfendur hafa tekið þættinum öll þessi átta ár og sömuleiðis þakklátur fjölskyldunni að taka þátt í verkefninu með mér. Öll fimmtudags- og föstudagskvöld hafa verið dekkuð hjá mér undanfarin átta ár.“ Kjartan og félagar á Álftanesi eru stórhuga fyrir fyrsta tímabil liðsins í efstu deild. Þeir hafa meðal annars samið við landsliðsmanninn Hörð Axel Vilhjálmsson. „Við erum að skrifa körfuboltasöguna á Álftanesi og okkar markmið er að halda áfram að búa til öflugt körfuboltafélag. Það er mikill vöxtur í yngri flokkunum og okkar langtímamarkmið er að halda áfram að efla allt starfið,“ sagði Kjartan. Hann hefur fulla trú að Körfuboltakvöld haldi sínu striki þrátt fyrir að hann sé horfinn úr brúnni. „Að mínu mati kemur alltaf maður í manns stað og það er mikilvægt að sá sem tekur við fái að stýra þættinum eftir sínu höfði. Ég óska eftirmanni mínum alls hins besta og veit að íslenskur körfubolti og íslenskt íþróttasjónvarp mun halda áfram að vaxa,“ sagði Kjartan að lokum.
Tímamót Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik