Geðshræring vegna stýrivaxtahækkunar Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2023 12:16 Snörp hækkun stýrivaxta kom illa við marga og á Facebook beinast spjótin ýmist að Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra eða ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og/eða Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra. vísir/vilhelm Verulegrar geðshræringar gætti á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um enn eina hækkun stýrivaxta, þá 13. í röðinni en hækkunin nam 1,25 stigum. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum í morgun vegna hækkunarinnar og þau sögð ekki ráða neitt við neitt. Og gagnrýnin kemur úr öllum áttum og er fólk stóryrt. Spjótin beinast ýmist að ríkisstjórninni eða Seðlabankanum og svo gjaldmiðlinum. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður segir: „Þetta er handónýtur gjaldmiðill. Íslendingar verða að fara horfast í augu við þann veruleika. Annað er aumingjaskapur.“ Íslenskt efnahagslíf eins og jójó Vísir tók púlsinn á Facebook í morgun og hér eru nokkur dæmi að handahófi. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar er einn þeirra sem tekið hefur til máls og bendir á að stýrivextir séu núna 133 prósentum hærri en þeir eru á evrusvæðinu. Þeir eru 237% prósentum en í Danmörku, 194 prósent hærri en í Finnlandi, 169 prósentum hærri en í Noregi og 150 prósentum hærri en í Svíþjóð. Grímur segir að nú sé verið að kæla hagkerfið með handafli á sama tíma og tvær milljónir streymi til landsins og mikil eftirspurn er eftir vinnuafli. Grímur segir íslenskt efnahagslíf eins og jójó. Grímur Atlason bendir á að íslenskt efnahagslíf sé eins og jójó.vísir/vilhelm „Húsnæðismarkaðurinn er settur á ís hvar hann verður í tvö til fjögur ár en þá verður eftirspurnin orðin slík að allir byggingakranar jarðarinnar verða kallaðir til þjónustu og fasteignasalar hafa ekki lent í annarri eins törn. Vaxtakjör verða með hreinum ólíkindum og bankarnir lána eins og engin sé morgundagurinn.“ En tveimur árum síðar muni Seðlabankinn grípa í handbremsuna enda allt farið úr böndunum enn eina ferðina. „Hefst þá aftur kalda tímabilið sem stendur í tvö til sex ár og eftir það kemur hitabylgjan sem varir í tvö til fjögur ár. Endurtekið endalaust.“ Stríðshanskinn reiddur til höggs Úr annarri átt kemur svo Stefán Einar Stefánsson fyrrverandi viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins. „Í morgun sneri þursinn í Svörtuloftum höfði sínu til hægri. Stríðshanski hefur verið reiddur til höggs. Stýrivextir hækka um 1,25 prósentur og eru frá og með þessum degi 8,75%. Þeir hafa ekki farið svo hátt síðan í bankahruninu 2008 (þegar þeir fóru reyndar mun hærra um tíma),“ segir Stefán Einar meðal annars í pistli þar sem hann veltir stöðunni fyrir sér. Og honum líst ekki á blikuna á vinnumarkaði en Stefán Einar er fyrrverandi formaður VR. „Það stefnir í hörð átök í íslensku samfélagi á komandi misserum. Það er ósennilegt að Seðlabankanum eða ríkisstjórninni muni takast að sameina fólk, E Pluribus, Unum, um að takast á við verðbólguna. Stefán Einar Stefánsson telur víst að allt hlaupi í hnút í komandi kjaraviðræðum.vísir Til þess þurfa of margir að færa fórnir sem þeir eru ekki tilbúnir til að gera. Á meðan blæðir samfélaginu öllu og lífskjör skerðast,“ segir Stefán Einar. Hann segir óvíst hversu lengi Seðlabankinn muni þurfa að nota örvarnar í sínu vopnabúri. „Sennilega lengur en maður vill viðurkenna.“ Kallað eftir lífsmarki við ríkisstjórnarborðið Fjölmargir alþingismenn á þingi hafa notað tækifærið og beint spjótum sínum að ríkisstjórninni. Björn Leví Gunnarsson Pírati segir: „Þetta er falleinkunn fyrir ríkisstjórnina. Þeirra ábyrg í efnahagsmálum er greinilega ekki að virka þannig að Seðlabankinn þarf að bæta í ...“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar er meðal margra úr ranni stjórnarandstöðunnar sem telur liggja fyrir að ríkisstjórnin ráði ekki við verkefnið.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu segir ríkisstjórnina ráðalausa: „Svar ríkisstjórnarinnar við þessum bruna, sem leiðir um allt samfélagið og bítur fastast þau tekjulægstu, er að þylja upp einhverjar aðgerðir úr fortíðinni. Við þurfum aðgerðir núna - ekki einu sinni.“ Helga Vala segir það sem keyri ósköpin sé skortur á húsnæði og þar sé ríkisstjórnin ekki að gera neitt. „Það vantar fjármagn til bygginga fyrst og fremst, en ekki að stjórnvöld fari sömu leið og framsókn hefur leitt ítrekað, að dæla fjármagni til kaupenda á sama tíma og skortur er á húsnæði. Ég held svei mér þá að þessi ríkisstjórn þurfi ekki sumarfrí - hún þarf eitthvað varanlegra en það og hleypa að flokkum sem þora að takast á við ástandið og hafa auk þess fjölmargar tillögur til framtíðar.“ Og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kallar einnig eftir lífsmarki við ríkisstjórnarborðið. „Ákvörðuninni um djarfa vaxtahækkun í morgun fylgdi yfirlýsing frá Seðlabankanum um að ekkert lát yrði á hækkun vaxta á næstu misserum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kallar eftir lífsmarki við ríkisstjórnarborðið.Vísir/Vilhelm Þetta er sorgarfrétt fyrir íslensk heimili. Raunar er tilkynningin nokkurs konar stríðsyfirlýsing gegn verðbólgunni og sennilega dugir ekkert minna til.“ Enginn Seðlabanki eins grimmur Þorgerður Katrín segir óþolandi að bankanum sé einum látið eftir það verkefni að kveða verðbólguna í kútinn. Ríkisstjórnin skili auðu þegar kemur að því að gera það sem þau hafa í hendi sér til að kæla verðbólguna í landinu. Þorgerður hefur, eins og svo margir aðrir, áhyggjur af kjaraviðræðum í haust. Þar stefni í hörð átök. Gefa megi út rauða viðvörun. „Og ef ríkisstjórnin hafði einhverntímann varaáætlun til að takast á við það ástand sem nú hefur skapast í íslensku samfélagi er kominn tími til að sýna á spilin.“ Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa telja einsýnt að fjöldi fólks muni sligast undan húsnæðiskostnaði og lenda á götunni.Vísir/Sigurjón Sú sem grípur til sterkustu orðanna er Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna: „Þetta er glæpur gegn heimilunum!“ skrifar hún. „Engin Seðlabanki í heiminum sýnir heimilum landsins jafn mikla grimmd og Seðlabanki Íslands! Í bili er mér orða vant en er hugsað til allra þeirra heimila sem voru varla/ekki að kljúfa þetta fyrir þessa hækkun,“ segir Ásta Lóa sem að sögn þekki þann lamandi ótta sem heltaki fólk í slíkum aðstæðum af eigin reynslu.“ Stjórnvöld skorti vit og orku Félagi hennar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, tjáir sig einnig um málið og segir stýrivexti ekki hafa verið hærri í 13 ár. Hann segir Seðlabankann bera megin ábyrgð á „heimatilbúinni fasteignabólu og reynir að sporna gegn erlendum verðhækkunum með stýrivaxtahækkunum á litla Íslandi. Galið!!“ Gunnar Smári Egilsson telur fyrirliggjandi að sitjandi ríkisstjórn hafi hvorki vit né þor til að takast á við efnahagsvandann.vísir/vilhelm Ragnar Þór segir staðreyndir tala sínu máli og trúverðugleiki Seðlabankans, hafi hann einhvern tíma verið til staðar, sé nú endanlega farinn. „Seðlabankinn er fyrst og fremst að verja fjármagnseigendur og bankana. Og það staðfesta allar tölur. Bankarnir voru með yfir 133 milljarða í hreinar vaxtatekjur á síðasta ári eða 27 milljörðum meira en árið á undan. Árið 2023 hlýtur svo að slá öll fyrri met.“ Gunnar Smári Egilsson, þjóðfélagsrýnir, blaðamaður og félagi í Sósíalistaflokknum er ekki bjartsýnn frekar en aðrir sem til máls taka. „Vonandi er nú öllum orðið ljóst að efnahagsstefna stjórnvalda gengur ekki upp. En því miður verður stefnunni ekki breytt, stjórnvöld hafa hvorki orku né vit til þess. Fram undan er tími þar sem ýmsir armar stjórnvalda munu kenna öðrum um ófarirnar. Engin ábyrgð, ekkert vit, engin samviska.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni. 24. maí 2023 08:57 Bein útsending: Rökstyðja þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. 24. maí 2023 08:53 Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum í morgun vegna hækkunarinnar og þau sögð ekki ráða neitt við neitt. Og gagnrýnin kemur úr öllum áttum og er fólk stóryrt. Spjótin beinast ýmist að ríkisstjórninni eða Seðlabankanum og svo gjaldmiðlinum. Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir lögmaður segir: „Þetta er handónýtur gjaldmiðill. Íslendingar verða að fara horfast í augu við þann veruleika. Annað er aumingjaskapur.“ Íslenskt efnahagslíf eins og jójó Vísir tók púlsinn á Facebook í morgun og hér eru nokkur dæmi að handahófi. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar er einn þeirra sem tekið hefur til máls og bendir á að stýrivextir séu núna 133 prósentum hærri en þeir eru á evrusvæðinu. Þeir eru 237% prósentum en í Danmörku, 194 prósent hærri en í Finnlandi, 169 prósentum hærri en í Noregi og 150 prósentum hærri en í Svíþjóð. Grímur segir að nú sé verið að kæla hagkerfið með handafli á sama tíma og tvær milljónir streymi til landsins og mikil eftirspurn er eftir vinnuafli. Grímur segir íslenskt efnahagslíf eins og jójó. Grímur Atlason bendir á að íslenskt efnahagslíf sé eins og jójó.vísir/vilhelm „Húsnæðismarkaðurinn er settur á ís hvar hann verður í tvö til fjögur ár en þá verður eftirspurnin orðin slík að allir byggingakranar jarðarinnar verða kallaðir til þjónustu og fasteignasalar hafa ekki lent í annarri eins törn. Vaxtakjör verða með hreinum ólíkindum og bankarnir lána eins og engin sé morgundagurinn.“ En tveimur árum síðar muni Seðlabankinn grípa í handbremsuna enda allt farið úr böndunum enn eina ferðina. „Hefst þá aftur kalda tímabilið sem stendur í tvö til sex ár og eftir það kemur hitabylgjan sem varir í tvö til fjögur ár. Endurtekið endalaust.“ Stríðshanskinn reiddur til höggs Úr annarri átt kemur svo Stefán Einar Stefánsson fyrrverandi viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins. „Í morgun sneri þursinn í Svörtuloftum höfði sínu til hægri. Stríðshanski hefur verið reiddur til höggs. Stýrivextir hækka um 1,25 prósentur og eru frá og með þessum degi 8,75%. Þeir hafa ekki farið svo hátt síðan í bankahruninu 2008 (þegar þeir fóru reyndar mun hærra um tíma),“ segir Stefán Einar meðal annars í pistli þar sem hann veltir stöðunni fyrir sér. Og honum líst ekki á blikuna á vinnumarkaði en Stefán Einar er fyrrverandi formaður VR. „Það stefnir í hörð átök í íslensku samfélagi á komandi misserum. Það er ósennilegt að Seðlabankanum eða ríkisstjórninni muni takast að sameina fólk, E Pluribus, Unum, um að takast á við verðbólguna. Stefán Einar Stefánsson telur víst að allt hlaupi í hnút í komandi kjaraviðræðum.vísir Til þess þurfa of margir að færa fórnir sem þeir eru ekki tilbúnir til að gera. Á meðan blæðir samfélaginu öllu og lífskjör skerðast,“ segir Stefán Einar. Hann segir óvíst hversu lengi Seðlabankinn muni þurfa að nota örvarnar í sínu vopnabúri. „Sennilega lengur en maður vill viðurkenna.“ Kallað eftir lífsmarki við ríkisstjórnarborðið Fjölmargir alþingismenn á þingi hafa notað tækifærið og beint spjótum sínum að ríkisstjórninni. Björn Leví Gunnarsson Pírati segir: „Þetta er falleinkunn fyrir ríkisstjórnina. Þeirra ábyrg í efnahagsmálum er greinilega ekki að virka þannig að Seðlabankinn þarf að bæta í ...“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar er meðal margra úr ranni stjórnarandstöðunnar sem telur liggja fyrir að ríkisstjórnin ráði ekki við verkefnið.Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu segir ríkisstjórnina ráðalausa: „Svar ríkisstjórnarinnar við þessum bruna, sem leiðir um allt samfélagið og bítur fastast þau tekjulægstu, er að þylja upp einhverjar aðgerðir úr fortíðinni. Við þurfum aðgerðir núna - ekki einu sinni.“ Helga Vala segir það sem keyri ósköpin sé skortur á húsnæði og þar sé ríkisstjórnin ekki að gera neitt. „Það vantar fjármagn til bygginga fyrst og fremst, en ekki að stjórnvöld fari sömu leið og framsókn hefur leitt ítrekað, að dæla fjármagni til kaupenda á sama tíma og skortur er á húsnæði. Ég held svei mér þá að þessi ríkisstjórn þurfi ekki sumarfrí - hún þarf eitthvað varanlegra en það og hleypa að flokkum sem þora að takast á við ástandið og hafa auk þess fjölmargar tillögur til framtíðar.“ Og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kallar einnig eftir lífsmarki við ríkisstjórnarborðið. „Ákvörðuninni um djarfa vaxtahækkun í morgun fylgdi yfirlýsing frá Seðlabankanum um að ekkert lát yrði á hækkun vaxta á næstu misserum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kallar eftir lífsmarki við ríkisstjórnarborðið.Vísir/Vilhelm Þetta er sorgarfrétt fyrir íslensk heimili. Raunar er tilkynningin nokkurs konar stríðsyfirlýsing gegn verðbólgunni og sennilega dugir ekkert minna til.“ Enginn Seðlabanki eins grimmur Þorgerður Katrín segir óþolandi að bankanum sé einum látið eftir það verkefni að kveða verðbólguna í kútinn. Ríkisstjórnin skili auðu þegar kemur að því að gera það sem þau hafa í hendi sér til að kæla verðbólguna í landinu. Þorgerður hefur, eins og svo margir aðrir, áhyggjur af kjaraviðræðum í haust. Þar stefni í hörð átök. Gefa megi út rauða viðvörun. „Og ef ríkisstjórnin hafði einhverntímann varaáætlun til að takast á við það ástand sem nú hefur skapast í íslensku samfélagi er kominn tími til að sýna á spilin.“ Ragnar Þór Ingólfsson og Ásthildur Lóa telja einsýnt að fjöldi fólks muni sligast undan húsnæðiskostnaði og lenda á götunni.Vísir/Sigurjón Sú sem grípur til sterkustu orðanna er Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna: „Þetta er glæpur gegn heimilunum!“ skrifar hún. „Engin Seðlabanki í heiminum sýnir heimilum landsins jafn mikla grimmd og Seðlabanki Íslands! Í bili er mér orða vant en er hugsað til allra þeirra heimila sem voru varla/ekki að kljúfa þetta fyrir þessa hækkun,“ segir Ásta Lóa sem að sögn þekki þann lamandi ótta sem heltaki fólk í slíkum aðstæðum af eigin reynslu.“ Stjórnvöld skorti vit og orku Félagi hennar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, tjáir sig einnig um málið og segir stýrivexti ekki hafa verið hærri í 13 ár. Hann segir Seðlabankann bera megin ábyrgð á „heimatilbúinni fasteignabólu og reynir að sporna gegn erlendum verðhækkunum með stýrivaxtahækkunum á litla Íslandi. Galið!!“ Gunnar Smári Egilsson telur fyrirliggjandi að sitjandi ríkisstjórn hafi hvorki vit né þor til að takast á við efnahagsvandann.vísir/vilhelm Ragnar Þór segir staðreyndir tala sínu máli og trúverðugleiki Seðlabankans, hafi hann einhvern tíma verið til staðar, sé nú endanlega farinn. „Seðlabankinn er fyrst og fremst að verja fjármagnseigendur og bankana. Og það staðfesta allar tölur. Bankarnir voru með yfir 133 milljarða í hreinar vaxtatekjur á síðasta ári eða 27 milljörðum meira en árið á undan. Árið 2023 hlýtur svo að slá öll fyrri met.“ Gunnar Smári Egilsson, þjóðfélagsrýnir, blaðamaður og félagi í Sósíalistaflokknum er ekki bjartsýnn frekar en aðrir sem til máls taka. „Vonandi er nú öllum orðið ljóst að efnahagsstefna stjórnvalda gengur ekki upp. En því miður verður stefnunni ekki breytt, stjórnvöld hafa hvorki orku né vit til þess. Fram undan er tími þar sem ýmsir armar stjórnvalda munu kenna öðrum um ófarirnar. Engin ábyrgð, ekkert vit, engin samviska.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Tengdar fréttir Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni. 24. maí 2023 08:57 Bein útsending: Rökstyðja þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. 24. maí 2023 08:53 Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni. 24. maí 2023 08:57
Bein útsending: Rökstyðja þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja stýrivaxtahækkun sína á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Tilkynnt var í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 1,25 prósentustig, í 8,75 prósent. 24. maí 2023 08:53
Enn hækkar Seðlabankinn stýrivexti og nú um 1,25 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 7,5 prósentum í 8,75. 24. maí 2023 08:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent