Innlent

Ingi Björn Guðna­son ráðinn staðar­haldari á Hrafns­eyri

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hrafnseyri við Arnarfjörð var fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar.
Hrafnseyri við Arnarfjörð var fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Vísir/Vilhelm

Ingi Björn Guðnason, bókmenntafræðingur, hefur verið ráðinn staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hann var ráðinn úr hópi sautján umsækjenda og tók við starfinu í síðasta mánuði.

Á vef Stjórnarráðsins segir að starf staðarhaldara á Hrafnseyri hafi verið auglýst af forsætisráðuneytinu til umsóknar í lok síðasta árs og var Ingi Björn ráðinn úr hópi sautján umsækjenda. Þar segir jafnframt að staðarhaldari hafi búsetu á Vestfjörðum.

Ingi Björn er með meistarapróf í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað í fimmtán ár við Háskólasetur Vestfjarða. Áður starfaði hann við dagskrárgerð í útvarpi og sem upplýsingafulltrúi á Gljúfrasteini. 

Hrafnseyri er fæðingarstaður Jón Sigurðssonar en starfsemi staðarins er helguð arfleifð Jóns Sigurðssonar og sögu og umhverfi Hrafnseyrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×