„Þetta er allt í móðu. Það kom bolti frá Hafrúnu [Rakel Halldórsdóttur] út í teig og ég kláraði þetta í hornið. Þetta var geggjað,“ sagði Andrea í samtali við Vísi eftir leik.
Hún byrjaði á varamannabekknum í leiknum en svaraði fyrir sig með góðri innkomu.
„Maður er alltaf svekktur að vera ekki í byrjunarliðinu en þá kemur maður bara inn með stæl,“ sagði Andrea.
Henni fannst Blikar ekki vera upp á sitt besta í leiknum í kvöld.
„Mér fannst við vera ákveðnari, í að ætla að skora, en þetta var alls ekki nógu góður leikur hjá okkur í heildina,“ sagði Andrea.
Þrátt fyrir að hafa tapað tveimur af fyrstu fimm leikjum sínum er Breiðablik aðeins einu stigi frá toppi Bestu deildarinnar.
„Þetta er ekki besta byrjunin en við erum að fara á ról og þetta verður allt gott núna,“ sagði Andrea að endingu.