Fjórir kynferðisbrotamenn sluppu við fangelsi vegna fyrningar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. maí 2023 16:59 Eyrarbakki Vísir/Vilhelm Tugir brotamanna sleppa við afplánun í fangelsi vegna fyrningar brota á hverju ári. Á undanförnum fimm árum hafa fjórir kynferðisbrotamenn sloppið við fangelsisvist. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent. Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent.
Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49