Fjórir kynferðisbrotamenn sluppu við fangelsi vegna fyrningar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. maí 2023 16:59 Eyrarbakki Vísir/Vilhelm Tugir brotamanna sleppa við afplánun í fangelsi vegna fyrningar brota á hverju ári. Á undanförnum fimm árum hafa fjórir kynferðisbrotamenn sloppið við fangelsisvist. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent. Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata. En hann vildi vita hver biðtíminn væri eftir afplánun og hversu margir dæmdir einstaklingar hefðu aldrei afplánað vegna fyrningar refsidóms. Undanfarin tíu ár hafa á bilinu 14 til 35 brotamenn sloppið við fangelsisvist af þessari ástæðu. Algengast er að þetta séu einstaklingar sem hafa brotið umferðarlög. „Hjá Fangelsismálastofnun er mikil áhersla lögð á að fullnusta refsingar áður en fyrningarfrestur rennur út. Reynt er að forgangsraða dómþolum eftir alvarleika brota og lengd refsingar og þannig er áhersla lögð á að reyna að fullnusta sem fyrst refsingar fyrir kynferðisbrot og alvarleg ofbeldisbrot. Þá óska sumir dómþolar eftir því að fá að hefja afplánun sína sem fyrst og reynir stofnunin að verða við því,“ segir í svarinu. 29 ofbeldismenn Engu að síður eru kynferðisbrotamenn og ofbeldismenn meðal þeirra sem sleppa. Fjórir kynferðisbrotamenn hafa sloppið við afplánun undanfarin tíu ár, allir á undanförnum fimm árum og þar af tveir árið 2020. Ofbeldismenn voru umtalsvert fleiri, 29 talsins. Gísli Rafn spurði ráðherra um biðtíma í afplánun.Píratar 43 einstaklingar sem dæmdir voru fyrir þjófnað eða skjalafals sluppu við afplánun, 51 sem dæmdir voru fyrir fíkniefnabrot og 131 sem dæmdir voru fyrir umferðarlagabrot. Einnig 9 fyrir önnur en ótilgreind brot. Sogn stækkað Samkvæmt ráðuneytinu bárust til fullnustu 2.572 óskilorðsbundnar refsingar frá árinu 2018. Fullnusta sé hafin í 71 prósenti þessara mála. „Aðrir hafa verið boðaðir í fangelsi en hafa ekki hafið afplánun eða eru að bíða eftir svari um fullnustu dóms með samfélagsþjónustu. Ekki hefur verið hægt að ljúka um 4 prósentum þessara mála, til dæmis vegna þess að dómur hefur fyrnst eða dómþoli hefur látist,“ segir í svarinu. Bent er á að unnið sé að því að fjölga fangarýmum. Þegar liggi fyrir að fangelsið Sogn verði stækkað um 14 pláss og framkvæmdirnar hefjist á þessu ári. Minni varnaðaráhrif Biðtími afplánana hafa verið nokkuð til umræðu í vetur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, beindi fyrirspurn til Jóns í febrúar. Jón Gunnarsson segir að Sogn verði stækkuð á þessu ári.Vísir/Vilhelm „Stytting biðlista eftir afplánun í fangelsi er eitt af forgangsatriðum dómsmálaráðherra. Það er óviðunandi að fjöldi dómþola skuli hefja afplánun refsingar nokkrum árum eftir að dómur fellur og slíkt leiðir jafnframt til þess að varnaðaráhrif refsingarinnar verða minni en annars,“ sagði ráðherra þá. Var samþykkt 150 milljón króna sérstakt aukaframlag til fangelsa í fjáraukalögum og 250 milljón króna varanlegt framlag. Heildarfjöldi fangelsisrýma í landinu eru 177 en aðeins er hægt að nýta á bilinu 160 til 168 pláss á hverjum tíma, það er 90 til 95 prósent.
Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00 Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Vill fjölga opnum úrræðum í fangelsi og segir mat á sakhæfi til skoðunar Dómsmálaráðherra vill stíga frekari skref í átt að betrunarstefnu og fjölga opnum úrræðum í fangelsi. Hann segir sérfræðinga í ráðuneytinu nú skoða mat á sakhæfi og hefur áhyggjur af skorti á úrræðum fyrir fólk að afplánun lokinni. 8. maí 2023 07:00
Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. 9. mars 2023 20:49