„Hættir að haltra og farnir að labba“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. maí 2023 22:26 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var eðlilega sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik sigraði Val 1-0 á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15. Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega sáttur, mér fannst þetta mjög öflug frammistaða og mér fannst við stjórna þessum leik eiginlega frá upphafi til enda. Vissulega vorum við ekkert vaðandi í færum, þetta var frekar lokaður leikur þannig lagað en mér fannst við hafa stjórn á þessu og ég er bara virkilega ánægður“ Eftir erfiða byrjun á mótinu og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum hefur Breiðablik nú unnið sína síðustu sex leiki. „Að byggja á KA leiknum inn í þennan leik og við byggjum svo áfram á þessari frammistöðu, þá finnst mér við vera hættir að haltra og farnir að labba allavega“ Breiðablik spilaði góðan varnarleik og tókst að halda markinu hreinu gegn Val sem hafði fyrir þennan leik skorað flest mörk allra liða í deildinni. Óskar sagði fyrir leik að það væri mikilvægt að brjóta niður spil Valsmanna upp kantinn en það var ekki það eina sem skilaði sigrinum í dag. „Lykillinn var að vera aggressívir á bæði kantspilið og síðan auðvitað þessi gæði sem eru inni á miðjunni [hjá Val]. Þetta eru rosalega góðir fótboltamenn, Aron og Kiddi, það er ekkert grín að eiga við þetta Valslið en vissulega er mikilvægt að Birkir og Sigurður Egill séu ekki með flugbraut upp kantinn og nái ekki að tengjast Adami og Orra.“ Breiðablik mættu einbeittir til leiks, virkuðu hættulegir strax frá fyrstu mínútu og stjórnuðu leiknum þrátt fyrir að skapa sér ekki mörg hættuleg færi. „Þegar við töpuðum boltanum þá vorum við mjög fljótir að skipta yfir í varnarhugarfar sem gerði það að verkum að við vorum sárasjaldan opnir, vorum mjög þéttir.“ Breiðablik fer með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings. Óskar segir varasamt að rýna of mikið í töfluna þegar svo lítið er búið af mótinu. „Það eru 18 leikir eftir, fullt af stigum í pottinum. Við erum á ágætis róli núna og gæði Valsmanna eru gríðarleg, síðan eiga önnur lið eftir að fara á skrið... Mér finnst þessi deild vera betri en áður, liðin eru jafnari síðan ég byrjaði að þjálfa, fleiri lið sem þora að spila fótbolta og mér finnst það frábært. Það er rosalega margt sem á eftir að gerast og við erum að ná taktinum, höltruðum framan af móti, erum farnir að labba óstuddir ekki með staf og vonandi verðum við farnir að hlaupa áður en við vitum.“ Breiðablik vonast til að byggja ofan á þessu góða gengi þegar liðið mætir Keflavík í 9. umferð deildarinnar. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum í Keflavík, næsta mánudag klukkan 19:15.
Besta deild karla Breiðablik Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Valur 1-0 | Blikar upp í annað sæti eftir sigur í stórleiknum Breiðablik vann virkilega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Val í stórleik níundu umferða Bestu-deildar karla í knattsprnu í kvöld. Með sigrinum stekkur Breiðablik upp fyrir Valsmenn í annað sæti deildarinnar. 25. maí 2023 21:55