Þrír grímuklæddir menn réðust inn á heimili hans snemma á fimmtudagsmorguninn og ógnuðu bæði á kærustu hans og öðrum fjölskyldumeðlimi.
Hvorki kærastan né hinn fjölskyldumeðlimurinn þurftu á læknisaðstoð að halda en ræningjarnir komust í burtu með talsverð verðmæti.
Talið er að þeir hafi náð að taka með sér skartgripi og úr sem eru meira en 160 þúsund evra virði sem gera um 24 milljónir króna.
Ránið stóð aðeins yfir í nokkrar mínútur en ræningjarnir biðu færis þar til að kærastan kom heim eftir að hafa farið út að ganga með hundinn þeirra.
Ræningjarnir sluppu og eru á flótta undan lögreglunni sem leitar þeirra.
Kluivert er á eins árs lánssamning hjá Valencia frá ítalska félaginu AS Roma en hann hefur ekki farið heim til sín þar sem hann er staddur á Mallorca þar sem liðið hans spilar í kvöld.