Eins og áður hefur verið fjallað um hér á Vísi varð Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Valencia í leik liðanna síðastliðinn sunnudag.
Vinícius hefur ítrekað látið í sér heyra varðandi kynþáttafordóma í spænsku deildinni, enda ekki í fyrsta sinn sem leikmaðurinn verður fyrir slíku.
Í kjölfarið ákvað spænska úrvalsdeildin, La Liga, að refsa Valencia fyrir hegðun stuðningsmanna sinna. Refsingin fól í sér að félagið þyrfti að loka hluta stúkunnar í næstu fimm leikjum og greiða 45 þúsund evrur í sekt.
After an appeal, the partial closure of Valencia's stadium has also been reduced from five to three matches.#BBCFootball pic.twitter.com/drcsmi1e5b
— BBC Sport (@BBCSport) May 27, 2023
Félagið hafði tíu daga til að áfrýja ákvörðuninni, sem og það gerði. Félagið sagði refsinguna „óhóflega, óréttláta og foræmalausa.“
La Liga hefur því ákveðið að milda refsingu félagsins og Valenca þarf nú að loka hluta stúkunnar í þremur leikjum í stað fimm og sektin hefur lækkað niður í 27 þúsund evrur sem samsvarar rétt rúmlega fjórum milljónum króna.