Þrátt fyrir mikla fjárfestingu í leikmannahópi sínum endaði Chelsea aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Liðið hefur verið í ótrúlegu basli undanfarna mánuði.
„Það er mikil vinna fram undan. Það er mín niðurstaða eftir sex vikur í starfi hér. Standardinn hjá Chelsea hefur beðið hnekki. Ég get verið hreinskilinn með þetta vegna þess að þetta var minn síðasti leikur hjá félaginu,“ sagði Lampard í viðtali við Sky Sports eftir leik Chelsea og Newcastle United í gær.
Ef standardinn sé ekki í lagi hjá félagi eins og Chelsea þá muni það reynast erfitt fyrir félagið að berjast við bestu lið ensku úrvalsdeildarinnar.
Hann segir skorta upp á samheldnina inn í búningsherbergi liðsins. Leikmenn þurfi að keyra hvorn annan áfram.
„Þegar að ég kom inn sem bráðabirgðastjóri sá ég um leið að það vantaði mikið upp á. Auðvitað getur góður knattspyrnustjóri hjálpað mikið til en nú þurfa allir að taka ábyrgð.“
Mauricio Pochettino mun taka við sem knattspyrnustjóri Chelsea og mun hann vafalaust fá langan lista fá Lampard um það sem honum finnst þurfa að laga hjá félaginu.