Hlín bjargaði stigi fyrir Kristianstad | Birkir spilaði loks fyrir Viking Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2023 20:01 Hlín Eiríksdóttir er samningsbundin Kristianstad til 2024. kdff.nu Hlín Eiríksdóttir skoraði eina mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Hammarby í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Birkir Bjarnason spilaði loks fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið steinlá gegn Bodö/Glimt. Svíþjóð Hlín var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Kristianstad í dag. Hún spilaði allan leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi heimaliðsins. Markið skoraði hún á 88. mínútu eftir sendingu frá Miu Carlsson en Hammarby hafði komist yfir fimm mínútum áður. Mörkin urðu ekki fleiri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Amanda Andradóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 10 umerðum, fimm minna en topplið Häcken. Í úrvalsdeild karla unnu meistarar Häcken 4-1 stórsigur á Gautaborg. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn í hægri bakverði meistaranna. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Häcken er í 3. sæti með 22 stig, þremur minna en topplið Eflsborg og Malmö. Noregur Í Noregi var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Viking líkt og Patrik Sigurður Gunnarsson þegar liðið sótti Bodö/Glimt heim. Þeir vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en Bodö/Glimt vann þægilegan 5-1 sigur. Birkir var tekinn af velli eftir klukkustund á meðan Patrik Sigurður stóð vaktina í markinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Kristall Máni Ingason spilaði tæpan hálftíma í 3-1 tapi Rosenborg gegn Brann. Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg. Ari Leifsson spilaði allan leikinn í liði Strömsgodset þegar það gerði 1-1 jafntefli við Odd á útivelli. Sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni en lið hans, Ham Kam, gerði markalaust jafntefli við Lilleström. Viking er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 8 leiki. Rosenborg er í 11. sæti með 9 stig að loknum 9 leikjum. Strömsgodset kemur þar á eftir með 8 stig og Ham-Kam með 7 stig. Fótbolti Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Svíþjóð Hlín var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Kristianstad í dag. Hún spilaði allan leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi heimaliðsins. Markið skoraði hún á 88. mínútu eftir sendingu frá Miu Carlsson en Hammarby hafði komist yfir fimm mínútum áður. Mörkin urðu ekki fleiri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Amanda Andradóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 10 umerðum, fimm minna en topplið Häcken. Í úrvalsdeild karla unnu meistarar Häcken 4-1 stórsigur á Gautaborg. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn í hægri bakverði meistaranna. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Häcken er í 3. sæti með 22 stig, þremur minna en topplið Eflsborg og Malmö. Noregur Í Noregi var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Viking líkt og Patrik Sigurður Gunnarsson þegar liðið sótti Bodö/Glimt heim. Þeir vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en Bodö/Glimt vann þægilegan 5-1 sigur. Birkir var tekinn af velli eftir klukkustund á meðan Patrik Sigurður stóð vaktina í markinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Kristall Máni Ingason spilaði tæpan hálftíma í 3-1 tapi Rosenborg gegn Brann. Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg. Ari Leifsson spilaði allan leikinn í liði Strömsgodset þegar það gerði 1-1 jafntefli við Odd á útivelli. Sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni en lið hans, Ham Kam, gerði markalaust jafntefli við Lilleström. Viking er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 8 leiki. Rosenborg er í 11. sæti með 9 stig að loknum 9 leikjum. Strömsgodset kemur þar á eftir með 8 stig og Ham-Kam með 7 stig.
Fótbolti Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“