Svali segir enga breytingu á stöðu Kristós hjá Val Runólfur Trausti Þórhallsson og Aron Guðmundsson skrifa 29. maí 2023 23:01 Kristófer Acox sækir að Pétri Rúnari Birgissyni. Mögulega verða þeir liðsfélagar næsta vetur. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls vilja ólmir fá Kristófer Acox, miðherja Vals, í sínar raðir. Formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir enga breytingu á stöðu Kristófers hjá félaginu. Tindastóll lagði Val í stórbrotnu úrslitaeinvígi Subway-deildar karla fyrr í þessum mánuði. Ekki nóg með að Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, hafi unnið sína gömlu félaga í Val heldur vill hann nú fá einn þeirra besta leikmann úr höfuðborginni og á Sauðárkrók. Frá þessu var fyrst greint í hlaðvarpinu Dr. Football sem á það til að tjá sig um íslenskan körfubolta. Þar sagði Jóhann Már Helgason að: „Kristófer Acox er með stærsta samning sem nokkur leikmaður hér á landi hefur fengið, fyrir framan sig. Hann getur skrifað undir hann. Þeir eru búnir að bjóða honum einhvern svakalegan díl.“ Kristófer Acox er að sögn Jóa með stærsta samningstilboð sem leikmaður í íslenskum íþróttum hefur fengið fyrir framan sig.AD1 lék HK-inga grátt.https://t.co/EIwqBzbD68— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) May 28, 2023 Umræðan er á þá leið að Kristófer hafi rift samningi sínum að Hlíðarenda en Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, þvertekur fyrir það. „Hann er með samning við Val, það hefur engin breyting orðið á því,“ sagði Svali Björgvinsson í samtali við Vísi. Heimildir Vísis herma að það sé næsta öruggt að Stólarnir hafi boðið Kristófer samning og það sé í raun og veru „nóg til“ á Króknum eftir úrslitakeppni þar sem félagið náði að maka krókinn vel. Hversu stór téður samningur sé er hins vegar enn óvitað. Körfubolti Tindastóll Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr heldur kyrru fyrir á Hlíðarenda Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Subway-deild karla í körfubolta, mun stýra liðinu áfram á komandi tímabili. 26. maí 2023 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
Tindastóll lagði Val í stórbrotnu úrslitaeinvígi Subway-deildar karla fyrr í þessum mánuði. Ekki nóg með að Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, hafi unnið sína gömlu félaga í Val heldur vill hann nú fá einn þeirra besta leikmann úr höfuðborginni og á Sauðárkrók. Frá þessu var fyrst greint í hlaðvarpinu Dr. Football sem á það til að tjá sig um íslenskan körfubolta. Þar sagði Jóhann Már Helgason að: „Kristófer Acox er með stærsta samning sem nokkur leikmaður hér á landi hefur fengið, fyrir framan sig. Hann getur skrifað undir hann. Þeir eru búnir að bjóða honum einhvern svakalegan díl.“ Kristófer Acox er að sögn Jóa með stærsta samningstilboð sem leikmaður í íslenskum íþróttum hefur fengið fyrir framan sig.AD1 lék HK-inga grátt.https://t.co/EIwqBzbD68— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) May 28, 2023 Umræðan er á þá leið að Kristófer hafi rift samningi sínum að Hlíðarenda en Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, þvertekur fyrir það. „Hann er með samning við Val, það hefur engin breyting orðið á því,“ sagði Svali Björgvinsson í samtali við Vísi. Heimildir Vísis herma að það sé næsta öruggt að Stólarnir hafi boðið Kristófer samning og það sé í raun og veru „nóg til“ á Króknum eftir úrslitakeppni þar sem félagið náði að maka krókinn vel. Hversu stór téður samningur sé er hins vegar enn óvitað.
Körfubolti Tindastóll Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Finnur Freyr heldur kyrru fyrir á Hlíðarenda Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Subway-deild karla í körfubolta, mun stýra liðinu áfram á komandi tímabili. 26. maí 2023 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Mest lesið Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Sjá meira
Finnur Freyr heldur kyrru fyrir á Hlíðarenda Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Subway-deild karla í körfubolta, mun stýra liðinu áfram á komandi tímabili. 26. maí 2023 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli