„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að það komi ekki til greina að byggja endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ. „Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis. Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis.
Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32