Lífið

Rökuðu hárið af með­leikaranum eftir síðasta þáttinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Leikararnir upplifðu greinilega allskyns tilfinningar eftir að tökum á Succession lauk.
Leikararnir upplifðu greinilega allskyns tilfinningar eftir að tökum á Succession lauk. tik tok

Banda­rísku leikararnir Sarah Snook og Kieran Cul­kin rökuðu hárið af með­leikara sínum Jeremy Strong eftir að tökunum á síðasta þættinum í fjórðu og síðustu seríunni af Succession lauk.

Mynd­band af at­hæfinu hefur farið eins og eldur í sinu um net­heima eftir að síðasti þátturinn var sýndur í sjón­varpi síðast­liðinn sunnu­dag. Að­dá­endur höfðu beðið eftir síðasta þættinum með mikilli eftir­væntingu. Jóhannes Haukur Jóhannes­son fór með stórt hlut­verk í seríunni sem sýnd er á Stöð 2 og tókst að lauma að frægum Fóst­bræðra­brandara.

Þættirnir eru marg­verð­launaðir og hverfast um milljarða­mæringana í Roy fjöl­skyldunni sem eru meiri­hluta­eig­endur í fjöl­miðla­veldinu Wa­yStar RoyCo, sem minnir gletti­lega mikið á banda­rísku sjón­varps­stöðina Fox. Sú er ein­mitt í eigu milljarða­mæringsins Rupert Mur­doch. Með helstu hlut­verk fara Brian Cox, Jeremy Strong, Sarah Snook og Kieran Cul­kin.

Þættirnir hafa lengi haft á­kveðna Ís­lands­tengingu en önnur sería þáttanna var að hluta tekin upp á Ís­landi og mætti Jeremy Strong í hlut­verki Kendall Roy til landsins. Lék Ingvar E. Sigurðs­son í stóru auka­hlut­verki í þeirri seríu.

@thehook Kieran Culkin, Sarah Snook and crew members shave Jeremy Strong s head on the final day of Succession #behindthescenes #succession #finale #hbo #jeremystrong #kieranculkin #sarahsnook #fyp #foryoupage #kendallroy #shivroy #romanroy original sound - The Hook





Fleiri fréttir

Sjá meira


×