Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 með Tuma. Tumi. Kvöldfréttir. Kolbeinn Tumi Daðason.

Í kvöldfréttum förum við yfir nýútgefið fasteignamat fyrir næsta ár. Töluverður munur er á hækkun á mati íbúða eftir svæðum og hverfum á höfuðborgarsvæðinu en að jafnaði hækkar fasteignamat þar um 13 prósent. Mest hækkar það í prósentum á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Við heyrum í Aðalsteini Leifssyni sem í dag sagði óvænt af sér embætti ríkissáttasemjara. Hann lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Uppsögn hans tekur þegar gildi nú þegar um tvö ár eru eftir af skipunartíma hans.

Við sýnum áhorfendum okkar nýjust Airbus farþegaflugvélina í eigu Play þegar forráðamenn félagsins tóku við flugvélinni ytra í dag. Forstjóri félagsins segir Play nú vera með yngsta flugflota allra flugfélaga í Evrópu.

Við greinum frá stöðunni í kjaradeilu BSRB og sveitarfélaganna og kíkjum á dansleik hjá eldri borgurum á Vitatorgi í Reykjavík í dag. Elsti tónlistarmaðurinn sem lék þar fyrir dansi er níutíu og tveggja ára.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×