„Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn Guðjónsson skrifar undir samninginn við HSÍ. vísir/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari á blaðamannafundi HSÍ í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ og verður í fullu starfi sem landsliðsþjálfari. „Mér líður mjög vel. Ég er mjög stoltur að geta kallað mig þetta, loksins. Þetta er búið að vera langt ferli og allt það og það er fínt að ég sé orðinn þetta,“ sagði Snorri í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn í dag. Engu er logið þegar sagt er að ferlið hafi verið langt en hundrað dagar eru síðan Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari. Leitin að eftirmanni hans tók sinn tíma en henni er loks lokið. Hef gert erfiðari hluti „Þetta var allt í lagi,“ svaraði Snorri hvernig það hafi verið að bíða eftir því að verða staðfestur sem landsliðsþjálfari. Snorri Steinn ásamt Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ.vísir/vilhelm „Ég var þjálfari Vals, maður reyndi að halda einhverju leyndu fyrir einhverjum en þetta tók þennan tíma og í sjálfu sér skiptir það mig engu máli í dag. Þetta var ekkert erfitt, þannig séð. Ég hef alveg gert erfiðari hluti. En það er fínt að þetta sé búið og ég geti formlega farið að starfa við það að vera landsliðsþjálfari. Þetta gekk þokkalega og er búið að liggja fyrir í töluverðan tíma. Í sjálfu sér hefur þetta ekki haft of mikil áhrif á mig.“ Sókndjarfur þjálfari Snorri er með skýra sýn á það hvernig handbolta hann ætlar að láta íslenska landsliðið spila. „Engin spurning. Þegar þú ferð í samtal um að taka við liðinu þarftu að skoða kosti og galla og mér fannst liðið og samsetningin á þeim leikmönnum sem standa mér til boða henta mér gríðarlega vel og að sama skapi henti ég þeim vel. Svo kemur það í ljós þegar við förum að spila leikina hvort ég hafi rétt fyrir mér,“ sagði Snorri. „Ég bakka ekkert með það að ég er sókndjarfur sem þjálfari og kem til með að vera það. Við verðum beinskeyttir og reynum að keyra upp hraðann. En það sem er frábrugðið því að vera með félagslið að núna hef ég ekki tímann með mér í liði. Hvort ég nái að innleiða allt sem ég vil gera verður að koma í ljós.“ Klippa: Viðtal við Snorra Steinn En getur íslenska landsliðið spilað jafn hraðan bolta og Valur gerði undir stjórn Snorra? „Ég tel, að því sem ég hef séð af landsliðinu og þessum leikmönnum með sínum félagsliðum, að þetta henti þeim. Þarna sá ég tækifæri og ég kem til með að láta reyna á þetta. Mér finnst þetta skemmtilegur handbolti og ég held að leikmönnunum finnist það líka. Ég óttast það ekkert,“ sagði Snorri. „Gleymum því ekki að það er margt annað í handboltanum en einhver hraðaupphlaup og við þurfum að huga að mörgum hlutum ef við ætlum að ná árangri.“ Alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar Snorri vill koma íslenska landsliðinu í allra fremstu röð en veit að bjartsýni og raunsæi þurfa að haldast í hendur. Hann vill koma íslenska liðinu í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. „Þegar ég var áhugamaður sagði ég að þetta lið gæti barist um medalíur og það er kannski svolítið kjánalegt að bakka eitthvað með það þegar maður er tekinn við þessu. En það er samt alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar. Ég er ekki búinn að hitta liðið og við erum ekki búnir að setja okkur nein markmið,“ sagði Snorri. Ísland verður meðal þátttökuliða á EM í janúar á næsta ári.vísir/hulda margrét „En við erum á næsta stórmóti og það liggur fyrir að við þurfum framúrskarandi árangur þar til að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Það er líklegt að það verði miðpunktur einhvers markmiðs. Að fara á Ólympíuleika gerist sjaldan og er langt frá því að vera sjálfgefið. Á meðan það er tækifæri til þess þurfum við að horfa á það.“ Horfa má á viðtalið við Snorra í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Snorri var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari á blaðamannafundi HSÍ í dag. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ og verður í fullu starfi sem landsliðsþjálfari. „Mér líður mjög vel. Ég er mjög stoltur að geta kallað mig þetta, loksins. Þetta er búið að vera langt ferli og allt það og það er fínt að ég sé orðinn þetta,“ sagði Snorri í samtali við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn í dag. Engu er logið þegar sagt er að ferlið hafi verið langt en hundrað dagar eru síðan Guðmundur Guðmundsson var látinn fara sem landsliðsþjálfari. Leitin að eftirmanni hans tók sinn tíma en henni er loks lokið. Hef gert erfiðari hluti „Þetta var allt í lagi,“ svaraði Snorri hvernig það hafi verið að bíða eftir því að verða staðfestur sem landsliðsþjálfari. Snorri Steinn ásamt Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ.vísir/vilhelm „Ég var þjálfari Vals, maður reyndi að halda einhverju leyndu fyrir einhverjum en þetta tók þennan tíma og í sjálfu sér skiptir það mig engu máli í dag. Þetta var ekkert erfitt, þannig séð. Ég hef alveg gert erfiðari hluti. En það er fínt að þetta sé búið og ég geti formlega farið að starfa við það að vera landsliðsþjálfari. Þetta gekk þokkalega og er búið að liggja fyrir í töluverðan tíma. Í sjálfu sér hefur þetta ekki haft of mikil áhrif á mig.“ Sókndjarfur þjálfari Snorri er með skýra sýn á það hvernig handbolta hann ætlar að láta íslenska landsliðið spila. „Engin spurning. Þegar þú ferð í samtal um að taka við liðinu þarftu að skoða kosti og galla og mér fannst liðið og samsetningin á þeim leikmönnum sem standa mér til boða henta mér gríðarlega vel og að sama skapi henti ég þeim vel. Svo kemur það í ljós þegar við förum að spila leikina hvort ég hafi rétt fyrir mér,“ sagði Snorri. „Ég bakka ekkert með það að ég er sókndjarfur sem þjálfari og kem til með að vera það. Við verðum beinskeyttir og reynum að keyra upp hraðann. En það sem er frábrugðið því að vera með félagslið að núna hef ég ekki tímann með mér í liði. Hvort ég nái að innleiða allt sem ég vil gera verður að koma í ljós.“ Klippa: Viðtal við Snorra Steinn En getur íslenska landsliðið spilað jafn hraðan bolta og Valur gerði undir stjórn Snorra? „Ég tel, að því sem ég hef séð af landsliðinu og þessum leikmönnum með sínum félagsliðum, að þetta henti þeim. Þarna sá ég tækifæri og ég kem til með að láta reyna á þetta. Mér finnst þetta skemmtilegur handbolti og ég held að leikmönnunum finnist það líka. Ég óttast það ekkert,“ sagði Snorri. „Gleymum því ekki að það er margt annað í handboltanum en einhver hraðaupphlaup og við þurfum að huga að mörgum hlutum ef við ætlum að ná árangri.“ Alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar Snorri vill koma íslenska landsliðinu í allra fremstu röð en veit að bjartsýni og raunsæi þurfa að haldast í hendur. Hann vill koma íslenska liðinu í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. „Þegar ég var áhugamaður sagði ég að þetta lið gæti barist um medalíur og það er kannski svolítið kjánalegt að bakka eitthvað með það þegar maður er tekinn við þessu. En það er samt alltaf sniðugt að stíga varlega til jarðar. Ég er ekki búinn að hitta liðið og við erum ekki búnir að setja okkur nein markmið,“ sagði Snorri. Ísland verður meðal þátttökuliða á EM í janúar á næsta ári.vísir/hulda margrét „En við erum á næsta stórmóti og það liggur fyrir að við þurfum framúrskarandi árangur þar til að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Það er líklegt að það verði miðpunktur einhvers markmiðs. Að fara á Ólympíuleika gerist sjaldan og er langt frá því að vera sjálfgefið. Á meðan það er tækifæri til þess þurfum við að horfa á það.“ Horfa má á viðtalið við Snorra í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira