Óttast kínverskar eldflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2023 22:30 B-2 sprengjuvélum er reglulega flogið frá Gvam í Kyrrahafi. Sú herstöð yrði Bandaríkjamönnum mjög mikilvæg í átökum við Kína. Getty/HUM Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari. Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta. Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
Vonast er til þess að með þessu verði ekki hægt að lama heilu herstöðvarnar í tiltölulega fáum árásum, komi nokkurn tímann til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Spenna milli ríkjanna hefur aukist mjög. Meðal annars má rekja þá auknu spennu til ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs og til Taívans, sem ráðamenn í Kína hafa heitið að verði sameinað Kína og það með valdi ef svo þurfi. Sjá einnig: Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Bandaríkjamenn eru meðal þeirra sem hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar verði gerð innrás í eyríkið. Það hafa yfirvöld í Japan einnig gert. Kínverjar hafa á undanförnum árum lagt mikið púður í hernaðaruppbyggingu og nútímavæðingu. Meðal annars hefur áhersla verið lögð á langdrægar eldflaugar, sem Kínverjar geta notað til að gera árásir á herstöðvar Bandaríkjanna og til að granda flugmóðurskipum á Kyrrahafi. Sjá einnig: Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Forsvarsmenn bandaríska heraflans óttast nýjar eldflaugar Kína og aukna getu þeirra, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Kínverjar eru taldir eiga rúmlega 1.300 langdrægar eldflaugar sem hægt er að skjóta á bandarískar herstöðvar í Austur-Asíu og á Kyrrahafinu. Þar á meðal eru um 250 sem gætu drifið alla leið til Gvam, sem er í tæplega fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá meginlandi Kína. Þá hafa Kínverjar þróað langdrægar og ofurfráar eldflaugar, sem ferðast á margföldum hljóðhraða og á að vera erfitt að skjóta þær niður. Stríðsleikir sem haldnir eru í Bandaríkjunum, þar sem kannað er hvernig stríð á milli Bandaríkjanna og Kína gæti farið fram, benda til þess að Kínverjar myndu leggja mikla áherslu á árásir á herstöðvar Bandaríkjanna í upphafi átaka. Sjá einnig: Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Á meðal þeirra herstöðva sem talið er að yrðu fyrstar fyrir árásum er Kadena flugstöðin á Okinawa í Japan. Þar eru margar herþotur geymdar og margir hermenn og flugmenn. Bandaríkjamenn eru einnig með viðveru í Suður-Kóreu og á Gvam, auk þess sem þeir eru með nokkur hundruð hermenn á Filippseyjum. Sjá einnig: Fyrsti fundur ráðamanna Japans og Suður-Kóreu í tólf ár Búið er að leggja fram frumvarp á þingi í Bandaríkjunum um að flugher Bandaríkjanna fái fjárveitingar til að reisa sterkari flugskýli í umræddum herstöðvum. Samkvæmt WSJ telja æðstu herforingjar flughersins að það dugi ekki til. Það þurfi að þróa kerfi svo hægt sé að dreifa úr flugvélum og öðrum búnaði, stefni í átök. Því er verið að mynda smáa hópa starfsmanna sem geta farið með skömmum fyrirvara og gert litla flugvelli á eyjum í Kyrrahafi hentuga fyrir herþotur. Yfirmaður þessarar vinnu sagði í samtali við blaðamann Wall Street Journal að með þessu væri vonast til þess að hægt væri að flækja ákvörðunarferli yfirmann herafla Kína varðandi mögulegar árásir. Þeir gætu gert árás á einn flugvöll en auðvelt væri að nota annan þar nærri. Fleiri smærri herstöðvar og flugvellir gætu einnig gert Bandaríkjamönnum auðveldara að flytja herafla og hergögn um svæðið. Tilkynnt var í desember að bandaríski herinn hefði gert samning við eigendur fyrirtækisins Bell um þróun nýs farartækis, sem gæti verið notað til að flytja birgðir og menn um lengri vegalengdir en þær þyrlur sem eru nú í notkun geta.
Bandaríkin Kína Hernaður Taívan Japan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir „Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02 Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18 Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Sjá meira
„Stríð kemur ekki til greina“ „Stríð kemur ekki til greina.“ Þetta sagði Tsai Ing-wen, forseti Taívan í dag á sjö ára valdaafmæli hennar. Hún sór þann eið að viðhalda friði á Taívansundi en mikil spenna hefur verið á svæðinu frá því að Kínaher hóf að stunda heræfingar á svæðinu, með tilheyrandi ógn fyrir eyríkið. 20. maí 2023 17:02
Kínverjar æfa hvernig þeir myndu umkringja Taívan Þriggja daga heræfingar Kínahers, sem miða að því að æfa það hvernig herinn myndi umkringja Taívan ef til átaka kæmi, standa nú yfir. Stjórnvöld í Pekíng segja æfingarnar viðvörun til yfirvalda á eyjunni. 8. apríl 2023 15:18
Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær. 27. febrúar 2023 12:17
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56