Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba Sigurjón Þórðarson skrifar 2. júní 2023 17:30 Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári. Ólíkt öðrum ræðumönnum gat ég ekki lýst yfir stuðningi við frumvarpið, alls ekki. Enda er í því lagt til að greiða til fjölmiðla hærri upphæð heldur en aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum hljóðar upp á næstu tvö árin. Við þurfum aðeins að staldra við og spyrja hvort þetta sé rétt forgangsröðun á opinberum fjármunum? Mikið af þessum fjármunum er að fara til fjölmiðla sem eiga sykurpabba. Þeir eru í eigu fjársterkra aðila sem fara fram á ritstjórnarstefnu sem jaðrar á við hagsmunagæslu. Ritstjórnarstefnu sem allt eins gæti verið skrifuð af hagsmunasamtökum sem þjóna mjög þröngum sérhagsmunum. Ég get tekið sem dæmi að einn fjölmiðill, sem fær 67 milljónir króna frá ríkinu, hefur svo mikla slagsíðu að því mætti jafna við það að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi væru með ritstjórnarvöld. Það er vandséð að málflutningur SFS eigi sér samhljóm með hagsmunum þjóðarinnar í nokkrum málum. Nýverið lagðist af fjölmiðill sem hafði verið rekinn með umtalsverðu tapi í áraraðir. Sá fjölmiðill var í eigu bakhjarls stjórnmálaflokks sem rak sjónarmið eigandans og treysti þannig áhrif hans og völd. Alþingismönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðishlutverk fjölmiðla og ég held að það sé rétt að fara aðeins yfir það með gagnrýnum hætti. Menn hafa í hástemmdu orði rætt um hvað fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki sem milliliður milli stjórnvalda og samfélagsins og styrki rödd almennings og veki athygli á spillingu í samfélaginu. Það er ekki svo í öllum tilfellum, langt því frá. Jafnvel eru dæmi um fjölmiðla sem berjast gegn ríkisstyrkjum. Tökum bara Viðskiptablaðið, sem fá 25 millj. kr. úr þessum potti árlega en nota þessa fjármuni svo til að berjast gegn því að aðrir fái ríkisstyrki. Þetta er auðvitað allt svolítið undarlegt. Þá verður að horfa auðvitað til Ríkisútvarpsins. Fólk talar gjarnan á þeim nótum að Rúv sé heilagara en páfinn og hafið yfir alla gagnrýni. En svo er bara alls ekki.Fer þar fram gagnrýnin fjölmiðlum. Já, að sjálfsögðu. Við munum öll eftir umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. En hvað varð um fréttamennina í kjölfarið? Fengu þeir stuðning hjá yfirstjórninni? Varla. Þeir hlutu áminningu frá siðanefnd RÚV og hrökkluðust meira og minna allir frá ríkisstofnuninni. Fjármunir sem hafa runnið til RÚV hafa aukist ár frá ári, og kostnaður við rekstur stofnunarinnar jókst nánast um milljarð á milli áranna 2021 og 2022. Og það sem meira er þá jukust að auglýsingatekjurnar um 400 millj. kr. á milli ára. Þannig að sú upphæð sem á að renna til styrktar einkarekinna fjölmiðla er sú sama og aukningin í auglýsingatekjum RÚV. Hvað með öryggishlutverk RÚV? Það er algerlega ofmetið. Tæknin hefur þróast og stjórnvöld geta komið tilkynningum til almennings símleiðis, eða í gegnum netið með litlum vandræðum. Opinber þjónusta sem snýr að öryggismálum fer í dag að mestu leyti fram í gegnum netið. Sem dæmi má nefna veður.is. Að vísu hefur sá vefur, sem gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir sæfarendur og vegfarendur. En öryggishlutverkið er ýkt í umræðunni. Fólk fer inn á veður.is áður en haldið er út á sjó. Fólk fer á vegagerd.is áður en farið er yfir heiðar. Fólk getur fengið miklu beinskeyttari og betri varúðarmerki í gegnum símann heldur en í gegnum útvarp eða sjónvarp. Auk þess er í dag greiðari aðgangur að alls konar opinberum upplýsingum. Með netinu er hægt að nálgast skýrslur Ríkisendurskoðunar með beinum hætti með góðum útdrætti, þar er hægt að nálgast álagningarseðla, úrskurði stjórnvalda, upplýsingar um störf Alþingis og ríkisstjórnarinnar, og áfram mætti lengi telja.. Hvers vegna er lýðræðis- og öryggishlutverk fjölmiðla lofsungið svo? Ég tel það vera þannig að atvinnustjórnmálamenn þurfa á þessum miðlum að halda að spegla sig út í samfélagið. Þarna virðist vera eitthvert samlífi eða jafnvel samhjálp í gangi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári. Ólíkt öðrum ræðumönnum gat ég ekki lýst yfir stuðningi við frumvarpið, alls ekki. Enda er í því lagt til að greiða til fjölmiðla hærri upphæð heldur en aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum hljóðar upp á næstu tvö árin. Við þurfum aðeins að staldra við og spyrja hvort þetta sé rétt forgangsröðun á opinberum fjármunum? Mikið af þessum fjármunum er að fara til fjölmiðla sem eiga sykurpabba. Þeir eru í eigu fjársterkra aðila sem fara fram á ritstjórnarstefnu sem jaðrar á við hagsmunagæslu. Ritstjórnarstefnu sem allt eins gæti verið skrifuð af hagsmunasamtökum sem þjóna mjög þröngum sérhagsmunum. Ég get tekið sem dæmi að einn fjölmiðill, sem fær 67 milljónir króna frá ríkinu, hefur svo mikla slagsíðu að því mætti jafna við það að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi væru með ritstjórnarvöld. Það er vandséð að málflutningur SFS eigi sér samhljóm með hagsmunum þjóðarinnar í nokkrum málum. Nýverið lagðist af fjölmiðill sem hafði verið rekinn með umtalsverðu tapi í áraraðir. Sá fjölmiðill var í eigu bakhjarls stjórnmálaflokks sem rak sjónarmið eigandans og treysti þannig áhrif hans og völd. Alþingismönnum hefur verið tíðrætt um lýðræðishlutverk fjölmiðla og ég held að það sé rétt að fara aðeins yfir það með gagnrýnum hætti. Menn hafa í hástemmdu orði rætt um hvað fjölmiðlar gegni mikilvægu hlutverki sem milliliður milli stjórnvalda og samfélagsins og styrki rödd almennings og veki athygli á spillingu í samfélaginu. Það er ekki svo í öllum tilfellum, langt því frá. Jafnvel eru dæmi um fjölmiðla sem berjast gegn ríkisstyrkjum. Tökum bara Viðskiptablaðið, sem fá 25 millj. kr. úr þessum potti árlega en nota þessa fjármuni svo til að berjast gegn því að aðrir fái ríkisstyrki. Þetta er auðvitað allt svolítið undarlegt. Þá verður að horfa auðvitað til Ríkisútvarpsins. Fólk talar gjarnan á þeim nótum að Rúv sé heilagara en páfinn og hafið yfir alla gagnrýni. En svo er bara alls ekki.Fer þar fram gagnrýnin fjölmiðlum. Já, að sjálfsögðu. Við munum öll eftir umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu. En hvað varð um fréttamennina í kjölfarið? Fengu þeir stuðning hjá yfirstjórninni? Varla. Þeir hlutu áminningu frá siðanefnd RÚV og hrökkluðust meira og minna allir frá ríkisstofnuninni. Fjármunir sem hafa runnið til RÚV hafa aukist ár frá ári, og kostnaður við rekstur stofnunarinnar jókst nánast um milljarð á milli áranna 2021 og 2022. Og það sem meira er þá jukust að auglýsingatekjurnar um 400 millj. kr. á milli ára. Þannig að sú upphæð sem á að renna til styrktar einkarekinna fjölmiðla er sú sama og aukningin í auglýsingatekjum RÚV. Hvað með öryggishlutverk RÚV? Það er algerlega ofmetið. Tæknin hefur þróast og stjórnvöld geta komið tilkynningum til almennings símleiðis, eða í gegnum netið með litlum vandræðum. Opinber þjónusta sem snýr að öryggismálum fer í dag að mestu leyti fram í gegnum netið. Sem dæmi má nefna veður.is. Að vísu hefur sá vefur, sem gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir sæfarendur og vegfarendur. En öryggishlutverkið er ýkt í umræðunni. Fólk fer inn á veður.is áður en haldið er út á sjó. Fólk fer á vegagerd.is áður en farið er yfir heiðar. Fólk getur fengið miklu beinskeyttari og betri varúðarmerki í gegnum símann heldur en í gegnum útvarp eða sjónvarp. Auk þess er í dag greiðari aðgangur að alls konar opinberum upplýsingum. Með netinu er hægt að nálgast skýrslur Ríkisendurskoðunar með beinum hætti með góðum útdrætti, þar er hægt að nálgast álagningarseðla, úrskurði stjórnvalda, upplýsingar um störf Alþingis og ríkisstjórnarinnar, og áfram mætti lengi telja.. Hvers vegna er lýðræðis- og öryggishlutverk fjölmiðla lofsungið svo? Ég tel það vera þannig að atvinnustjórnmálamenn þurfa á þessum miðlum að halda að spegla sig út í samfélagið. Þarna virðist vera eitthvert samlífi eða jafnvel samhjálp í gangi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun