Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 22:23 Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna frétta dagsins segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Vísir/Einar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni. Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni.
Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent