Bíræfnir bensíntittir Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. júní 2023 23:54 Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Verðlag Bensín og olía Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Síðast liðin misseri hefur eldsneytisverð verið í hæstu hæðum á Íslandi. Á síðasta eina og hálfa ári hefur greinarhöfundur verið í Danmörku nokkrum sinnum með nokkurra mánaða millibili. Í hvert eitt sinn hefur líter af bensíni og olíu verið um þrjátíu krónum ódýrari í Danmörku burtséð frá því hvernig gengi krónu og heimsmarkaðsverð á eldsneyti hefur sveiflast á tímabilinu. Engin haldbær rök hafa birst sem skýrt gætu þennan mun. Danir kunna alveg þá list að skattleggja eldsneyti. Greinarhöfundur hefur einnig fylgst með því hvernig verð á eldsneyti á Íslandi er misjafnt eftir landshlutum og jafnvel einstaka hverfum á Höfuðborgarsvæðinu án þess að skilja hvernig verðmyndun á sér stað. Þó virðist vera fylgni milli verðs á eldsneyti og fjarlægðar milli einstakra sölustaða íslenskra dreifingaraðila og bensínstöðvar Costco. Mismunur á söluverði tekur á sig hinar furðulegustu myndir. Þannig er um tvær bensínstöðvar Orkunnar sitt hvoru megin við Bústaðaveg í Reykjavík. Þar er tæplega þrjátíu króna verðmunur á lítra eftir því hvoru megin vegar er keypt. Hrósa verður þó þeim sem þar ákvað fyrir að sýna fram á fáránleika verðlagningarinnar á höfuðvettvangi verðsamráðs og markaðsmismunar í Öskjuhlíðinni. Menn eru alla vega með kímnigáfu hvað sem öðru líður. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem gleggst fylgjast með virðist álagning dreifingaraðilanna hafa hækkað umtalsvert undanfarin misseri. Hjákátlegt hefur verið að fylgjast með skýringum yfirmanna olíudreifingarfyrirtækjanna á verðinu. Að það sé ekki olíuhreinsistöð á Íslandi líkt og í Danmörku, að allir versli við einn birgja (hver skyldi neyða menn til þess?) og að Ísland sé úr alfaraleið. Meint birgðahald félaganna er þjóðsaga eins og fram kom nýlega þegar verkfallshótun vofði yfir. Einlægast væri og heiðarlegast að eldsneytisdreifingarfélög á Íslandi gerðu verðmyndun opinbera. Þá sæju allir svart á hvítu hver hlutur ríkisins er, hver er flutningskostnaður til Íslands og álagning félaganna. Miðað við núverandi fákeppni fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér hver sé ábati neytenda af því að reka fimmfalt dreifikerfi sem í grunninn er með tíu aura verðmun á líter. Hugurinn hvarflar ósjálfrátt að Steinolíuverslun ríkisins. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar