Freyr djúpt snortinn: „Höfum lagt allt í þessa vegferð“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2023 17:38 Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik dagsins Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að lýsa kraftaverki dagsins þegar að Lyngby hélt sæti sínu í deild þeirra bestu í Danmörku. Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Fyrir lokaumferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lyngby þurfti að treysta á að Silkeborg myndi vinna Álaborg og um leið þurfti Lyngby að ná hið minnsta í jafntefli við Horsens. Svo varð raunin. Lyngby gerði markalaust jafntefli við Horsens á meðan að Alexander Lind skoraði sigurmark Silkeborg gegn Álaborg. Horsens og Álaborg falla því niður í næst efstu deild. „Ég spurði um tíu mismunandi einstaklinga að því hvort Silkeborg hefði í raun og veru náð að koma inn marki. Ég trúði því ekki til að byrja með,“ sagði Freyr í samtali við Bold.dk eftir kraftaverkið mikla. Tilfinningarnar hafi síðan tekið yfir í leikslok. „Þegar að leikurinn hér var flautaður af var nú þegar búið að flauta til leiksloka í Álaborg og við vissum hver staðan var. Ég varð djúpt snortinn á þessari stundu vegna þess að við höfum lagt allt í þessa vegferð, líkamlega og andlega. Fólk hefur lagt á sig alls konar fórnir fyrir þetta.“ Árangur íslenska landsliðsins á EM 2016 í knattspyrnu sé það eina til þessa sem hafi vakið uppi hjá honum álíka tilfinningar og hann fann fyrir í dag. „Þetta er einstakt og skiptir mig ótrúlega miklu máli. Ég á erfitt með að lýsa þessu. Þetta er svo stór stund og ég er ótrúlega ánægður fyrir hönd allra í Lyngby.“ ET HISTORISK ØJEBLIK #SammenForLyngby pic.twitter.com/YzlFAuQJBt— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira