Innlent

Brotist inn í Tækniskólann

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tækniskólinn á Frakkastíg.
Tækniskólinn á Frakkastíg. vísir/arnar

Brotist var inn í Tækniskólann á Frakkastíg í Reykjavík fyrr í dag. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var hurð íþróttahússins brotin upp. 

„Rótað var í skápum og dóti hent til. Tvær hurðar eru brotnar,“ segir varðstjóri. Enn sé ekki vitað hvort nokkru hafi verið stolið. Kerfið hafi farið í gang og einhver sést hlaupa af vettvangi en engin lýsing liggi fyrir. Málið sé nú á borði rannsóknardeildar.

Í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum dagsins kemur einnig fram að lögregla hafi verið kölluð til í miðborginni vegna aðila sem hafði valdið eignaspjöllum og staðið í hótunum við annan mann. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Auk þess segir frá manni sem reyndi að komast inn í íbúð félaga síns til að nálgast fíknefni. „Félaginn var ekki heima og aðilanum ekið á brott,“ segir um þessa uppákomu sem átti sér stað á lögreglustöð 2 sem telur Hafnafjörð og Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×