Zlatan er hættur: „Í dag er Guð leiður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 22:25 Zlatan var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic var hylltur í lok leiks AC Milan og Verona á San Siro í kvöld. Í ræðu hans eftir leik kvaddi hann fótboltann og hann staðfesti á blaðamannafundi nú í kvöld að ferillinn er á enda. AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023 Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
AC Milan lék lokaleik sinn á tímabilinu í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Verona. Zlatan Ibrahimovic var ekki í leikmannahópi Milan vegna meiðsla en ljóst var fyrir leik að hann yrði ekki leikmaður liðsins á næsta tímabili. Zlatan var hylltur af stuðningsmönnum AC Milan fyrir leik og mátti sjá tár á hvarmi hjá Svíanum sem á magnaðan feril að baki. Að leik loknum kom Zlatan síðan niður á völl þar sem liðsfélagar hans fögnuðu honum og hann hélt ræðu þar sem hann kvaddi stuðningsmenn. „Það er kominn tími til að segja bless við fóboltann en ekki við ykkur. Það eru svo maragar minningar og tilfinningar tengdar við þennan völl. Í fyrsta skiptið sem ég kom til Milan færðuð þið mér hamingju, í annað skiptið ást,“ sagði Zlatan sem hélt blaðamannafund eftir leik þar sem hann staðfesti að ferillinn væri á enda. Hélt ákvörðunnni leyndri fyrir fjölskyldunni Hann þakkaði blaðamönnum fyrir þolinmæðina sem þeir hafa sýnt honum og sagði að þeir myndu hafa minna að gera frá og með morgundeginum. Hann hélt því leyndu fyrir fjölskyldu sinni að hann ætlaði að hætta. „Frá og með morgundeginum er ég frjáls maður. Fjölskylda mín vissi ekki einu sinni af þessu,“ sagði Svíinn. „Í dag er Guð leiður,“ bætti hann við en Zlatan hefur alltaf verið óhræddur við að láta stór orð falla. „Í gegnum fótboltann hef ég hitt fólk og ferðast um allan heim, þökk sé fótboltanum. Það eru miklar tilfinningar. Milan hefur fært mér gleði og síðan hamingju. Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan á fyrsta degi.“ End of an era.Thanks, Zlatan. @SerieA_EN pic.twitter.com/wnqj9d3n9i— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 4, 2023
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Zlatan táraðist á kveðjustundinni Síðustu leikirnir í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili fara fram nú í kvöld. Stuðningsmenn AC Milan kvöddu Zlatan Ibrahimovic fyrir leik liðsins gegn Verona. 4. júní 2023 19:45