Segir ómögulegt að ná Verstappen og er farinn að huga að næsta tímabili Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 12:00 Lewis Hamilton segir ómögulegt að berjast við Max Verstappen um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Edmund So/Eurasia Sport Images/Getty Images Þrátt fyrir að aðeins tæplega þriðjungur af tímabilinu í Formúlu 1 sé lokið segist sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton strax vera farinn að huga að næsta tímabili. Ekki sé hægt að berjast við Max Verstappen á Red Bull um heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum. Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum.
Akstursíþróttir Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira