Segir ómögulegt að ná Verstappen og er farinn að huga að næsta tímabili Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 12:00 Lewis Hamilton segir ómögulegt að berjast við Max Verstappen um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í ár. Edmund So/Eurasia Sport Images/Getty Images Þrátt fyrir að aðeins tæplega þriðjungur af tímabilinu í Formúlu 1 sé lokið segist sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton strax vera farinn að huga að næsta tímabili. Ekki sé hægt að berjast við Max Verstappen á Red Bull um heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum. Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton og liðsfélagi hans hjá Mercedes, George Russell, náðu báðir á verðlaunapall í spænska kappakstrinum í gær. Liðið náði sínum besta árangri á tímabilinu og ljóst að uppfærslur á bílnum eru að virka. Þrátt fyrir það er nokkuð augljóst að bilið í Max Verstappen og Red Bull-liðið er enn ansi breitt. Tvöfaldi heimsmeistarinn kom fyrstur í mark, heilum 24 sekúndum á undan Hamilton sem endaði annar. Verstappen hefur nú unnið fimm af sjö keppnum á tímabilinu og er með 53 stiga forskot á toppnum í heimsmeistarakeppni ökumanna. „Þeir eru svo langt á undan öllum öðrum,“ sagði Hamilton um Red Bull-liðið eftir spænska kappaksturinn í gær. „Og Verstappen mun bara halda áfram að vinna í ár.“ Eins og áður segir eru þó batamerki á Mercedes-liðinu eftir uppfærslu á bílum liðsins. Hamilton og Russell eiga þó ansi langt í land til að ná að setja þó ekki nema væri örlitla pressu á Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitilinn, en Hamilton er 83 stigum á eftir Hollendingnum og Russell 105 stigum.
Akstursíþróttir Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira