Erfitt að ræða launin í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. júní 2023 07:23 Eitt af því sem við eigum erfitt með að tala um eru peningar. Ekki aðeins í tengslum við laun eða vinnu heldur eru umræður oft erfiðara á milli hjóna, vina eða fjölskyldumeðlima. Það sem getur hjálpað mikið í samtalinu um laun er að undirbúa sig undir samtalið. Vísir/Getty Það er staðreynd að eitt af erfiðustu umræðuefnum fólks eru samtöl um peninga. Þessi samtöl eru oft erfið á milli hjóna, þau geta líka verið erfið á milli vina þar sem deila þarf kostnaði eða ræða kostnað. Peningar geta jafnvel verið erfið umræða í fjölskyldum, til dæmis þegar verið er að slá saman í gjafakaup eða þegar það er brúðkaup en fjölskyldur brúðhjóna eru fjárhagslega á mjög ólíkum stað. Að ræða launamálin í vinnunni er líka erfitt og þótt kjaramál séu oftast fyrirferðarmikil í fréttum er svo stór hópur fólks í atvinnulífinu sem er ekki á launum samkvæmt kjarasamningum, heldur semur hver og einn um sín laun. Spurningin er þá: Hvaða góðu ráð getum við fengið um þau samtöl? Hér eru dæmi um nokkur góð ráð. Fyrsta atriðið er undirbúningur. Hverjar eru væntingarnar þínar? Hver er óskastaðan? Hvað finnst þér réttlátt? Annað er síðan: Hvað er verið að greiða fyrir sambærileg störf almennt á vinnumarkaðinum? Þetta er mikilvægt atriði því þegar það kemur að launasamtalinu skiptir miklu máli að vera með rökin á hreinu. Til dæmis er mjög mikilvægt að vera með rökstuðninginn þinn á hreinu því vinnuveitandi getur til dæmis aldrei greitt laun miðað við hvað þú þarft fyrir þitt heimili, gryfja sem margir falla í þegar verið er að tala um laun. Þriðja atriðið er síðan að vera vel upplýstur og spyrja vinnuveitandann spurninga. Ef launasamtalið er vegna starfs sem þú ert mögulega að ráða þig í, skiptir miklu máli að þú sért vel upplýst/ur um hvað ætlast er til af þér í starfinu, er starfslýsingin skýr, vinnustundir eða vaktarplan skýrt og svo framvegis. Þá hefur það löngum verið sagt að betra sé að nefna hærri tölu en lægri, því það er auðveldara að semja niður á við um laun og samninga. Loks er gott að horfa á almenn atriði sem skipta þig máli varðandi þetta starf eða þennan vinnustað. Þessi atriði geta verið ótengd launasamtalinu sem slíku, en eru samt veigamikil fyrir þig kostnaðar- eða lífstílslega. Skiptir máli að vera nálægt vinnustaðnum, að sveigjanleiki sé til staðar í vinnutíma, að fjarvinna sé í boði, að matur sé niðurgreiddur í mötuneyti, að líkamsræktaraðstaða sé í boði og svo framvegis. Hér má lesa ágætis grein um launasamtal og góð ráð í Harvard Business Review. Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. 2. júní 2023 07:01 Yfir 50 lönd komin með fjarvinnudvalarleyfi en kröfurnar ólíkar Í kjölfar Covid fjölgar þeim löndum hratt sem gefa nú út sérstök fjarvinnudvalarleyfi sem gerir fólki kleift að búa í landinu í lengri eða skemmri tíma. Sem þýðir að fyrir þann hóp fólks sem kýs að starfa í fjarvinnu, er heimurinn að verða að valkosti sem aðsetur. 5. maí 2023 07:00 Vanhæfir leiðtogar: Sjálfstraust oft misskilið sem hæfni Rannsóknir hafa sýnt að eitt stærsta vandamál heimsins felst í því að of margir eru í leiðtogastöðum, sem þó hafa ekki hæfni til þess. Skýringin er sögð sú að of oft misskilst sjálfstraust fyrir hæfni. 17. mars 2023 07:01 Neikvæð áhrif foreldra á viðhorf barna til vinnu Við viljum öll að börnunum okkar gangi sem best í lífi og starfi þegar þau eru orðin fullorðin. Óháð því hvaða menntun eða starfsferil þau velja sér. 10. mars 2023 07:01 Ólínulegir vinnudagar og ólínuleg verkefnavinna Það á ekki lengur við að tala bara um níu til fimm vinnu eða vaktir. 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Sjá meira
Peningar geta jafnvel verið erfið umræða í fjölskyldum, til dæmis þegar verið er að slá saman í gjafakaup eða þegar það er brúðkaup en fjölskyldur brúðhjóna eru fjárhagslega á mjög ólíkum stað. Að ræða launamálin í vinnunni er líka erfitt og þótt kjaramál séu oftast fyrirferðarmikil í fréttum er svo stór hópur fólks í atvinnulífinu sem er ekki á launum samkvæmt kjarasamningum, heldur semur hver og einn um sín laun. Spurningin er þá: Hvaða góðu ráð getum við fengið um þau samtöl? Hér eru dæmi um nokkur góð ráð. Fyrsta atriðið er undirbúningur. Hverjar eru væntingarnar þínar? Hver er óskastaðan? Hvað finnst þér réttlátt? Annað er síðan: Hvað er verið að greiða fyrir sambærileg störf almennt á vinnumarkaðinum? Þetta er mikilvægt atriði því þegar það kemur að launasamtalinu skiptir miklu máli að vera með rökin á hreinu. Til dæmis er mjög mikilvægt að vera með rökstuðninginn þinn á hreinu því vinnuveitandi getur til dæmis aldrei greitt laun miðað við hvað þú þarft fyrir þitt heimili, gryfja sem margir falla í þegar verið er að tala um laun. Þriðja atriðið er síðan að vera vel upplýstur og spyrja vinnuveitandann spurninga. Ef launasamtalið er vegna starfs sem þú ert mögulega að ráða þig í, skiptir miklu máli að þú sért vel upplýst/ur um hvað ætlast er til af þér í starfinu, er starfslýsingin skýr, vinnustundir eða vaktarplan skýrt og svo framvegis. Þá hefur það löngum verið sagt að betra sé að nefna hærri tölu en lægri, því það er auðveldara að semja niður á við um laun og samninga. Loks er gott að horfa á almenn atriði sem skipta þig máli varðandi þetta starf eða þennan vinnustað. Þessi atriði geta verið ótengd launasamtalinu sem slíku, en eru samt veigamikil fyrir þig kostnaðar- eða lífstílslega. Skiptir máli að vera nálægt vinnustaðnum, að sveigjanleiki sé til staðar í vinnutíma, að fjarvinna sé í boði, að matur sé niðurgreiddur í mötuneyti, að líkamsræktaraðstaða sé í boði og svo framvegis. Hér má lesa ágætis grein um launasamtal og góð ráð í Harvard Business Review.
Góðu ráðin Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. 2. júní 2023 07:01 Yfir 50 lönd komin með fjarvinnudvalarleyfi en kröfurnar ólíkar Í kjölfar Covid fjölgar þeim löndum hratt sem gefa nú út sérstök fjarvinnudvalarleyfi sem gerir fólki kleift að búa í landinu í lengri eða skemmri tíma. Sem þýðir að fyrir þann hóp fólks sem kýs að starfa í fjarvinnu, er heimurinn að verða að valkosti sem aðsetur. 5. maí 2023 07:00 Vanhæfir leiðtogar: Sjálfstraust oft misskilið sem hæfni Rannsóknir hafa sýnt að eitt stærsta vandamál heimsins felst í því að of margir eru í leiðtogastöðum, sem þó hafa ekki hæfni til þess. Skýringin er sögð sú að of oft misskilst sjálfstraust fyrir hæfni. 17. mars 2023 07:01 Neikvæð áhrif foreldra á viðhorf barna til vinnu Við viljum öll að börnunum okkar gangi sem best í lífi og starfi þegar þau eru orðin fullorðin. Óháð því hvaða menntun eða starfsferil þau velja sér. 10. mars 2023 07:01 Ólínulegir vinnudagar og ólínuleg verkefnavinna Það á ekki lengur við að tala bara um níu til fimm vinnu eða vaktir. 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Viðskipti innlent Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Neytendur Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Nýtt trend: Engir yfirmenn á vinnustaðnum Fótboltastelpan um starfsframann: „Að sækja sér tækifærin sjálfur“ Sjá meira
Að takast á við höfnun í vinnunni Að upplifa höfnun er ótrúlega algengt fyrirbæri. Bæði í starfi og einkalífi. Oftar en ekki er þetta höfnunartilfinning byggð á misskilningi. Eitthvað sem við ímyndum okkur sjálf, erum sannfærð um að sé rétt og túlkum rangt í samskipti eða hegðun. 2. júní 2023 07:01
Yfir 50 lönd komin með fjarvinnudvalarleyfi en kröfurnar ólíkar Í kjölfar Covid fjölgar þeim löndum hratt sem gefa nú út sérstök fjarvinnudvalarleyfi sem gerir fólki kleift að búa í landinu í lengri eða skemmri tíma. Sem þýðir að fyrir þann hóp fólks sem kýs að starfa í fjarvinnu, er heimurinn að verða að valkosti sem aðsetur. 5. maí 2023 07:00
Vanhæfir leiðtogar: Sjálfstraust oft misskilið sem hæfni Rannsóknir hafa sýnt að eitt stærsta vandamál heimsins felst í því að of margir eru í leiðtogastöðum, sem þó hafa ekki hæfni til þess. Skýringin er sögð sú að of oft misskilst sjálfstraust fyrir hæfni. 17. mars 2023 07:01
Neikvæð áhrif foreldra á viðhorf barna til vinnu Við viljum öll að börnunum okkar gangi sem best í lífi og starfi þegar þau eru orðin fullorðin. Óháð því hvaða menntun eða starfsferil þau velja sér. 10. mars 2023 07:01
Ólínulegir vinnudagar og ólínuleg verkefnavinna Það á ekki lengur við að tala bara um níu til fimm vinnu eða vaktir. 3. mars 2023 07:00