Menning

Ís­lenskar mynd­listar­stjörnur sam­tímans á veg­legri sýningu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ragnar Kjartansson er meðal þeirra listamanna sem eru með verk á sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld. Sýningaropnun er í Hafnarhúsinu á laugardaginn klukkan 16:00.
Ragnar Kjartansson er meðal þeirra listamanna sem eru með verk á sýningunni Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld. Sýningaropnun er í Hafnarhúsinu á laugardaginn klukkan 16:00. JOHN PARRA/WIREIMAGE FYRIR MOCA

Listasafn Reykjavíkur opnar veglega yfirlitssýningu í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardag þar sem íslenskar myndlistarstjörnur samtímans leika lykilhlutverk. Sýningin ber heitið Kviksjá: Íslensk myndlist á 21. öld og verður þar til sýnis úrval af þeim verkum sem Listasafnið hefur eignast síðustu tvo áratugi.

Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Ragnar Kjartansson, Shoplifter (Hrafnhildur Arnardóttir), Elín Hansdóttir, Ólafur Elíasson, Gabríela Friðriksdóttir, Katrín Sigurðardóttir og Birgir Andrésson, svo einhver séu nefnd.

Í spilaranum hér að neðan má sjá frá sýningunni Chromo Sapiens eftir Shoplifter sem var um stund í Hafnarhúsinu: 

Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur, er sýningarstjóri. Í fréttatilkynningu segir:

„Verk sýningarinnar gefa innsýn inn í þá breidd og þær áherslur sem hafa verið að mótast og gerjast í íslensku listalífi frá aldamótum 2000 til dagsins í dag.

Á sýningunni er að finna listaverk úr safneigninni, eitt verk fyrir hvert ár frá 2000 til dagsins í dag. Sjá má verk eftir marga af fremstu samtímalistamönnum þjóðarinnar, viðamiklar innsetningar og umfangsminni verk. Verkin eru sum hver vel þekkt og vinsæl en nokkur hafa sjaldan verið sýnd og gætu komið safngestum á óvart.

Valinn verður einn listamaður fyrir hvert ár 21. aldarinnar og tekur sýningin breytingum strax í haust þegar kviksjánni verður snúið og nokkur verk víkja fyrir öðrum, allt til þess gert að sýningin verði fjölbreyttari og gaman verði að sækja safnið heim aftur og aftur.“

Sýningaropnun er klukkan 16:00 næstkomandi laugardag og mun Ragnheiður Jónsdóttir, myndlistarmaður og handhafi heiðursverðlauna Myndlistarráðs, opna sýninguna. Þá mun Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður flytja tónlistaratriði.

Í spilaranum hér að neðan má sjá Ragnar Kjartansson og Davíð Þór Jónsson flytja lagið We're Not Gonna Take it á friðartónleikum til styrktar Úkraínu í Hallgrímskirkju árið 2022:

„Sýningin er sú þriðja í sýningarröðinni Kviksjá sem er liður í því að varpa ljósi á safneign Listasafns Reykjavíkur. Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýningin Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld og fyrr á árinu var í Hafnarhúsinu sýningin Kviksjá erlendrar myndlistar,“ segir einnig í fréttatilkynningu frá safninu.


Tengdar fréttir

Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu

„Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI.

Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot

Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi.

Ragnar Kjartansson og Kári Stefánsson á friðartónleikum

Boðað hefur verið til friðartónleika í Hallgrímskirkju klukkan 18 á morgun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Elín hlaut bjartsýnisverðlaunin

Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru árleg menningarverðlaun sem eiga sér langa sögu. Þau voru veitt í þrítugasta og sjötta skipti á Kjarvalsstöðum annan janúar.

500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu

Unnið er að því að koma upp ríflega einu tonni af hári í rými Listasafns Reykjavíkur. Listamaðurinn líkir verkinu við fimm hundruð fermetra hárgreiðslu.

Ólafur lýsir upp Sigurbogann

Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020.

Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða

Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×