Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum í Brasilíu fór Gabriela Cavallin, fyrrverandi kærasta leikmannsins, til lögreglu í gær – mánudag – og gaf skýrslu. Kemur fram að hún hafi sýnt lögreglunni myndir sem sýndu bæði sár sem leikmaðurinn á að hafa orsakað sem og skjáskot af skilaboðum þar sem hann hafði í hótunum.
Samkvæmt ESPN í Brasilíu er um að ræða fjögur atvik:
- Það fyrsta var í júlí á síðasta ári þegar Cavallin var komin 17 vikur á leið. Hún missti fóstrið síðar meir.
- Annað atvik átti sér stað í janúar þar sem hann réðst að henni. Á endanum hlúðu tveir af læknum Manchester United að henni.
- Þriðja atvikið sneri að því þegar Antony skemmdi síma hennar og réðst að henni.
- Fjórða atvikið átti sér stað í maí samkvæmt ESPN í Brasilíu. Ku Antony hafa hringt í hana og hótað því að drepa hana ef hann sæi hana með öðrum karlmönnum.
ESPN Brasil:
— Brasil Football (@BrasilEdition) June 6, 2023
Timeline of the reported aggressions from Antony towards his former girlfriend:
July 2022: Antony pulled her out of a party, grabbing her arm and hair. He then pushed her into his car. She was 17 weeks pregnant at the time.
Jan 2023: Antony assaulted her out
Antony er 23 ára gamall og gekk í raðir Manchester United sumarið 2022 eftir að hafa blómstrað hjá Ajax í Hollandi. Hvorki Man United né Antony sjálfur hafa tjáð sig um málið.
Man Utd er með rannsókn í gangi á máli Mason Greenwood en leikmaðurinn hefur ekki spilað eftir að hafa verið kærður fyrir nauðgun og haft í hótunum við þáverandi kærustu sína. Málið var látið niður falla en Man Utd hefur gefið út að hann spili ekki fyrr en rannsókn félagsins sé lokið.