Viðskipti innlent

Breyta merkinu án ótta við hæðni net­verja

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gamla krónumerkið við hlið þess nýja. 
Gamla krónumerkið við hlið þess nýja.  Krónan

Nýtt útlit lágvöruverslunarinnar Krónunnar var frumsýnt í dag. Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Krónunnar segir mikla spennu ríkja fyrir breytingunum og segist ekki hræðast gagnrýni netverja á nýja merkinu.

„Krónan í dag er þekkt fyrir svo margt annað en bara að vera lágvöruverslun sem er ennþá okkar sterkasti kjarni,“ segir Daði. Hann segir mikilvægt að útlit Krónunnar þróist í takt við breyttar áherslur en merkið var uppfært í samstarfi við Brandenburg auglýsingastofuna.

„Þetta er útkoman. Nú erum við komin með stílhreinna útlit sem talar við nútímalegan blæ og útlit Krónunnar,“ segir Daði. Auk merkisins var útlit leturs og litapallettu uppfært, eins og sjá má á Medium síðu Brandenburgar.

Þróun vörumerkisins frá stofnun Krónunnar. Krónan

Aðspurður segist Daði ekki hræðast hispurslausa gagnrýni netverja eins og skeði fyrir tæpum tveimur árum þegar Bónusgrísinn fékk yfirhalningu. „Ég fagna umræðunni og hlakka til að sjá hvað fólki finnst.“


Tengdar fréttir

Mat­vöru­gátt þriggja verslana opnar brátt

Neytendur munu geta borið saman verð á matvælum í sérstakri Matvörugátt sem opnuð verður innan fárra daga. Þrjár verslanir eru þátttakendur í verkefninu.

Bónus lengir opnunar­tíma og gefur grísnum yfir­halningu

Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×