Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 17:00 Óvenjuleg hátterni lirfa haustfetans í Hafnarfirði hefur vakið mikla athygli. Facebook/Samsett Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands
Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira