Innlent

Rostungurinn er farinn

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Rostungurinn á Álftanesi vakti mikla athygli og margir vildu sjá hann.
Rostungurinn á Álftanesi vakti mikla athygli og margir vildu sjá hann. Vísir/Vilhelm

Rostungurinn sem legið hefur í fjörunni í Álftanesi í dag hefur synt aftur út á haf út samkvæmt sjónarvottum. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn.

Áður en hann flatmagaði á Álftanesi í nokkra klukkutíma hafði hann synt í höfninni í Hafnarfirði.

Matvælastofnun varaði fólk við því að koma nálægt rostungnum. Rostungar geta farið hratt yfir og slasað fólk. Einnig geta þeir borið með sér framandi smitsjúkdóma.

Lögregla hefur einnig varað fólk við að koma of nálægt rostungnum.


Tengdar fréttir

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi

Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×