Áður en hann flatmagaði á Álftanesi í nokkra klukkutíma hafði hann synt í höfninni í Hafnarfirði.
Matvælastofnun varaði fólk við því að koma nálægt rostungnum. Rostungar geta farið hratt yfir og slasað fólk. Einnig geta þeir borið með sér framandi smitsjúkdóma.
Lögregla hefur einnig varað fólk við að koma of nálægt rostungnum.