Mengunin er af völdum mikilla skógarelda sem nú brenna í Kanada og er ástandið afar slæmt í stórborginni New York í Bandaríkjunum. Dreifing gríma hefst í dag í borginni og yfirvöld í Kanada hvetja sitt fólk til að nota grímu utandyra.
Í New York var stórum íþróttakappleikjum sem áttu að fara fram í gær frestað um einn dag vegna ástandsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Fólki er ráðlagt að reyna ekki á sig líkamlega utandyra.
Óttast er að ástandið muni vara áfram næstu daga, jafnvel fram yfir helgi. Flestir brenna eldarnir í Quebec fylki, eða um 150 talsins og þar hafa 15 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.