Viðskipti innlent

Ráðinn for­stöðu­maður nýrrar deildar hjá Lands­virkjun

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sveinbjörn Finnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar hjá Landsvirkjun.
Sveinbjörn Finnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun

Sveinbjörn Finnsson hefur verið ráðinn forstöðumaður nýrrar deildar Verkefnaþróunar hjá Landsvirkjun á sviði Viðskiptaþróunar og nýsköpunar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun.

Þar segir að þessi nýja deild leiði þróun verkefna í tengslum við endurnýjanlega raforkuvinnslu erlendis og rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Enn fremur segir að í starfsemi deildarinnar felist tækifæri fyrir Landsvirkjun til að taka virkan þátt í orkuskiptum á Íslandi og erlendis.

Sveinbjörn er með M.Sc. gráðu í orkuverkfræði frá ETH í Zürich og alþjóðlega IPMA vottun í verkefnastjórnun. Hann hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2015 sem sérfræðingur í viðskiptagreiningu og hefur síðustu tvö ár starfað sem viðskiptaþróunarstjóri.

Þá segir í tilkynningunni að Sveinbjörn muni leiða teymi sem fer fyrir verkefnum tengdum orkuskiptum. Á Íslandi sé Landsvirkjun þegar að þróa verkefni sem snúa að framleiðslu vetnis og metanóls fyrir orkuskipti. Erlendis taki fyrirtækið virkan þátt í uppbyggingu endurnýjanlegrar raforkuvinnslu með samstarfsaðilum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×