Gísli Þorgeir sneri aftur þegar Magdeburg tryggði sér Meistaradeildarsæti Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 18:55 Gísli Þorgeir Kristjánsson er kominn aftur á völlinn eftir meiðsli. Vísir/Getty Gísli Þorgeir Kristjánsson sneri nokkuð óvænt aftur á völlinn með Magdeburg þegar liðið vann öruggan sigur á Stuttgart á heimavelli í dag. Magdeburg eygir enn von um þýska titilinn. Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað. Þýski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Gísli Þorgeir meiddist á ökkla í byrjun maímánuðar og var búist við að hann yrði frá keppni út tímabilið. Magdeburg átti þá í harðri baráttu um þýska titilinn sem og sæti í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar og meiðsli Gísla Þorgeirs töluvert áfall, ekki síst í ljósi þess að Ómar Ingi Magnússon spilar ekki meira með á tímabilinu vegna meiðsla. Það kom því nokkuð á óvart þegar Magdeburg tilkynnti fyrir leikinn gegn Stuttgart í dag að Gísli Þorgeir væri í leikmannahópi liðsins. Hann kom við sögu strax í fyrri hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn. Sigur Magdeburg í dag var þægilegur og liðið náði meðal annars tíu marka forskoti í síðari hálfleik. Gísli Þorgeir skoraði þrjú mörk í 31-27 sigri og Magdeburg nú búið að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hinn slóvenski Marko Bezjak var hylltur af stuðningsmönnum Magdeburg í lok leiks og fékk að skora síðasta mark leiksins þar sem varnarmenn Stuttgart hleyptu honum í gegnum vörnina. Bezjak var að leika sinn síðasta heimaleik fyrir Magdeburg eftir langan feril. Magdeburg eygir ennþá von um að skáka Kiel í baráttunni um þýska titilinn. Sú von er þó veik því liðið er tveimur stigum á eftir Kiel í töflunni og með töluvert lakara markahlutfall þegar aðeins ein umferð er eftir af deildakeppninni. Lærisveinar Heiðmars með góðan sigur Fleiri Íslendingar voru í eldlínunni í dag. Sveinn Jóhannsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem tapaði 32-19 á útivelli gegn Hannover-Burgdorf. Minden er fallið úr deildinni en Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við þjálfun liðsins að tímabilinu loknu. Heiðmar Felixson er þjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti þýsku deildarinnar. Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu 33-28 á heimavelli gegn Flensburg. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Flensburg sem er í fjórða sæti deildarinnar og búið að tryggja sér Evrópusæti. Erlangen er í þrettánda sæti. Þá mætti Íslendingalið Gummersback liði Göppingen á heimavelli. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersback sem hefur gert góða hluti á tímabilinu sem nýliðar í deildinni. Gummersback vann góðan 35-32 heimasigur og er í tíunda sæti deildarinnar. Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersback í dag en Hákon Daði Styrmisson komst ekki á blað.
Þýski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira