Ný ákæra í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2023 09:58 Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru ákærðir fyrir tilraun og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Ákærunni var vísað frá bæði í héraði og Landsrétti en nú ætlar héraðssakskónari að gefa út nýja ákæru. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti. Karl Ingi Vilbergsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran hafi ekki verið birt þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni en það verði gert á mánudag þegar hún verður þingfest. „Þessi ákæra er sniðin að þeim athugasemdum sem gerðar voru í Landsrétti“segir Karl Ingi við fréttastofu. Embætti hans fékk sjö vikna frest í mars til að taka afstöðu til útgáfu nýrrar ákæru. „Við byrjum á því að fá afstöðu til ákærunnar og svo ræðst framhaldið af því.“ Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur, sem fjölluðu um hryðjuverk og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Eftir stóðu ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Verða málin tvö sameinuð og rekin sem eitt mál fyrir hérasðdómi. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í brotinu. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Meirihlutinn taldi hins vegar að ákæruvald hafi þurft að tilgreina mun skýrar hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Karl Ingi Vilbergsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran hafi ekki verið birt þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni en það verði gert á mánudag þegar hún verður þingfest. „Þessi ákæra er sniðin að þeim athugasemdum sem gerðar voru í Landsrétti“segir Karl Ingi við fréttastofu. Embætti hans fékk sjö vikna frest í mars til að taka afstöðu til útgáfu nýrrar ákæru. „Við byrjum á því að fá afstöðu til ákærunnar og svo ræðst framhaldið af því.“ Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur, sem fjölluðu um hryðjuverk og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Eftir stóðu ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Verða málin tvö sameinuð og rekin sem eitt mál fyrir hérasðdómi. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í brotinu. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Meirihlutinn taldi hins vegar að ákæruvald hafi þurft að tilgreina mun skýrar hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45
Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01