Alþingismenn ganga út í sumarið í dag og við gerum upp þingveturinn í beinni. Þá verður rætt við Björn Zoega sem hefur snúið við rekstri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð og er nú formaður stjórnar Landspítalans. Hann telur of marga starfsmenn spítalans sinna öðru en þjónustu við sjúklinga.
Þá heyrum við í Íslendingi í New York um loftmengunina sem hefur verið yfir austurhluta Bandaríkjanna og verðum í beinni frá vorballi línudansara.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.