„Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2023 10:00 Sigurður Pálsson forstjóri BYKO segir að í heimilisverkum komi Meyjan oft fram í honum og þá eigi hann það jafnvel til að ganga of langt. Sigurður er langt komin með nám í húsasmíði, segist gefa sér 9 í einkunn fyrir ýmsa vinnu heima fyrir en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan frekar segja: „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt.“ Vísir/Vilhelm Heima hjá Sigurði Pálssyni forstjóra BYKO er ófrávíkjanleg regla að allir borða saman og þá er oftar en ekki spurt „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Sigurður segist telja að hann fái 9 í einkunn þegar kemur að ýmsu heima fyrir, en viðurkennir að eflaust myndi eiginkonan svara spurningunni aðeins öðruvísi en hann. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna nánast alla daga rétt fyrir klukkan sjö, svo hringir vekjarklukkan í símanum 07:18, þegar ég er í sturtunni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að fara í sturtu. Því næst að fá sér fyrsta kaffibolla dagsins og einn slurk af Lýsi, samhliða því að renna yfir fjölmiðlana og dagskrá dagsins hjá mér í vinnu. Þarna á ég eina af mínum betri kyrrðarstundum einn með kaffibollann í rólegheitum í góðar 20 mínútur. Þá er komið að því að vekja tvo yngstu syni mína og senda inn fyrsta vakningakallið og segi við þá góðan dag gullin mín, komin nýr og fallegur dagur. Sá yngri myndi skilgreinast sem A týpa því hann rís upp og hefur undirbúning að deginum. Sá eldri þarf að minnsta kosti þrjár til fjórar heimsóknir þar sem hann sofnar strax aftur. Þegar ég segi við hann, jæja það eru fimmtán mínútur í skólann þá rís hann upp á mettíma og græjar sig til með morgunmat og því sem til þarf í skólann. Það heyrir til algjörar undantekningar að hann fái merkt seint í mætingu.“ Hvað myndi fjölskyldan gefa þér í einkunn sem handlaginn heimilisfaðir? „Í algjörri hreinskilni kæmi það mér á óvart að fá einkunn undir 9,0. Ég reyni eftir fremsta megni að taka þátt í öllu sem kemur að heimilishaldi og vera til staðar, hvort sem um ræðir matseld, garðurinn, tómstundastarfi og skóli barna. Oftar en ekki kemur Meyjan fram í mér þegar kemur að heimilishaldi þar sem ég geng ef til vill of langt. Síðast fékk vinsamlega ábendingu þegar ég ákvað að þrífa baðherbegið með bílaþvottakústi. Þarna var ég fyrst og fremst að hugsa um hagræðingu, vinnusparnað en gefa engan afslátt af væntri niðurstöðu. Mitt eigið uppeldi snérist um að leita lausna við verkefnum í stað þess að fallast hendur, ganga beint í verkin án ótta. Ég geri það í öllum tilfellum þegar kemur að viðhaldi, endurbótum og svo framvegis. Svo er það líka bara í fínu lagi að gera mistök því án þeirra er fólk í raun ekki að gera neitt. Svo er ég langt kominn með nám í húsasmíði sem fleytir mér heldur betur áfram þegar kemur að viðhaldsverkefnum. Hins vegar er það tíminn sem er takmarkandi sem leiðir oft til seinkunar á tilteknum verkefnum. Mér finnst skemmtilegt að finna út úr verkefnum og leysa. Ég skal þó alveg viðurkenna það að verkefnalistinn er síður en svo tómur, sjálfsagt mun hann aldrei tæmast. Konan mín mynd sjálfsagt svara þessari spurningu svona: „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Í skipulagi er Sigurður með lifandi verkefnaskjal og í hverri viku tekur hann frá sérstakan tíma sem hann kallar leiðtogatíma. Utan vinnu er hann að undirbúa gestahús við sumarhúsið en segir byggingareglugerðina íþyngjandi. Sigurður stundar alls kyns hreyfingu og framundan er að ganga í kringum fjallið Mont Blanc. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Starfið mitt er ákaflega fjölbreytt, ég er öllu jafna með marga bolta á lofti úr mjög ólíkum áttum. Í grunninn snýst mitt starf um að tryggja farsæla framtíða BYKO í samstarfi við þá öflugu liðsheild sem starfar hjá BYKO. Við erum að koma upp úr mjög umfangsmikilli stefnumótunarvinnu þar sem framtíðarsýnin hefur verið sett. „Að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinar í framkvæmdum og fegrun heimilisins“ Að innleiða stefnuna og öll þau verkefni sem því fylgir er fyrirferðarmikið á mínu borði þessa dagana. Til skamms tíma eru óneitanlega rauð flögg á lofti hvað efnahagsumhverfið varðar. Ég vona hins vegar að ríki, borg og sveitarfélög átti sig á sínu hlutverki í þeirri stöðu. Við þekkjum öll söguna og núna er tækifærið að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig hvað varðar íbúðamarkaðinn. Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju við erum sífellt að lenda í þessari stöðu, það er ekki nokkur skynsamleg ástæða fyrir því. Verkefnið snýst um að úthluta lóðum, brjóta upp land, gefa verktökum svigrúm til að byggja upp í eftirspurnina og þær þarfir sem markaðurinn kallar eftir, þannig náum við fram stöðugleika. Þó horfum við hjá BYKO bjartsýn fram á veginn og mörg jákvæð teikn eru á lofti. Fólk er í framkvæmdum hvort um ræðir fagaðilar eða einstaklinga. Pallasmíði, fegra garðinn og heimilið er umfangsmikið þessa dagana, enda má alveg færa góð rök fyrir því að fara í framkvæmdir dag til dæmis verð á sólpalli hefur lækkað um rúm 15% á milli ára. Mitt starf snýst um fólk sem felur í sér að ná fram því besta hjá hverjum og einum. Persónulega er ég að undirbúa gestahús við sumarhúsið okkar, vinna mig í gegnum þungt og íþyngjandi regluverk byggingareglugerðar. Hreyfing spilar einnig stórt hlutverk í mínu lífi, sem að mínu mati er undirstaða góðra líðan og það að geta tekist á við erfið verkefni og unnið undir álagi. Mér finnst mjög gaman að taka hinar ýmsu áskoranir þegar kemur að hreyfingu og hinum ýmsu íþróttagreinum. Hvort sem um ræðir skíðagöngu, fjallahlaup, hjólreiðar. Skemmtileg áskorun sem er til dæmis framundan er að ganga í kringum hið mikilfenglega fjall Mont Blanc.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Frábær spurning. Ég er á milli kerfa, Asana, Outlook, TEAMS/ Planner og pappírsins. Forgangsröðun verkefna er ákaflega mikilvægt, dvelja ekki of lengi við ákvarðanatöku og á sama tíma velja orusturnar. Á mánudögum horfi ég yfir vikuna eins og hún birtist mér þar en getur auðveldlega tekið fljótt breytingum. Á hverjum morgni horfi ég inn í daginn og set mér markmið fyrir daginn. Ég er með lifandi verkefnaskjal sem nær yfir daginn, vikuna og mánuðinn. Það hvetur mig áfram að hafa sýnilegt verkefnaborð þar sem ég get strikað yfir verkefni sem eru kláruð. Ég úthluta alltaf í hverri viku tíma sem ég kalla „leiðtogatími“ sem ég nota í verkefni sem krefst næðis og einbeitingar. Ég reyni eftir fremsta megni að hafa föstudaga fundarlausa og nota þá daga til að klára það sem út af stóð í þeirri viku, ég er að gera að mörgu leyti upp vikuna á föstudögum. Mér finnst gott að fara inn í helgina með nokkuð hreint borð. Ég hef oft sagt að mitt starf er lífstíll, ég er beint og óbeint stöðugt að velta fyrir mér hinum ýmsu verkefnum og tækifærum. Ég segi á meðan fólk finnur fyrir gleði og ástríðu þá er það í fínu lagi. Þó er mikilvægt að þjálfa upp þá færni að geta skilið við og fært hugann frá vinnu þegar við á. Mér hefur bara tekist ágætlega að þjálfa þann eiginleika.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt að sofa kringum ellefu. Mér finnst reyndar kvöldin frábær tími, það er eitthvað við kvöldin sem mér finnst notalegt. Á þeim tíma sameinast öll fjölskyldan og mjög innihaldsrík samtöl eiga sér stað. Dagurinn gerður upp hjá öllum. Það er ófrávíkjanleg regla hjá okkur að kvöldmatur er sameiginleg stund fjölskyldunnar. Við matarborðið gengur oft sú spurning á milli fjölskyldumeðlima, „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna nánast alla daga rétt fyrir klukkan sjö, svo hringir vekjarklukkan í símanum 07:18, þegar ég er í sturtunni.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að fara í sturtu. Því næst að fá sér fyrsta kaffibolla dagsins og einn slurk af Lýsi, samhliða því að renna yfir fjölmiðlana og dagskrá dagsins hjá mér í vinnu. Þarna á ég eina af mínum betri kyrrðarstundum einn með kaffibollann í rólegheitum í góðar 20 mínútur. Þá er komið að því að vekja tvo yngstu syni mína og senda inn fyrsta vakningakallið og segi við þá góðan dag gullin mín, komin nýr og fallegur dagur. Sá yngri myndi skilgreinast sem A týpa því hann rís upp og hefur undirbúning að deginum. Sá eldri þarf að minnsta kosti þrjár til fjórar heimsóknir þar sem hann sofnar strax aftur. Þegar ég segi við hann, jæja það eru fimmtán mínútur í skólann þá rís hann upp á mettíma og græjar sig til með morgunmat og því sem til þarf í skólann. Það heyrir til algjörar undantekningar að hann fái merkt seint í mætingu.“ Hvað myndi fjölskyldan gefa þér í einkunn sem handlaginn heimilisfaðir? „Í algjörri hreinskilni kæmi það mér á óvart að fá einkunn undir 9,0. Ég reyni eftir fremsta megni að taka þátt í öllu sem kemur að heimilishaldi og vera til staðar, hvort sem um ræðir matseld, garðurinn, tómstundastarfi og skóli barna. Oftar en ekki kemur Meyjan fram í mér þegar kemur að heimilishaldi þar sem ég geng ef til vill of langt. Síðast fékk vinsamlega ábendingu þegar ég ákvað að þrífa baðherbegið með bílaþvottakústi. Þarna var ég fyrst og fremst að hugsa um hagræðingu, vinnusparnað en gefa engan afslátt af væntri niðurstöðu. Mitt eigið uppeldi snérist um að leita lausna við verkefnum í stað þess að fallast hendur, ganga beint í verkin án ótta. Ég geri það í öllum tilfellum þegar kemur að viðhaldi, endurbótum og svo framvegis. Svo er það líka bara í fínu lagi að gera mistök því án þeirra er fólk í raun ekki að gera neitt. Svo er ég langt kominn með nám í húsasmíði sem fleytir mér heldur betur áfram þegar kemur að viðhaldsverkefnum. Hins vegar er það tíminn sem er takmarkandi sem leiðir oft til seinkunar á tilteknum verkefnum. Mér finnst skemmtilegt að finna út úr verkefnum og leysa. Ég skal þó alveg viðurkenna það að verkefnalistinn er síður en svo tómur, sjálfsagt mun hann aldrei tæmast. Konan mín mynd sjálfsagt svara þessari spurningu svona: „Hann gerir allt…. nema það sem honum finnst leiðinlegt“ Í skipulagi er Sigurður með lifandi verkefnaskjal og í hverri viku tekur hann frá sérstakan tíma sem hann kallar leiðtogatíma. Utan vinnu er hann að undirbúa gestahús við sumarhúsið en segir byggingareglugerðina íþyngjandi. Sigurður stundar alls kyns hreyfingu og framundan er að ganga í kringum fjallið Mont Blanc. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Starfið mitt er ákaflega fjölbreytt, ég er öllu jafna með marga bolta á lofti úr mjög ólíkum áttum. Í grunninn snýst mitt starf um að tryggja farsæla framtíða BYKO í samstarfi við þá öflugu liðsheild sem starfar hjá BYKO. Við erum að koma upp úr mjög umfangsmikilli stefnumótunarvinnu þar sem framtíðarsýnin hefur verið sett. „Að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinar í framkvæmdum og fegrun heimilisins“ Að innleiða stefnuna og öll þau verkefni sem því fylgir er fyrirferðarmikið á mínu borði þessa dagana. Til skamms tíma eru óneitanlega rauð flögg á lofti hvað efnahagsumhverfið varðar. Ég vona hins vegar að ríki, borg og sveitarfélög átti sig á sínu hlutverki í þeirri stöðu. Við þekkjum öll söguna og núna er tækifærið að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig hvað varðar íbúðamarkaðinn. Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju við erum sífellt að lenda í þessari stöðu, það er ekki nokkur skynsamleg ástæða fyrir því. Verkefnið snýst um að úthluta lóðum, brjóta upp land, gefa verktökum svigrúm til að byggja upp í eftirspurnina og þær þarfir sem markaðurinn kallar eftir, þannig náum við fram stöðugleika. Þó horfum við hjá BYKO bjartsýn fram á veginn og mörg jákvæð teikn eru á lofti. Fólk er í framkvæmdum hvort um ræðir fagaðilar eða einstaklinga. Pallasmíði, fegra garðinn og heimilið er umfangsmikið þessa dagana, enda má alveg færa góð rök fyrir því að fara í framkvæmdir dag til dæmis verð á sólpalli hefur lækkað um rúm 15% á milli ára. Mitt starf snýst um fólk sem felur í sér að ná fram því besta hjá hverjum og einum. Persónulega er ég að undirbúa gestahús við sumarhúsið okkar, vinna mig í gegnum þungt og íþyngjandi regluverk byggingareglugerðar. Hreyfing spilar einnig stórt hlutverk í mínu lífi, sem að mínu mati er undirstaða góðra líðan og það að geta tekist á við erfið verkefni og unnið undir álagi. Mér finnst mjög gaman að taka hinar ýmsu áskoranir þegar kemur að hreyfingu og hinum ýmsu íþróttagreinum. Hvort sem um ræðir skíðagöngu, fjallahlaup, hjólreiðar. Skemmtileg áskorun sem er til dæmis framundan er að ganga í kringum hið mikilfenglega fjall Mont Blanc.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Frábær spurning. Ég er á milli kerfa, Asana, Outlook, TEAMS/ Planner og pappírsins. Forgangsröðun verkefna er ákaflega mikilvægt, dvelja ekki of lengi við ákvarðanatöku og á sama tíma velja orusturnar. Á mánudögum horfi ég yfir vikuna eins og hún birtist mér þar en getur auðveldlega tekið fljótt breytingum. Á hverjum morgni horfi ég inn í daginn og set mér markmið fyrir daginn. Ég er með lifandi verkefnaskjal sem nær yfir daginn, vikuna og mánuðinn. Það hvetur mig áfram að hafa sýnilegt verkefnaborð þar sem ég get strikað yfir verkefni sem eru kláruð. Ég úthluta alltaf í hverri viku tíma sem ég kalla „leiðtogatími“ sem ég nota í verkefni sem krefst næðis og einbeitingar. Ég reyni eftir fremsta megni að hafa föstudaga fundarlausa og nota þá daga til að klára það sem út af stóð í þeirri viku, ég er að gera að mörgu leyti upp vikuna á föstudögum. Mér finnst gott að fara inn í helgina með nokkuð hreint borð. Ég hef oft sagt að mitt starf er lífstíll, ég er beint og óbeint stöðugt að velta fyrir mér hinum ýmsu verkefnum og tækifærum. Ég segi á meðan fólk finnur fyrir gleði og ástríðu þá er það í fínu lagi. Þó er mikilvægt að þjálfa upp þá færni að geta skilið við og fært hugann frá vinnu þegar við á. Mér hefur bara tekist ágætlega að þjálfa þann eiginleika.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég fer yfirleitt að sofa kringum ellefu. Mér finnst reyndar kvöldin frábær tími, það er eitthvað við kvöldin sem mér finnst notalegt. Á þeim tíma sameinast öll fjölskyldan og mjög innihaldsrík samtöl eiga sér stað. Dagurinn gerður upp hjá öllum. Það er ófrávíkjanleg regla hjá okkur að kvöldmatur er sameiginleg stund fjölskyldunnar. Við matarborðið gengur oft sú spurning á milli fjölskyldumeðlima, „Hvað var það skemmtilegasta sem gerðist hjá þér í dag?“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01 Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01 Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Vaknar með Heimi og Gulla en dreymir um að fara í ræktina Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish segist vakna með Heimi og Gulla á morgnana klukkan sjö, liggur þá og dormar um stund en dreymir um að vera týpan sem drífur sig fram úr og í ræktina. 3. júní 2023 10:01
Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. 27. maí 2023 10:01
Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01
Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00
Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01