Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 13:37 Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, segir samtökin gleðjast yfir því að frumvarp um bann við bælingarmeðferðum hafi loks verið samþykkt. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær. Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær.
Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48
Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15