Keypti eftirlíkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2023 09:02 Bobby Fischer og Boris Spasskí ganga frá tafli á sviði Laugardalshallar 1972. Til hliðar má svo sjá tvö skákborð. Það efra er nánast örugglega það borð sem þeir tefldu 3. skákina á og svo skákir 7-21. Hin myndin er af borði Siegels, sem er replica eða eftirlíking. Vísir/vilhelm/Skáksamband Íslands Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum. Það sem meira er, svo virðist sem Siegel sitji uppi með taflborðið. Hann stefndi seljanda en afar athyglisverður og ítarlegur dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun mánaðarins á þá leið að seljandinn Páll G. Jónsson, oftast kenndur við Pólaris, hafi mátt selja borðið. Þá á þeim forsendum að Siegel hafi ekki getað sýnt fram á að Páll hafi ekki verið í góðri trú með að þetta væri borðið sem teflt var á í einvíginu „er hann gekk frá sölu á skáksettinu til stefnanda í nóvember 2012,“ segir í dómsorði Ástríðar Grímsdóttur héraðsdómara. Þannig keypti Bandaríkjamaðurinn köttinn í sekknum. Hann hefur nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. Siegel ætlar ekki að sitja uppi með Svarta-Pétur Lögmaður Siegels, Sveinbjörn Claessen, staðfestir það í samtali við Vísi. Hann segir málið margslungið, reyndar bráðskemmtilegt og athyglisvert. Og hann telur dóminn heilt yfir ágætlega unninn en gerir athugasemdir við niðurlagið. Noah Siegel ásamt Lindsay Kavcic í opnunarteiti í New York í fyrra. Hann vill ekki una því að sitja uppi með eftirlíkingu eða replicu þegar hann hélt að hann væri að kaupa borðið sem teflt var á.Getty/Michael Ostuni/Patrick McMullan En ekki aðeins er því hafnað að Siegel fái kaupsamningnum rift heldur er honum gert að greiða Páli í Pólaris 2,4 milljónir króna í málskostnað. „Hann telur sig hafa undir höndum borð sem nú liggur fyrir að er ekki borð sem teflt var á, á sviði Laugardalshallarinnar,“ segir Sveinbjörn. Skjólstæðingur hans telji hinn lögfræðilega rökstuðning ekki ganga upp. Og líti svo á að hann sitji uppi með borð sem hann gaf 26,5 milljónir fyrir en sé harla lítils virði. „Hann er ekki með borðið sem teflt var á og verðgildið var með þeim formerkjum að þetta væri borðið, eina sanna, eða platan. Þetta er ein af eftirlíkingunum, eða „replicunum“. Eftirgerð getur aldrei verið eins verðmæt. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Sveinbjörn. Hér getur að líta ljósmynd Vilhelms ljósmyndara Vísis af skákborðinu sem Noah Siegel keypti á tæpar 27 milljónir króna. Hann vill fá þeim kaupum rift í ljósi nýrra upplýsinga en dómarinn heldur ekki.vísir/vilhelm Eins og áður sagði er málið margslungið, flókið og má rekja upphaf þess allt aftur til ársins 1972. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um sögulegt mikilvægi einvígis aldarinnar milli Fischers og Spasskí sem fram fór í Laugardalshöll. Það er af sagnfræðingum sagt marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Þarna áttust við undrabarnið Fischer og svoSpasskí, skilgetið afkvæmi hins gríðarsterka sovéska skákskóla sem hafði svo gott sem einokað alþjóðlega skákheiminn í áratugi. Flækjustigið verulegt Í dómnum er rakið í löngu máli hvað varð um skákborðin sem notuð voru í einvíginu, en þau hafa vitaskuld sagnfræðilegt gildi. Flækjustig í málinu má meðal annars rekja til vandamála sem tengdust sérviskulegum kröfum Fischers og svo þess að Skáksambandi Íslands virðist hafa verið mislagðar hendur með að halda utan um munina sem einvíginu tengdust með skilmerkilegum hætti. Spasskí og Fischer að tafli í Laugardalshöll 1972. Duttlingar og sérviskulegar kröfur Fischers eru einn þáttur í að málið er með svo hátt flækjustig og raun ber vitni.Skáksamband Íslands Vitnað er til fréttar Morgunblaðsins frá 30. apríl 2012 þar sem greint er frá því að smíðuð hafi verið þrjú sett af skákborðum á sínum tíma og svo hliðarborðum, auk steinborðs sem er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Borðin voru smíðuð samkvæmt teikningum Gunnars Magnússonar húsgagnaarkítekts. Var eitt tréborðanna notað í einvíginu, nánar tiltekið í 3. skák einvígisins sem og í skákum 7-21. Hin tvö voru ekki notuð en árituð af skákmeisturunum. Þá er í dómnum vitnað til greinar Guðmundar G. Þórarinssonar sem birtist í Morgunblaðinu 3. maí 2012 en tilefni skrifa hans var umdeild sala hans sjálfs á taflmönnum sem notaðir voru í einvíginu auk borðs áritað af þeim Fischer og Spasskí. Þessa muni fékk hann sem gjöf frá Skáksambandinu fyrir starf sitt í tengslum við einvígið mikla. Guðmundur lét svo þessa muni frá sér vegna persónulegra fjárhagsvandræða með þeim orðum að honum þætti forkastanlegt að sjá munina fara úr land, en þá sendi hann til uppboðsfyrirtækisins Philip Weiss. Eins og smá í meðfylgjandi frétt Fréttablaðsins frá 23. mars 2011. Páll eignast tvö árituð skákborð Svo virðist sem þessi sala Guðmundar á gjöfum Skáksambandsins hafi orðið til að koma hreyfingu á þessi mál öll sem snúa að munum sem tengjast einvígi aldarinnar. Þessi grein Páls kom við sögðu í málinu en Páll hefur staðið í ströngu vegna þessara borða. Dómarinn taldi ekki hafa tekist að sanna að honum hefði átt að vera kunnugt um að borðið sem hann seldi Siegel hafi verið replica. En það verður að segjast að málið er í meira lagi þvælið. Í dómnum er efni áðurnefndrar greinar Guðmundar rakið en hann vitnar til bókar Þráins Guðmundssonar um sögu Skáksambandsins þar sem segir af sölu á taflmunum sem ætlað var að bjarga bágbornum fjárhag sambandsins. Borðunum átti að fylgja taflplatan, viðarplata, sem síðari hluti einvígisins var tefldur á. Þar segi að tilraunir Skáksambandsins að selja borðin erlendis hafi ekki borið árangur en þau voru meðal annars boðin Íranskeisara og háttsettum mönnum hjá Alþjóðaskáksambandinu. „Að lokum keypti Páll G. Jónsson bæði borðin með taflplötunum, viðarplötum sem áritaðar voru af Fischer og Spasskí, ásamt hliðarborðum, taflmönnum og klukku sem voru sömu gerðar og notað var í einvíginu. Páll styrkti þannig fjárhag sambandsins og hefur nú átt þessa hluti í nærfellt fjörutíu ár.“ Og: „Af bók Þráins og undirrituðum skjölum sem Sverrir hefur undir höndum má ráða að Páll hafi keypt taflplötuna sem 7.-21. skákin var tefld á. Þessi fjárvana áhugamannasamtök, Skáksambandið, seldu þennan grip fyrir nær fjörutíu árum í fjáröflunarskyni og freistuðu þess að selja hann úr landi,“ segir í grein Guðmundar. Páll kemur skákborði í verð fyrir fúlgur fjár Og enn er vitnað til gamalla blaðaskrifa um málið í dómnum, nú til greinar Páls sjálfs sem ritaði grein í Morgunblaðið 10. maí 2012 þar sem hann rekur sögu skáborðanna. Þar segir Páll meðal annars: „Árið 1974 ákvað Skáksamband Íslands að láta smíða tvær frumeftirgerðir af upphaflega borðinu í samráði við Gunnar, nákvæmlega eins í alla staði og úr sama viði.“ Páll greinir frá því að það hafi endað með því að hann eignaðist „bæði borðin“ 1976 og þau hafi síðan verið í hans vörslu. Sem notuð voru til sýninga og lánuð í einvígi Horts og Spasskí 1977. Ekki liggur fyrir í málinu hvað Páll greiddi Skáksambandinu fyrir borðin. Páll reyndi um þetta leyti að koma skákborðunum í verð og sendi annað þeirra á uppboð til Bruun Rasmussen uppboðshaldara í Kaupmannahöfn vorið 2012. En ekki fékkst að mati Páls viðunandi verð. Verulega athygli vakti þegar munir tengir einvígi aldarinnar rötuðu á uppboð hjá Bruun Rasmussen í Danmörku. Hér er skjáskot af frétt Morgunblaðsins um málið 30. apríl 2012. Það er svo í kjölfar þess að Noah Siegel, fjárfestir í New York, skákmaður og áhugamaður um þá hugaríþrótt, grennslast fyrir um borðið hjá Bruun. Til að gera langa sögu stutta samdist um kaup hans á einu skákborði, tveimur hliðarborðum, einu setti af Staunton-skákmönnum, einni Garde-skákklukku og einu áritaðu tréborði, 12. nóvember 2012. Vonar að uppboðsbrask sé nú að baki Lykilvitni í málinu er Helgi Ólafsson stórmeistari sem situr í stjórn Fischersetursins á Selfossi ásamt Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara og fleirum. „Það stendur eftir í málinu er að þetta uppboðsbrask er nú að baki og að rétt borð var aldrei boðið upp. Yfirgnæfandi líkur eru á að hið rétta borð, og það er haft eftir áreiðanlegum heimildum, sé í eigu og vörslu Skáksambands Íslands,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helga Ólafssyni stórmeistari sýndist, ásamt þeim Jóhanni Hjartarsyni og Jóni Gústafssyni, eitt og annað málum blandið varðandi borðið sem boðið var upp og kynnt sem borðið sem Fischer og Spasskí tefldu á í einvígi aldarinnar. Þeir fóru á stúfana og rannsökuðu málið.vísir/vilhelm Já! Hafi einhver haldið að þetta mál væri ekki orðið nógu flókið þá fer það fyrst nú að taka á sig reyfarakenndan blæ. Siegel hafði á ákveðnum tímapunkti viljað áframselja hið sögufræga borð sem hann taldi að væri Borð-ið, með stórum staf og greini, en þá kom babb í bátinn. Til stóð að bjóða borðið upp hjá Heritage auction í New York í nóvember 2016. En ekkert varð af sölu þó það hafi vakið athygli í skákheiminum að þarna væri sögufrægur hlutur falur. Efasemdir um uppruna vakna Þann 8. desember 2018, birti Helgi Ólafsson grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Hvar er skákborðið sem Fischer og Spasskí notuðu 16 sinnum?“ Helgi var og er eðlilega áhugasamur um þessa sögu alla og þeirra muna sem henni tengjast og hafði ásamt Jóhanni Hjartarsyni og Jóni Gústafssyni lagst í rannsóknir á málinu. Þeim sýndist sem hér færi eitt og annað milli mála. Grein sem Helgi skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 8. desember 2018 voru meðal gagna í málinu. Greinin hefði átt að valda straumhvörfum og gerði það á endanum en Helgi furðaði sig á því hversu lítil viðbrögð hún vakti. En meðfylgjandi var mynd í góðri upplausn, sem sjá má hér neðar, sem sýnir glögglega að rákirnar í viði reitanna liggja lóðrétt en ekki þversum eins og í replicunni. Í grein Helga er spurt hvort „rétt skákborð“ verið boðið upp hjá Heritage auction og þá Bruun Rasmussen á sínum tíma. Helgi segist telja að góð ljósmynd gæti leitt sannleikann í ljós en þær fáu myndir sem hann hefur komist yfir hafi ekki verið í nægjanlega góðri upplausn. Þá gerist það að við hann hefur samband gamall kunningi sem kom á fundi með honum og spænskum manni, Alberto Canagueral, sem skrifaði um einvígið fyrir spænsk blöð. Meðal vina sem Alberto eignaðist var Sigurður Jakobsson næturvörður í Laugardalshöll. Vinur næturvarðarins var Alberto Canagueral sem hér má sjá sitja við lokastöðuna í síðustu einvígisskák Fischers og Spasskí á sviði Laugardalshallarinnar. Þetta er í byrjun september 1972. Á myndinni sést að æðarnar í viði sem notaður er í reiti skákborðsins liggja langsum. Þessi mynd tekur af allan vafa, Siegel keypti köttinn í sekknum.sigurður jakobsson „Þegar kvölda tók fór Alberto stundum í Höllina til að heilsa upp á Sigurð. Myndin sem hann sendi mér frá Barcelona og fylgir þessari grein er tekin af sviðinu eftir að síðustu skákinni lauk. Tréborðið sem á voru tefldar skákirnar sextán er þarna í allri sinni dýrð,“ skrifar Helgi… „en takið eftir – línurnar á reitunum vísa í aðra átt. Enn er því fullkomin óvissa um það hvar tréborðið er niðurkomið.“ Siegel uppgötvar sér til skelfingar að hann keypti replicu Helgi segist í samtali við Vísi hafa furðað sig á því á sínum tíma að viðbrögð við grein hans hafi verið nákvæmlega engin. Þó myndin sem hann birti ætti að valda straumhvörfum í málinu öllu. Myndin sýndi að borð sem hafði ratað á uppboð og kynnt sem borðið eina og sanna væri það ekki, vegna æða í viði borðsins. Æðar rétta borðsins væru lóðréttar við rétta upphafsstöðu skákborðs en skákborðið áritaða væri hins vegar með æðum viðar sem lágu þversum. Helgi segir að eðlilegt hefði mátt ætla að einhver viðbrögð yrðu frá Skáksambandinu eða þeim sem voru að selja borðið en það hafi á þeim tíma verið alger þögn. Skáksnillingarnir árituðu ekki borðið sem þeir tefldu á en þeir árituðu hins vegar replicur sem gerðar voru og Skáksambandið taldi vera verðmæti í sem gætu ef til vill orðið til að bjarga fjárhagnum.vísir/vilhelm Fyrir tveimur árum, eða 2021, setti uppboðshaldari Noah Siegel, fulltrúi Heritage Aucton, sig í samband við Helga með milligöngu Fischersetursins. Hann hafði þá haft pata af því að hér væri eitthvað málum blandið er varðaði uppruna borðsins. Helgi fræddi hann um að rannsóknir hans hafi leitt í ljós að viðarplatan sem 3. skák sem og skákir 7-21 hafi ekki verið árituð. Borðið sem fylgdi þegar Guðmundur G. Þórarinsson seldi skákmenn sem notaðir voru í 3. skák væri eitt 15 viðarborða sem smíðuð voru vegna einvígisins. Það er svo í kjölfar þess að tvær grímur fara að renna á Siegel og hann stefndi Páli í kjölfarið og vill að kaupunum sé rift. Nú orðinn viss um að hann hafi keypt köttinn í sekknum. Rétta borðið kemur í leitirnar En hvar er þá hið rétta borð eins og Helgi spyr í áðurnefndri grein sinni? Svar við þeirri gátu virðist mega finna í dómsorði. Nánar tiltekið í vitnisburði Jóhanns Hjartarsonar sem hafði unnið að rannsókn ljósmyndar Albertos ásamt Helga og Jóni Gústafssyni. „Í október 2021 hafði vitnið fengið upplýsingar um að það væru skákbretti niðri í Skáksambandi og haft væri eftir Ásdísi Bragadóttur, framkvæmdastjóra Sambandsins til margra ára, að það bæri brettið sem notað var í einvíginu. Hafi hún haft þær upplýsingar frá Þráni Guðmundssyni, fyrrverandi forseta Skáksambandsins. Hér er mynd af taflborði sem nánast allar líkur eru á að sé það borð sem notað var í 3. skák í einvígi aldarinnar og svo í skákum 7-21. Það fannst í geymslu Skáksambandsins, vafið inn í rautt teppi og er nú að finna á Fischersetrinu á Selfossi. Við rannsókn á ljósmyndinni hafi komið í ljós að svo til nákvæmlega eins æðar hafi legið í reitum taflborðsins á ljósmyndinni og því taflborði sem væri í vörslu Fischersetursins. Borðið sé sérstakt að því leyti að það sé smíðaður rammi í kringum skákplötuna sem sé mjög sérstakt,“ segir í dómsorði. Fleiri báru vitni fyrir dómnum varðandi þetta atriði þar sem mynd af borðinu sem er nú á Fischersetrinu og mynd Albertos voru bornar saman; Jón Gústafsson, sem ólst upp hjá trésmiði og þekki þessi mál því vel sagði að reitir í báðum borðum hafi haft nákvæmlega eins æðar í viðnum, en æðar í viði séu eins og fingraför viðarins. Útilokað sé að framleiða eins viðarborð. Þá mætti Ásdís Bragadóttir í vitnastúku og greindi frá því að þegar hún hætti hjá Skáksambandinu 2019 hafi borðið enn verið í geymslu inni í rauðu teppi. „Lýsti vitnið taflborðinu þannig að það væri ekki alveg gegnheilt og rammi utan um borðið.“ Skáksambandið lukkulegt en Siegel ekki Ekki þarf frekari vitnanna við. Eða svo telur Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins vera en hann fylgdist vitaskuld grannt með málarekstrinum og niðurstöðu þess. „Hið raunverulega borð er nú á Fischersetri á Selfossi. Í eigu okkar. Í okkar vörslu. Sem er mjög skemmtilegt.“ Gunnar forseti Skáksambandsins ásamt þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni. Þó Gunnar varist að taka afstöðu til niðurstöðunnar í málinu er hann harla kátur með að rétta borðið sé komið í ljós og að það sé í eigu Skáksambands Íslands. Noah Siegel er ekki alveg eins kátur.stjórnarráðið Gunnar segir um afar sérstakt mál að ræða sem teygi rætur sínar langt aftur í tímann. Hann vill ekki lýsa skoðun á niðurstöðunni. Og telur reyndar að replican hljóti að vera einhvers virði. En umrædd plata, borðið sem Fischer og Spasskí tefldu á, sé óáritað og ekki eins veglegt og hin sem smíðuð voru. Nú sé dómarinn búinn að segja að Páll hafi ekki átt borðið sem notað var, en það sé til og í eigu sambandsins. „Við erum glöð með það.“ Sá sem hins vegar er ekki glaður með það er Noel Siegel sem ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Hann telur víst að Páll hljóti að hafa vitað að vafi léki á um að borðið væri hið eina sanna. Án þess að hafa nokkru sinni látið það í ljós við sig, að þar væru áhöld uppi um heldur þvert á móti gefið því staðfaslega undir fótinn að þetta væri platan sem taflmennirnir sem Fischer og Spasskí fóru höndum áttust við á. Á það verður látið reyna við áfrýjun málsins. Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Kalda stríðið Sovétríkin Bandaríkin Tengdar fréttir Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28. október 2022 20:08 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. 16. maí 2022 21:05 Fischer komst ekki í aðra skákina vegna ágangs ljósmyndara Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sá um Bobby Fischer og aðstoðarfólk þegar það dvaldi á Hótel Loftleiðum vegna einvígis aldarinnar. Hann segir hér sögu sem er mikilvægt púsl í söguna. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Það sem meira er, svo virðist sem Siegel sitji uppi með taflborðið. Hann stefndi seljanda en afar athyglisverður og ítarlegur dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun mánaðarins á þá leið að seljandinn Páll G. Jónsson, oftast kenndur við Pólaris, hafi mátt selja borðið. Þá á þeim forsendum að Siegel hafi ekki getað sýnt fram á að Páll hafi ekki verið í góðri trú með að þetta væri borðið sem teflt var á í einvíginu „er hann gekk frá sölu á skáksettinu til stefnanda í nóvember 2012,“ segir í dómsorði Ástríðar Grímsdóttur héraðsdómara. Þannig keypti Bandaríkjamaðurinn köttinn í sekknum. Hann hefur nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. Siegel ætlar ekki að sitja uppi með Svarta-Pétur Lögmaður Siegels, Sveinbjörn Claessen, staðfestir það í samtali við Vísi. Hann segir málið margslungið, reyndar bráðskemmtilegt og athyglisvert. Og hann telur dóminn heilt yfir ágætlega unninn en gerir athugasemdir við niðurlagið. Noah Siegel ásamt Lindsay Kavcic í opnunarteiti í New York í fyrra. Hann vill ekki una því að sitja uppi með eftirlíkingu eða replicu þegar hann hélt að hann væri að kaupa borðið sem teflt var á.Getty/Michael Ostuni/Patrick McMullan En ekki aðeins er því hafnað að Siegel fái kaupsamningnum rift heldur er honum gert að greiða Páli í Pólaris 2,4 milljónir króna í málskostnað. „Hann telur sig hafa undir höndum borð sem nú liggur fyrir að er ekki borð sem teflt var á, á sviði Laugardalshallarinnar,“ segir Sveinbjörn. Skjólstæðingur hans telji hinn lögfræðilega rökstuðning ekki ganga upp. Og líti svo á að hann sitji uppi með borð sem hann gaf 26,5 milljónir fyrir en sé harla lítils virði. „Hann er ekki með borðið sem teflt var á og verðgildið var með þeim formerkjum að þetta væri borðið, eina sanna, eða platan. Þetta er ein af eftirlíkingunum, eða „replicunum“. Eftirgerð getur aldrei verið eins verðmæt. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir Sveinbjörn. Hér getur að líta ljósmynd Vilhelms ljósmyndara Vísis af skákborðinu sem Noah Siegel keypti á tæpar 27 milljónir króna. Hann vill fá þeim kaupum rift í ljósi nýrra upplýsinga en dómarinn heldur ekki.vísir/vilhelm Eins og áður sagði er málið margslungið, flókið og má rekja upphaf þess allt aftur til ársins 1972. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um sögulegt mikilvægi einvígis aldarinnar milli Fischers og Spasskí sem fram fór í Laugardalshöll. Það er af sagnfræðingum sagt marka upphaf endaloka kalda stríðsins. Þarna áttust við undrabarnið Fischer og svoSpasskí, skilgetið afkvæmi hins gríðarsterka sovéska skákskóla sem hafði svo gott sem einokað alþjóðlega skákheiminn í áratugi. Flækjustigið verulegt Í dómnum er rakið í löngu máli hvað varð um skákborðin sem notuð voru í einvíginu, en þau hafa vitaskuld sagnfræðilegt gildi. Flækjustig í málinu má meðal annars rekja til vandamála sem tengdust sérviskulegum kröfum Fischers og svo þess að Skáksambandi Íslands virðist hafa verið mislagðar hendur með að halda utan um munina sem einvíginu tengdust með skilmerkilegum hætti. Spasskí og Fischer að tafli í Laugardalshöll 1972. Duttlingar og sérviskulegar kröfur Fischers eru einn þáttur í að málið er með svo hátt flækjustig og raun ber vitni.Skáksamband Íslands Vitnað er til fréttar Morgunblaðsins frá 30. apríl 2012 þar sem greint er frá því að smíðuð hafi verið þrjú sett af skákborðum á sínum tíma og svo hliðarborðum, auk steinborðs sem er nú í vörslu Þjóðminjasafnsins. Borðin voru smíðuð samkvæmt teikningum Gunnars Magnússonar húsgagnaarkítekts. Var eitt tréborðanna notað í einvíginu, nánar tiltekið í 3. skák einvígisins sem og í skákum 7-21. Hin tvö voru ekki notuð en árituð af skákmeisturunum. Þá er í dómnum vitnað til greinar Guðmundar G. Þórarinssonar sem birtist í Morgunblaðinu 3. maí 2012 en tilefni skrifa hans var umdeild sala hans sjálfs á taflmönnum sem notaðir voru í einvíginu auk borðs áritað af þeim Fischer og Spasskí. Þessa muni fékk hann sem gjöf frá Skáksambandinu fyrir starf sitt í tengslum við einvígið mikla. Guðmundur lét svo þessa muni frá sér vegna persónulegra fjárhagsvandræða með þeim orðum að honum þætti forkastanlegt að sjá munina fara úr land, en þá sendi hann til uppboðsfyrirtækisins Philip Weiss. Eins og smá í meðfylgjandi frétt Fréttablaðsins frá 23. mars 2011. Páll eignast tvö árituð skákborð Svo virðist sem þessi sala Guðmundar á gjöfum Skáksambandsins hafi orðið til að koma hreyfingu á þessi mál öll sem snúa að munum sem tengjast einvígi aldarinnar. Þessi grein Páls kom við sögðu í málinu en Páll hefur staðið í ströngu vegna þessara borða. Dómarinn taldi ekki hafa tekist að sanna að honum hefði átt að vera kunnugt um að borðið sem hann seldi Siegel hafi verið replica. En það verður að segjast að málið er í meira lagi þvælið. Í dómnum er efni áðurnefndrar greinar Guðmundar rakið en hann vitnar til bókar Þráins Guðmundssonar um sögu Skáksambandsins þar sem segir af sölu á taflmunum sem ætlað var að bjarga bágbornum fjárhag sambandsins. Borðunum átti að fylgja taflplatan, viðarplata, sem síðari hluti einvígisins var tefldur á. Þar segi að tilraunir Skáksambandsins að selja borðin erlendis hafi ekki borið árangur en þau voru meðal annars boðin Íranskeisara og háttsettum mönnum hjá Alþjóðaskáksambandinu. „Að lokum keypti Páll G. Jónsson bæði borðin með taflplötunum, viðarplötum sem áritaðar voru af Fischer og Spasskí, ásamt hliðarborðum, taflmönnum og klukku sem voru sömu gerðar og notað var í einvíginu. Páll styrkti þannig fjárhag sambandsins og hefur nú átt þessa hluti í nærfellt fjörutíu ár.“ Og: „Af bók Þráins og undirrituðum skjölum sem Sverrir hefur undir höndum má ráða að Páll hafi keypt taflplötuna sem 7.-21. skákin var tefld á. Þessi fjárvana áhugamannasamtök, Skáksambandið, seldu þennan grip fyrir nær fjörutíu árum í fjáröflunarskyni og freistuðu þess að selja hann úr landi,“ segir í grein Guðmundar. Páll kemur skákborði í verð fyrir fúlgur fjár Og enn er vitnað til gamalla blaðaskrifa um málið í dómnum, nú til greinar Páls sjálfs sem ritaði grein í Morgunblaðið 10. maí 2012 þar sem hann rekur sögu skáborðanna. Þar segir Páll meðal annars: „Árið 1974 ákvað Skáksamband Íslands að láta smíða tvær frumeftirgerðir af upphaflega borðinu í samráði við Gunnar, nákvæmlega eins í alla staði og úr sama viði.“ Páll greinir frá því að það hafi endað með því að hann eignaðist „bæði borðin“ 1976 og þau hafi síðan verið í hans vörslu. Sem notuð voru til sýninga og lánuð í einvígi Horts og Spasskí 1977. Ekki liggur fyrir í málinu hvað Páll greiddi Skáksambandinu fyrir borðin. Páll reyndi um þetta leyti að koma skákborðunum í verð og sendi annað þeirra á uppboð til Bruun Rasmussen uppboðshaldara í Kaupmannahöfn vorið 2012. En ekki fékkst að mati Páls viðunandi verð. Verulega athygli vakti þegar munir tengir einvígi aldarinnar rötuðu á uppboð hjá Bruun Rasmussen í Danmörku. Hér er skjáskot af frétt Morgunblaðsins um málið 30. apríl 2012. Það er svo í kjölfar þess að Noah Siegel, fjárfestir í New York, skákmaður og áhugamaður um þá hugaríþrótt, grennslast fyrir um borðið hjá Bruun. Til að gera langa sögu stutta samdist um kaup hans á einu skákborði, tveimur hliðarborðum, einu setti af Staunton-skákmönnum, einni Garde-skákklukku og einu áritaðu tréborði, 12. nóvember 2012. Vonar að uppboðsbrask sé nú að baki Lykilvitni í málinu er Helgi Ólafsson stórmeistari sem situr í stjórn Fischersetursins á Selfossi ásamt Jóhanni Hjartarsyni stórmeistara og fleirum. „Það stendur eftir í málinu er að þetta uppboðsbrask er nú að baki og að rétt borð var aldrei boðið upp. Yfirgnæfandi líkur eru á að hið rétta borð, og það er haft eftir áreiðanlegum heimildum, sé í eigu og vörslu Skáksambands Íslands,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helga Ólafssyni stórmeistari sýndist, ásamt þeim Jóhanni Hjartarsyni og Jóni Gústafssyni, eitt og annað málum blandið varðandi borðið sem boðið var upp og kynnt sem borðið sem Fischer og Spasskí tefldu á í einvígi aldarinnar. Þeir fóru á stúfana og rannsökuðu málið.vísir/vilhelm Já! Hafi einhver haldið að þetta mál væri ekki orðið nógu flókið þá fer það fyrst nú að taka á sig reyfarakenndan blæ. Siegel hafði á ákveðnum tímapunkti viljað áframselja hið sögufræga borð sem hann taldi að væri Borð-ið, með stórum staf og greini, en þá kom babb í bátinn. Til stóð að bjóða borðið upp hjá Heritage auction í New York í nóvember 2016. En ekkert varð af sölu þó það hafi vakið athygli í skákheiminum að þarna væri sögufrægur hlutur falur. Efasemdir um uppruna vakna Þann 8. desember 2018, birti Helgi Ólafsson grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Hvar er skákborðið sem Fischer og Spasskí notuðu 16 sinnum?“ Helgi var og er eðlilega áhugasamur um þessa sögu alla og þeirra muna sem henni tengjast og hafði ásamt Jóhanni Hjartarsyni og Jóni Gústafssyni lagst í rannsóknir á málinu. Þeim sýndist sem hér færi eitt og annað milli mála. Grein sem Helgi skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 8. desember 2018 voru meðal gagna í málinu. Greinin hefði átt að valda straumhvörfum og gerði það á endanum en Helgi furðaði sig á því hversu lítil viðbrögð hún vakti. En meðfylgjandi var mynd í góðri upplausn, sem sjá má hér neðar, sem sýnir glögglega að rákirnar í viði reitanna liggja lóðrétt en ekki þversum eins og í replicunni. Í grein Helga er spurt hvort „rétt skákborð“ verið boðið upp hjá Heritage auction og þá Bruun Rasmussen á sínum tíma. Helgi segist telja að góð ljósmynd gæti leitt sannleikann í ljós en þær fáu myndir sem hann hefur komist yfir hafi ekki verið í nægjanlega góðri upplausn. Þá gerist það að við hann hefur samband gamall kunningi sem kom á fundi með honum og spænskum manni, Alberto Canagueral, sem skrifaði um einvígið fyrir spænsk blöð. Meðal vina sem Alberto eignaðist var Sigurður Jakobsson næturvörður í Laugardalshöll. Vinur næturvarðarins var Alberto Canagueral sem hér má sjá sitja við lokastöðuna í síðustu einvígisskák Fischers og Spasskí á sviði Laugardalshallarinnar. Þetta er í byrjun september 1972. Á myndinni sést að æðarnar í viði sem notaður er í reiti skákborðsins liggja langsum. Þessi mynd tekur af allan vafa, Siegel keypti köttinn í sekknum.sigurður jakobsson „Þegar kvölda tók fór Alberto stundum í Höllina til að heilsa upp á Sigurð. Myndin sem hann sendi mér frá Barcelona og fylgir þessari grein er tekin af sviðinu eftir að síðustu skákinni lauk. Tréborðið sem á voru tefldar skákirnar sextán er þarna í allri sinni dýrð,“ skrifar Helgi… „en takið eftir – línurnar á reitunum vísa í aðra átt. Enn er því fullkomin óvissa um það hvar tréborðið er niðurkomið.“ Siegel uppgötvar sér til skelfingar að hann keypti replicu Helgi segist í samtali við Vísi hafa furðað sig á því á sínum tíma að viðbrögð við grein hans hafi verið nákvæmlega engin. Þó myndin sem hann birti ætti að valda straumhvörfum í málinu öllu. Myndin sýndi að borð sem hafði ratað á uppboð og kynnt sem borðið eina og sanna væri það ekki, vegna æða í viði borðsins. Æðar rétta borðsins væru lóðréttar við rétta upphafsstöðu skákborðs en skákborðið áritaða væri hins vegar með æðum viðar sem lágu þversum. Helgi segir að eðlilegt hefði mátt ætla að einhver viðbrögð yrðu frá Skáksambandinu eða þeim sem voru að selja borðið en það hafi á þeim tíma verið alger þögn. Skáksnillingarnir árituðu ekki borðið sem þeir tefldu á en þeir árituðu hins vegar replicur sem gerðar voru og Skáksambandið taldi vera verðmæti í sem gætu ef til vill orðið til að bjarga fjárhagnum.vísir/vilhelm Fyrir tveimur árum, eða 2021, setti uppboðshaldari Noah Siegel, fulltrúi Heritage Aucton, sig í samband við Helga með milligöngu Fischersetursins. Hann hafði þá haft pata af því að hér væri eitthvað málum blandið er varðaði uppruna borðsins. Helgi fræddi hann um að rannsóknir hans hafi leitt í ljós að viðarplatan sem 3. skák sem og skákir 7-21 hafi ekki verið árituð. Borðið sem fylgdi þegar Guðmundur G. Þórarinsson seldi skákmenn sem notaðir voru í 3. skák væri eitt 15 viðarborða sem smíðuð voru vegna einvígisins. Það er svo í kjölfar þess að tvær grímur fara að renna á Siegel og hann stefndi Páli í kjölfarið og vill að kaupunum sé rift. Nú orðinn viss um að hann hafi keypt köttinn í sekknum. Rétta borðið kemur í leitirnar En hvar er þá hið rétta borð eins og Helgi spyr í áðurnefndri grein sinni? Svar við þeirri gátu virðist mega finna í dómsorði. Nánar tiltekið í vitnisburði Jóhanns Hjartarsonar sem hafði unnið að rannsókn ljósmyndar Albertos ásamt Helga og Jóni Gústafssyni. „Í október 2021 hafði vitnið fengið upplýsingar um að það væru skákbretti niðri í Skáksambandi og haft væri eftir Ásdísi Bragadóttur, framkvæmdastjóra Sambandsins til margra ára, að það bæri brettið sem notað var í einvíginu. Hafi hún haft þær upplýsingar frá Þráni Guðmundssyni, fyrrverandi forseta Skáksambandsins. Hér er mynd af taflborði sem nánast allar líkur eru á að sé það borð sem notað var í 3. skák í einvígi aldarinnar og svo í skákum 7-21. Það fannst í geymslu Skáksambandsins, vafið inn í rautt teppi og er nú að finna á Fischersetrinu á Selfossi. Við rannsókn á ljósmyndinni hafi komið í ljós að svo til nákvæmlega eins æðar hafi legið í reitum taflborðsins á ljósmyndinni og því taflborði sem væri í vörslu Fischersetursins. Borðið sé sérstakt að því leyti að það sé smíðaður rammi í kringum skákplötuna sem sé mjög sérstakt,“ segir í dómsorði. Fleiri báru vitni fyrir dómnum varðandi þetta atriði þar sem mynd af borðinu sem er nú á Fischersetrinu og mynd Albertos voru bornar saman; Jón Gústafsson, sem ólst upp hjá trésmiði og þekki þessi mál því vel sagði að reitir í báðum borðum hafi haft nákvæmlega eins æðar í viðnum, en æðar í viði séu eins og fingraför viðarins. Útilokað sé að framleiða eins viðarborð. Þá mætti Ásdís Bragadóttir í vitnastúku og greindi frá því að þegar hún hætti hjá Skáksambandinu 2019 hafi borðið enn verið í geymslu inni í rauðu teppi. „Lýsti vitnið taflborðinu þannig að það væri ekki alveg gegnheilt og rammi utan um borðið.“ Skáksambandið lukkulegt en Siegel ekki Ekki þarf frekari vitnanna við. Eða svo telur Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins vera en hann fylgdist vitaskuld grannt með málarekstrinum og niðurstöðu þess. „Hið raunverulega borð er nú á Fischersetri á Selfossi. Í eigu okkar. Í okkar vörslu. Sem er mjög skemmtilegt.“ Gunnar forseti Skáksambandsins ásamt þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Ásmundi Einari Daðasyni. Þó Gunnar varist að taka afstöðu til niðurstöðunnar í málinu er hann harla kátur með að rétta borðið sé komið í ljós og að það sé í eigu Skáksambands Íslands. Noah Siegel er ekki alveg eins kátur.stjórnarráðið Gunnar segir um afar sérstakt mál að ræða sem teygi rætur sínar langt aftur í tímann. Hann vill ekki lýsa skoðun á niðurstöðunni. Og telur reyndar að replican hljóti að vera einhvers virði. En umrædd plata, borðið sem Fischer og Spasskí tefldu á, sé óáritað og ekki eins veglegt og hin sem smíðuð voru. Nú sé dómarinn búinn að segja að Páll hafi ekki átt borðið sem notað var, en það sé til og í eigu sambandsins. „Við erum glöð með það.“ Sá sem hins vegar er ekki glaður með það er Noel Siegel sem ætlar að áfrýja niðurstöðunni. Hann telur víst að Páll hljóti að hafa vitað að vafi léki á um að borðið væri hið eina sanna. Án þess að hafa nokkru sinni látið það í ljós við sig, að þar væru áhöld uppi um heldur þvert á móti gefið því staðfaslega undir fótinn að þetta væri platan sem taflmennirnir sem Fischer og Spasskí fóru höndum áttust við á. Á það verður látið reyna við áfrýjun málsins.
Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Kalda stríðið Sovétríkin Bandaríkin Tengdar fréttir Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28. október 2022 20:08 Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15 Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. 16. maí 2022 21:05 Fischer komst ekki í aðra skákina vegna ágangs ljósmyndara Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sá um Bobby Fischer og aðstoðarfólk þegar það dvaldi á Hótel Loftleiðum vegna einvígis aldarinnar. Hann segir hér sögu sem er mikilvægt púsl í söguna. 31. janúar 2021 08:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer. 28. október 2022 20:08
Einvígi aldarinnar 50 ára – Afmælinu fagnað í Vík í Mýrdal Kötlusetur í Vík í Mýrdal mun fagna því á morgun, 9. júlí að 50 ár eru liðin frá einvígi aldarinnar í skák með skáksýningu og hraðskákmóti í setrinu. 8. júlí 2022 11:15
Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. 16. maí 2022 21:05
Fischer komst ekki í aðra skákina vegna ágangs ljósmyndara Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari sá um Bobby Fischer og aðstoðarfólk þegar það dvaldi á Hótel Loftleiðum vegna einvígis aldarinnar. Hann segir hér sögu sem er mikilvægt púsl í söguna. 31. janúar 2021 08:00