„Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 08:34 Bjarki Már Elísson er ungverskur meistari í handbolta. Twitter@telekomveszprem „Þetta var ekkert risastórt fyrir Veszprem því liðið hefur orðið 27 sinnum ungverskur meistari. En fyrir liðið sem er núna var þetta mjög stórt því það var ekki búið að vinna þetta í þrjú ár," segir Bjarki Már Elísson. Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki. Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Bjarki Már og félagar í Veszprem unnu bikarkeppnina líka og eru því tvöfaldir meistarar í fyrsta skipti í sex ár. Mikið gekk á hjá Bjarka á þessu tímabili. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu í stórum leikjum en var að lokum mikilvægur í að vinna titilinn. „Ég á erfitt með að setja það í orð hvað þetta var sætt. Ég spilaði sextíu mínútur síðustu tvo leikina og átti góða leiki þannig þetta var extra sætt,“ segir Bjarki. Lokaleikur úrslitakeppninar fór fram í höll erkifjendanna í Szeged. „Það var baulað á okkur allan leikinn. Þetta eru erkifjendur og í raun tveir risar í sama landinu sem berjast um titilinn á hverju einasta ári. Þetta var fyrsta tímabilið mitt hjá Veszprem en ég held þetta hafi verið áttundi leikurinn minn á móti Szeged,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Liðin mættust tvisvar í deildarkeppninni, spiluðu tvisvar í Meistaradeild Evrópu, spiluðu einu sinni í bikar og þrjá í úrslitakeppninni. „Veszprem tapaði titlinum í fyrra á svekkjandi hátt og við klúðruðum heimaleikjaréttinum í deildinni alveg sjálfir þannig þetta var svolítið sætara en bara ungverskur titill fyrir Veszprem,“ segir Bjarki. Bjarki var ekki alltaf í byrjunarliðinu og barðist við hinn króatíska Manuel Strlek. „Frá byrjun skiptum við þessu helming og helming. Svo þegar þetta fóru að vera mikilvægari leikir eins og úrslitin í bikarnum og átta liða úrslit á móti Kielce í meistaradeildinni þá spilaði hann bara á hinum. Það var ekkert persónulegt gagnvart mér,“ segir Bjarki. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) Þjálfari liðsins er serbneska goðsögnin Momir Ilic. Hann varð á sínum tíma fyrstur til að skora hundrað mörk í meistaradeildinni þrjú ár í röð. „Þetta er annað tímabilið hans sem þjálfari og var eðlilega stressaður líka. Þá fór hann í leikmennina sem hann þekkti og treysti. Ég og hinn hornarmaðurinn sem vorum að spila lítið vorum að koma síðasta sumar,“ segir Bjarki. Þrátt fyrir að vera ekki alltaf i byrjunarliðinu þá var Bjarki næst markahæstur af leikmönnum Veszprem í deildarkeppninni. View this post on Instagram A post shared by Telekom Veszprém (@handballveszprem) „Svo kemur þessi leikur í úrslitunum og við erum að skíttapa. Ég fæ síðustu tíu mínúturnar og skoraði þrjú. Það gekk mjög vel og þá fékk ég að byrja næsta leik. Eftir allt sem undan hafði gengi þá var það mjög óvænt. Það gekk fáranlega vel og ég skoraði níu mörk í öðrum leik. Það borgaði sig að breyta aðeins út af vananum fyrir þjálfarann. Það gerir þetta líka extra sætt að ég var virkilega hluti af þessu og skilaði mínu,“ segir Bjarki. Handboltatímabilinu er lokið og nú segist Bjarki ætla heim til Íslands að njóta þess að vera í fríi. Njóta verðbólgunnar og góða veðursins eins og hann orðaði það. „Svo hefst bara nýtt tímabil. Þótt manni líði eins og maður sé ungur þá var þetta tíunda árið mitt í atvinnumennsku. Maður er orðinn mjög vanur þessu. Þetta verður um fimm vikna frí og svo er bara aftur af stað,“ segir Bjarki. Bjarki verður 34 ára næsta sumar og á eitt ár eftir á samningi hjá Veszprem. Hann segist vilja vera áfram í fremstu röð og kveðst spenntur fyrir ráðningu Snorra Steins Guðjónssonar sem landsliðsþjálfara. „Það eru spennandi tímar framundan hjá landsliðinu og mér líst vel á þjálfarateymið. Ég hlakka til að vinna með þeim, ef maður verður valinn það er að segja. Ég er spenntur fyrir næsta stórmóti,“ segir Bjarki.
Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira