„Eins og að lenda á stálvegg“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2023 08:53 Úkraínskir hermenn á víglínunni nærri Kreminna í austurhluta Úkraínu. AP/Roman Chop Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í gær að gagnsókn Úkraínumanna væri hafin. Hann gaf lítið fyrir orð Valdimír Pútín, forseta Rússlands, um að gagnsóknin hefði engum árangri skilað og bað blaðamenn þess í stað um að koma því til Pútíns að úkraínskir herforingjar væru í góðu skapi þessa dagana. Þetta sagði Selenskí á blaðamannafundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær. Hann sagði gagnsóknir hafnar og sagðist ekki vilja fara nánar út í það. Yfirvöld í Úkraínu hafa varist allra fregna af átökunum, sem eiga sér stað víða í Úkraínu. Úkraínumenn segja að sóknin muni taka tíma og að mannfall sé óhjákvæmilegt. Einn talsmaður úkraínska hersins segir þó að Úkraínumenn hafi náð frekari árangri við Bakhmut í Dónetsk-héraði. Borgin sjálf féll nýverið í hendur málaliða Wagner group en Úkraínumenn hafa verið að sækja hægt fram bæði norður og suður af borginni. Varnarmálaráðuneyti Bretlands sagði í gær að á undanförnum dögum hefðu Úkraínumenn gert árásir víða í austur- og suðurhluta Úkraínu. Góður árangur hefði náðst á nokkrum stöðum, þar sem Úkraínumenn hefðu brotið sér leið í gegnum fyrstu varnarlínu Rússa. Þá sagði ráðuneytið að rússneskar hersveitir hefðu staðið sig misvel. Sumar hefðu varist vel og aðrar hefðu flúið í óðagoti og jafnvel í gegnum eigin jarðsprengjusvæði, með tilheyrandi mannfalli. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 10 June 2023.Find out more about Defence Intelligence's use of language: https://t.co/Sr1VlSp8Hy #StandWithUkraine pic.twitter.com/lBSwEVN2pH— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 10, 2023 Enn sem komið er, er útlit fyrir að Úkraínumenn hafi lagt mesta áherslu á sókn í Sapórisjíahéraði og Dónetsk í suðurhluta Úkraínu. Með því að sækja fram þar gætu Úkraínumenn skorið á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Fregnir hafa einnig borist af aðgerðum Úkraínumanna nærri Kreminna í austurhluta Úkraínu. Rússneskir herbloggarar vöruðu við því í gærkvöldi að Úkraínumenn virtust ætla sér að sækja fram þar. Úkraínkur hermaður í skotgröf í austurhluta Úkraínu.AP/Roman Chop Sérfræðingar segja þó að Úkraínumenn virðist enn vera að þreifa á vörnum Rússa, í leit að veikleika sem hægt sé að beina meginþunga sóknarinnar að. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að Úkraínumenn hafi frelsað nokkur þorp og bæi í suðri, ef marka má rússneska herbloggara sem segja rússneska hermenn hafa hörfað til að forðast það að verða umkringdir. Úkraínskir hermenn birtu í morgun myndband af sér í þorpinu Blagodatne í Dónetsk. Búast við erfiðari bardögum en áður Einn hermaður sem tók þátt í aðgerðunum í Sapórisjía og Dónetsk sagði Wall Street Journal að Úkraínumenn hefðu lent á stálvegg. Þeir hafi sótt fram á tveimur Leopard skriðdrekum frá Þýskalandi og bryndrekum frá Bandaríkjunum. Stórskotalið hafi komið auga á, þar sem þeir voru á jarðsprengjusvæði og þyrlur og orrustuþotur hafi einnig verið notaðar til að ráðast á þá. „Þeir voru bara að bíða eftir okkur. Tilbúnar varðstöðvar alls staðar. Þetta var eins og að lenda á stálvegg, þetta var hræðilegt,“ sagði hermaðurinn. Myndefni af þessari misheppnuðu sókn hefur verið birt víða á rússneskum samfélagsmiðlum en þetta var í fyrsta sinn sem Hlébarðarnir svokölluðu sáust á víglínunum í Úkraínu. Svo virðist þó sem að hermennirnir hafi flestir komist undan. Tveir aðrir menn sem ræddu við WSJ segja að rússnesku hermennirnir sem þeir hafi mætt í suðurhluta Úkraínu séu blanda af atvinnuhermönnum og kvaðmönnum. Baráttuandi þeirra virðist töluvert verri en Úkraínumanna. Einn til viðbótar sagði sína sveit hafa náð árangri gegn Rússum. Þeir hefðu sótt fram og væru þess vegna í góðu skapi. „Það er óhjákvæmilegt að við missum menn en við reynum að ganga úr skugga um að mannfall þeirra sé meira en okkar.“ Allir sem rætt var við sögðust búast við því að sóknin yrði erfiðari en sókn Úkraínumanna síðasta sumar og haust, þegar þeir frelsuðu Karkívhérað og stóran hluta Khersonhéraðs. Vísa þeir sérstaklega til varnanna sem Rússar hafa byggt upp. Einn hermannanna, sem tók þátt í aðgerðunum í Kherson í fyrra, sagði að yfirmenn þeirra hefðu sagt að þetta yrði erfiðara. Sá er 28 ára gamall og er kallaður Did. Hann var einn þeirra sem var sendur til að sækja Leopard skriðdreka sem var notaður til sóknarinnar sem nefnd er hér að ofan. Did varð þó fyrir því óláni að stíga á jarðsprengju og missa annan fótinn. Hann virðist þó nokkuð borubrattur og segir að um leið og hann fái gervifót, ætli hann sér að snúa aftur á víglínuna. Hér að neðan má sjá eitt af nokkrum drónamyndböndum sem Úkraínumenn birtu í gær af árás úkraínskra hermanna á skotgröf Rússa í Úkraínu. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Ukrainian forces are starting to release small glimpses of how they storm Russian positions, without disclosing much.Source: https://t.co/SUFA54sR7E#Ukraine #Counteroffensive #Zaporizhzhia #Kherson pic.twitter.com/JeNnWWO5ZY— (((Tendar))) (@Tendar) June 10, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50 „Það er enn engin hjálp“ Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf. 9. júní 2023 10:34 Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Þetta sagði Selenskí á blaðamannafundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í gær. Hann sagði gagnsóknir hafnar og sagðist ekki vilja fara nánar út í það. Yfirvöld í Úkraínu hafa varist allra fregna af átökunum, sem eiga sér stað víða í Úkraínu. Úkraínumenn segja að sóknin muni taka tíma og að mannfall sé óhjákvæmilegt. Einn talsmaður úkraínska hersins segir þó að Úkraínumenn hafi náð frekari árangri við Bakhmut í Dónetsk-héraði. Borgin sjálf féll nýverið í hendur málaliða Wagner group en Úkraínumenn hafa verið að sækja hægt fram bæði norður og suður af borginni. Varnarmálaráðuneyti Bretlands sagði í gær að á undanförnum dögum hefðu Úkraínumenn gert árásir víða í austur- og suðurhluta Úkraínu. Góður árangur hefði náðst á nokkrum stöðum, þar sem Úkraínumenn hefðu brotið sér leið í gegnum fyrstu varnarlínu Rússa. Þá sagði ráðuneytið að rússneskar hersveitir hefðu staðið sig misvel. Sumar hefðu varist vel og aðrar hefðu flúið í óðagoti og jafnvel í gegnum eigin jarðsprengjusvæði, með tilheyrandi mannfalli. Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine - 10 June 2023.Find out more about Defence Intelligence's use of language: https://t.co/Sr1VlSp8Hy #StandWithUkraine pic.twitter.com/lBSwEVN2pH— Ministry of Defence (@DefenceHQ) June 10, 2023 Enn sem komið er, er útlit fyrir að Úkraínumenn hafi lagt mesta áherslu á sókn í Sapórisjíahéraði og Dónetsk í suðurhluta Úkraínu. Með því að sækja fram þar gætu Úkraínumenn skorið á landbrú Rússa milli Rússlands og Krímskaga. Með því gætu Úkraínumenn gert Rússum mun erfiðara að halda Krímskaga. Rússar hafa þó byggt upp umfangsmiklar varnir á þessu svæði. Fregnir hafa einnig borist af aðgerðum Úkraínumanna nærri Kreminna í austurhluta Úkraínu. Rússneskir herbloggarar vöruðu við því í gærkvöldi að Úkraínumenn virtust ætla sér að sækja fram þar. Úkraínkur hermaður í skotgröf í austurhluta Úkraínu.AP/Roman Chop Sérfræðingar segja þó að Úkraínumenn virðist enn vera að þreifa á vörnum Rússa, í leit að veikleika sem hægt sé að beina meginþunga sóknarinnar að. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að Úkraínumenn hafi frelsað nokkur þorp og bæi í suðri, ef marka má rússneska herbloggara sem segja rússneska hermenn hafa hörfað til að forðast það að verða umkringdir. Úkraínskir hermenn birtu í morgun myndband af sér í þorpinu Blagodatne í Dónetsk. Búast við erfiðari bardögum en áður Einn hermaður sem tók þátt í aðgerðunum í Sapórisjía og Dónetsk sagði Wall Street Journal að Úkraínumenn hefðu lent á stálvegg. Þeir hafi sótt fram á tveimur Leopard skriðdrekum frá Þýskalandi og bryndrekum frá Bandaríkjunum. Stórskotalið hafi komið auga á, þar sem þeir voru á jarðsprengjusvæði og þyrlur og orrustuþotur hafi einnig verið notaðar til að ráðast á þá. „Þeir voru bara að bíða eftir okkur. Tilbúnar varðstöðvar alls staðar. Þetta var eins og að lenda á stálvegg, þetta var hræðilegt,“ sagði hermaðurinn. Myndefni af þessari misheppnuðu sókn hefur verið birt víða á rússneskum samfélagsmiðlum en þetta var í fyrsta sinn sem Hlébarðarnir svokölluðu sáust á víglínunum í Úkraínu. Svo virðist þó sem að hermennirnir hafi flestir komist undan. Tveir aðrir menn sem ræddu við WSJ segja að rússnesku hermennirnir sem þeir hafi mætt í suðurhluta Úkraínu séu blanda af atvinnuhermönnum og kvaðmönnum. Baráttuandi þeirra virðist töluvert verri en Úkraínumanna. Einn til viðbótar sagði sína sveit hafa náð árangri gegn Rússum. Þeir hefðu sótt fram og væru þess vegna í góðu skapi. „Það er óhjákvæmilegt að við missum menn en við reynum að ganga úr skugga um að mannfall þeirra sé meira en okkar.“ Allir sem rætt var við sögðust búast við því að sóknin yrði erfiðari en sókn Úkraínumanna síðasta sumar og haust, þegar þeir frelsuðu Karkívhérað og stóran hluta Khersonhéraðs. Vísa þeir sérstaklega til varnanna sem Rússar hafa byggt upp. Einn hermannanna, sem tók þátt í aðgerðunum í Kherson í fyrra, sagði að yfirmenn þeirra hefðu sagt að þetta yrði erfiðara. Sá er 28 ára gamall og er kallaður Did. Hann var einn þeirra sem var sendur til að sækja Leopard skriðdreka sem var notaður til sóknarinnar sem nefnd er hér að ofan. Did varð þó fyrir því óláni að stíga á jarðsprengju og missa annan fótinn. Hann virðist þó nokkuð borubrattur og segir að um leið og hann fái gervifót, ætli hann sér að snúa aftur á víglínuna. Hér að neðan má sjá eitt af nokkrum drónamyndböndum sem Úkraínumenn birtu í gær af árás úkraínskra hermanna á skotgröf Rússa í Úkraínu. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Ukrainian forces are starting to release small glimpses of how they storm Russian positions, without disclosing much.Source: https://t.co/SUFA54sR7E#Ukraine #Counteroffensive #Zaporizhzhia #Kherson pic.twitter.com/JeNnWWO5ZY— (((Tendar))) (@Tendar) June 10, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50 „Það er enn engin hjálp“ Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf. 9. júní 2023 10:34 Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. 9. júní 2023 13:50
„Það er enn engin hjálp“ Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf. 9. júní 2023 10:34
Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45
Er gagnsókn Úkraínumanna hafin? Úkraínumenn eru byrjaðir að gera árásir í suðausturhluta Úkraínu. Fregnir hafa borist af tiltölulega smáum árásum í Dónetsk- og Sapórisjía-héruðum og eru Úkraínumenn sagðir hafa náð einhverjum árangri. Erfitt er þó að sannreyna fregnirnar að svo stöddu. 5. júní 2023 14:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent