Smáhýsin í Laugardal standa enn auð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. júní 2023 17:30 Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. Vísir/Steingrímur Dúi Smáhýsi fyrir heimilislaust fólk í Laugardal, sem reist voru í lok febrúar standa enn auð. Ragnar Erling Hannesson, sem hefur beitt sér í málefnum heimilislausra segir ástandið í málaflokknum grafalvarlegt. Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“ Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vísir greindi frá því þann 28.febrúar síðastliðinn að fimm smáhýsum fyrir heimilislausa hefði verið komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík. Framkvæmdir höfðu þá staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan febrúar. Í samtali við kvöldfréttir RÚV þann 18.maí síðastliðinn sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, segir að unnið væri að því að gera húsin íbúðarhæf. Ýmislegt þyrfti að gera áður en hægt væri að flytja inn. Heiða Björg sagðist þó búast við því húsin yrðu í notkun um mánaðamótin. Jafnframt kom fram að aðsókn í smáhýsin væri mikil og að fleiri sambærileg myndu rísa fljótlega. Hins vegar er ljóst fá úrræði eru fyrir heimilislaust fólk. Langþreyttir á biðinni Ragnar Erling segir í samtali við Vísi að heimilislausir í borginni séu orðnir afar óþreyjufullir. Biðin sé óþolandi. „Ég er búinn að fá þær upplýsingar hjá Félagsmálastofnun að það er engin úthlutun búin að fara fram. Í dag, 11.júní standa smáhýsin tilbúin og eru algjörlega auð og ónotuð.Á meðan er fólk með fíknisjúkdóma að deyja á götunni.“ Ragnar Erling fer ekki leynt með það að hann telji Heiðu Björg og starfsfólks velferðarsviðs vera beinlínis ábyrg fyrir þessum dauðsföllum. „Ef við erum ekki með þak yfir höfuðið þá höfum við engan grunn til að byggja upp okkar líf, hvað þá til losna undan þjáningunni sem veldur því að við notum fíkniefni. Þetta fólk var ráðið til þess að sjá um þessi mál. Þau eru ráðin til að sjá um velferð okkar. Þau eru ekki að sinna því, og þar af leiðandi er fólk að deyja.“
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 „Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31 Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Smáhýsin fimm komin upp í Laugardal Fimm smáhýsum fyrir heimilislausa var komið upp á svæði milli Engjavegs og Suðurlandsbrautar í Reykjavík á dögunum. Framkvæmdir hafa staðið yfir á svæðinu síðustu mánuði, en húsin sjálf voru flutt á staðinn um miðjan mánuðinn. 28. febrúar 2023 11:20
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01
„Það bara flytja inn á mann menn hérna“ Maður sem býr í smáhýsi á vegum Reykjavíkurborgar segir aðbúnað þar ekki góðan. Veturinn, sem er óvenjulega kaldur, hafi verið mjög erfiður. Dæmi séu um að íbúar hafi hrakist burt af heimilum sínum því aðrir hreinlega ryðjist inn á þá. 13. febrúar 2023 08:31
Stefna á að fimm smáhús rísi í Laugardal í desember Framkvæmdir eru nú hafnar í Laugardal þar sem til stendur að reisa fimm smáhús að Engjavegi 40 fyrir heimilislausa. Einhverjir íbúar hafa gagnrýnt áformin en formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að hlustað hafi verið á allar athugasemdir. 5. október 2022 13:59