Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir í kvöld. Stöð 2

Annar tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða mældi bil á milli götulokana í Gleðigöngunni til þess að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki þar í gegn. Samkvæmt nýrri ákæru ræddu þeir um að fljúga dróna fylltum sprengiefni inn á Alþingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verjanda annars þeirra í beinni útsendingu.

Prófessor í stjórnmálafræði segir að upptaktur að kosningabaráttunni muni lita næsta þingvetur. Þá muni sprungurnar í ríkisstjórnarsamstarfinu dýpka enn frekar. Við förum yfir þingveturinn og spáum í þann næsta í kvöldfréttum.

Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og tekur við starfinu á krefjandi tíma í aðdraganda kjaraviðræðna. Hún kemur til okkar í settið og fer yfir sínar áherslur.

Þá verður Kristján Már Unnarsson í beinni frá Eyjafjöllum þar sem heyskapur er hafinn, við kynnum okkur aukinn áhuga Íslendinga á því að halda brúðkaupsveislur í útlöndum og hittum einsetukarl í Hrútafirði sem sauðfjárbóndi og mikill húmoristi.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×