„Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2023 07:00 Ísidór Nathansson (t.v.) og Sindri Snær Birgisson (t.h.) töluðu ítrekað sín á milli um fjöldamorð, hryðjuverk og morð á nokkurra mánaða tímabili í fyrra. Þeir eru ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk. Vísir Aðdáun á alræmdum morðingjum sem hafa framið hryðjuverk á undanförnum árum skín í gegnum samskipti tveggja ungra manna sem eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Annar þeirra vakti ítrekað máls á að feta í fótspor þeirra með árásum á einstaklinga og stofnanir. Eftir að þeir Sindri Snær Birgisson, 26 ára, og Ísidór Nathansson, 25 ára, voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum 21. september sagði lögreglan að þeir væru grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk sem ættu að beinast að borgurum og stofnunum ríkisins. Lögreglan lagði hald á töluvert magn skotvopna og skotfæra ásamt þrívíddarprentara, þar á meðal AK-47 og AR-15-árásarriffla. Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Lögreglan var fámál um meint skotmörk mannanna. Þegar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, var spurður að því á upplýsingafundi um málið 22. september hvort að ætli mætti að mennirnir hafi ætlað að ráðast á Alþingi eða lögreglu svaraði hann „Já, það má alveg ætla það.“ Síðar kom fram að stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogi höfðu verið kallaðir til skýrslutöku þar sem þeim voru sýnd samskipti sakborningana tveggja um þá. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um samskipti sem henni voru sýnd um að annar mannanna vildi drepa hana. „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Skilaboðin eru hluti af samskiptum sem mennirnir áttu sín á milli á dulkóðaða samskiptamiðlinum Signal. Þau eru á meðal þess sem héraðssaksóknari leggur til grundvallar þess að þeir hafi haft ásetning um að fremja hryðjuverk. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, hefur sagt að samskipti mannanna tveggja hafi verið „misheppnað grín“ í tveggja manna tali. „Þetta er bara óábyrgt tal og grín milli þeirra og fabúlasjónir sem hafa enga merkingu,“ sagði Sveinn Andri um mánuði eftir að mennirnir voru handteknir. Endurtekið beindist tal mannanna þó að alræmdum fjöldamorðum sem hafa verið framin á undanförnum árum og órum um að fremja slík ódæði á Íslandi. Fram kemur í ákærunni að Sindri hafi náð í og horft á myndbönd af fjöldamorðum í Christchurch á Nýja-Sjálandi og Buffalo í Bandaríkjunum og sótt sér eintök af rasískum samsæriskenningum á netinu. Hann virðist hatast við samkynhneigða, gyðinga, útlendinga, kommúnista og lögregluna. Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkur[n] tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur. skrifaði Sindri til manns sem er ekki nefndur í ákærunni 27. maí 2022. Viðmælandi hans svaraði:„Ók breivik“. Anders Behring Breivik, norski hryðjuverkamaðurinn sem myrti tugi manna á Útey og í Osló árið 2011, kemur ítrekað fyrir í samskiptum mannanna og í ákærunni. Sindri sendi Ísidór þannig leiðbeiningar um gerð rísíneiturs sem teknar voru úr rasískri stefnuskrá sem Breivik ritaði. Enn vísaði Sindri í yfirlýsingu Breivik í skilaboðum til Ísidórs sunnudaginn 28. ágúst sem snerust um að láta árás koma lögreglu á óvart og að vera tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn. Áður hafði hann sent mynd af Breivik í einkennisbúningi. Þvílíkur sjarmur svaraði Ísidór. Anders Behring Breivik, alræmdasti hryðjuverkamaður Norðurlanda, virðist hafa verið í nokkru eftirlæti hjá Sindra. Hann sótti sér stefnuskrá Breivik og félagarnir vitnuðu til hans.EPA-EFE/Ole Berg-Rusten „Ég þarf ekki nema þrjá mánuði“ Sindri virtist hafa verið leiðandi í umræðunni um að fremja hryðjuverk eða fjöldamorð. Ég er á grensun[n]i að fremja fjöldamorð bara núna skrifaði Sindri til Ísidórs sunnudaginn 31. júlí. Tilefnið var að einhver hefði komið illa fram við hann. Sindri virtist enn í hefndarhug daginn eftir þegar hann ræddi við Ísidór um að gera skotárás dulbúinn sem lögregluþjónn. „Það er engin[n] að fara getað stoppa mig.“ Ísidór brást við líkt og ónefndi maðurinn með því að kalla vin sinn „Breivik“. Varaði hann Sindra við því að rasa um ráð fram því að Breivik og Brenton Tarrant, maðurinn sem skaut rúmlega fimmtíu manns til bana í mosku í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019, hefðu tekið nokkur ár í að skipuleggja sín hryðjuverk. Ég þarf ekki nema 3 mánuði - ég veit alveg hvar ég á að strikea svaraði Sindri. Tíu dögum síðar lýsti Sindri Omar Mateen, manni sem drap 49 manns í næturklúbbi í Flórída árið 2016, sem hetjunni sinni. Hann náði 40 manns á 5 mín með 200 skotum. Nokkuð gott. Hann drap rest með glock [skammbyssu] inni á baðherbergi. Nefndi árshátíð lögreglunnar eftir að honum var synjað um skotvopnaleyfi Þó að tvímenningarnir hafi nefnt stofnanir eins og Alþingi og lögregluna og nafngreinda stjórnmálamenn í samhengi við morð og hryðjuverk benda samskiptin sem birtast í ákæruskjalinu fremur til þess að þeir hafi haft áhuga á að fremja fjöldamorð almennt en að þeir hafi skipulagt árás á ákveðið skotmark. Eftir að tvímenningarnir voru handteknir í september var nokkuð fjallað um að þeir hefðu sýnt árshátíð lögreglunnar sérstaka athygli. Í samskiptunum sem eru rakin í ákærunni barst árshátíðin aðeins einu sinni til tals á milli þeirra og þá í samhengi við að umsókn Sindra um skotvopnaleyfi hafði verið hafnað. „Þau munu fá það á trýnið,“ sendi Sindri til Ísidórs með skjáskoti af höfnunarbréfinu að kvöldi mánudagsins 22. ágústs. Ísidór svaraði með mynd af skammbyssu. „Ég finn ekkert um árshátíð lögreglunnar,“ hélt Sindri áfram. „Það er ekkert um það á netinu. Held að það sé viljandi.“ Í ákærunni kemur fram að á meðan þessi samskipti áttu sér stað leitaði Sindri að efni tengdu árshátíð lögreglunnar á netinu. Árshátíð lögreglunnar kemur ekki aftur fyrir í samskiptunum sem lögð eru til grundvallar ákærunni. Kallaði Pírata „pöddur“ Vinirnir lýstu andúð á einstaka stjórnmálamönnum en virðast ekki hafa staldrað lengi við hverju sinni. Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata voru skotspónn þeirra í skilaboðum sem fóru á milli þeirra þriðjudaginn 9. ágúst. Samskiptin hófust á því að Sindri sendi Ísidór mynd af manni í verslun með orðunum: „Helgi Hrafn. Í fkn sandölum“. Vísaði hann þar til Helga Hrafns Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns Pírata. Ísidór svaraði: Ég drep hann og björn leví og smára maccarthy [svo] einn daginn. björn hræðist mig. Ég hef bent, hlegið og gert lítið úr smára í almenningi. fkn kommúnistar pöddukallar. Björn sagði Vísi á sínum tíma að honum hafi ekki virst sérstök alvara að baki ummælunum um sig. Mennirnir tveir lýstu núverandi og fyrrverandi þingmönnum Pírata sem „kommúnista pödduköllum“.Vísir Hugmynd um að fljúga dróna heim til Gunnars Smára Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, kemur tvisvar fyrir í samskiptum þeirra ákærðu. Föstudaginn 12. ágúst sendi Ísidór skilaboð á Sindra um að „fkn gunnar smári er hérna - ef ég væri packin væri ég farinn inn fyrir kl. 8“. „Packin'“ er enskt slangur yfir að vera vopnaður skotvopni. Ekki kemur fram í ákærunni sem Gunnar Smári lýsti í eigin fjölmiðli í október að skilaboðin hafi verið send þegar annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Þá hélt Gunnar Smári því fram að mennirnir hafi talið sig verða að þjóðhetjum með því að drepa sig þar sem þeir hefðu sagt að þeir myndu fljúga inn á Alþingi. Þau ummæli voru þó ekki látin falla fyrr en meira en tveimur vikum eftir upphaflegu skilaboðin um Gunnar Smára. Miðað við ákæruna virðast þau heldur ekki hafa verið vangaveltur þeirra um afleiðingar þess að drepa sósíalistaleiðtogann heldur bókstaflega að fljúga dróna inn á heimili hans. Við gætum flogið inná alþingi. heim til gunnars smára svaraði Ísidór eftir að Sindri sendi honum hugmynd um að nota dróna til þess að gera sprengjuárásir sunnudaginn 28. ágúst. Afgangurinn af samskiptunum snerist almennt um sprengjuárás með dróna, jafnvel á lögreglustöðina í Reykjavík. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, komu fyrir í ofbeldisórum sakborninganna tveggja.Vísir/samsett Sagðist ætla að drepa Sólveigu Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er hvergi nefnd á nafn í samskiptunum sem koma fram í ákærunni. Af samhengi þeirra er þó hægt að fullyrða að Ísidór hafi átt við hana þegar hann talaði um „litlu kommalufsuna með byltingu“ eftir að Sindri sendi honum frétt um uppsagnir á skrifstofu Eflingar mánudaginn 11. apríl í fyrra. ég drep hana einn daginn skrifaði Ísidór. Ekki kemur fram hvort að Sindri hafi svarað þeim skilaboðum frekar í ákærunni. Samstöðin, málgagn Sósíalistaflokksins og Eflingar, lýsti því þó þannig að mennirnir tveir hefðu strengt þess heit að drepa Sólveigu Önnu. Sólveig Anna sagðist sjálf ekki hafa tekið skilaboðum mannanna alvarlega til að byrja með en að henni hefði verið brugðið. Síðar hafi hún skipt um skoðun í ljósi þess að mennirnir hefðu viðað að sér miklu vopnabúri. Vildi prófa sprengjudróna á „venjulegum lögreglumanni“ Félagar sýndu ítrekaðan áhuga á lögreglunni, bæði sem mögulegu skotmarki árásar en einnig vegna möguleikans á að þeir gætu dulbúið sig sem lögreglumenn til að fremja árás. Þannig ræddu mennirnir ítrekað um búnað og klæðnað lögreglunnar. 99% myndu trúa því að þú værir lögga ef þú segðir það upphátt í þessum galla. þau þurfa bara að trúa því í max 10 sek. það er engin[n] að fara getað stoppað mig, sagði Sindri í samhengi við umræðu þeirra um vefsíður sem selja lögreglubúnað og fatnað mánudaginn 1. ágúst. Síðar í sama mánuði velti Sindri fyrir sér hvort að Ísidór gæti nálgast lögreglubúnað í gegnum samskiptaforritið Telegram. Í umræðunum um sprengjuárás með dróna nefndi Ísidór lögreglustöðina sem mögulegt skotmark 28. ágúst. Á eftir fór tæknileg umræða um hvernig dróni þyrfti að vera búinn til þess að hægt væri að nota hann til að fremja slíkar árásir. Sindri stakk upp á að reyna drónaárás fyrst á „venjulegum lögreglumanni“ og sendi Ísidór loftmynd af lögreglustöðinni í Reykjavík. það væri fréttaefni að senda 5 stk út í einu alla á mismunandi staði. heimsfréttaefni skrifaði Sindri sem nefndi einnig dómsmálaráðuneytið og Guðlaug Þór Þórðarson, loftslags-, umhverfis- og orkumálaráðherra, sem möguleg skotmörk drónaárásar. Sindri sendi Ísidór loftmynd af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar þeir ræddu um mögulegar sprengjuárásir með dróna.Vísir/Vilhelm Myndaði lögreglumann og fóru og skoðuðu talstöðvar Sindri, og Ísidór að einhverju leyti, lét ekki sitja við orðin tóm um mögulegar drónaárásir og fleira. Hann sótti sér skjal með upplýsingum um sprengjugerð og leitaði ítrekað að upplýsingum um dróna og smíði þeirra í september, skömmu áður en hann var handtekinn. Báðir menn fóru í verslun í Kópavogi sem selur svonefndar tetrastöðvar sem eru sambærilegar við þær sem lögreglan notar daginn eftir að þeir ræddu saman um talstöðvarnar gerðu lögregludulbúning trúverðugari í byrjun ágúst. Innan við tveimur vikum síðar tók Sindri ljósmynd af einkennisklæddum lögreglumanni við Tryggvagötu í Reykjavík og nærmynd af skóbúnaði hans og endurskini á buxnaskálmum. Síðar sama dag leitaði hann að upplýsingum um fatnað lögreglu og endurskinsmerki á honum. Einnig í ágúst varð Sindri sér út um efni um hvernig eigi að gera heimatilbúið skothelt vesti. Lögregla lagði hald á skothelt vesti á heimili hans 21. september. Á tölvu Sindra fannst „innkaupalisti“ yfir ýmsan búnað eins og skothelt vesti, vasa fyrir skotgeyma og bakpoka og kostnað við innkaup á slíkum búnaði. Páll Óskar Hjálmtýsson virðist hafa kveikt hatur í brjósti tvímenninganna í kringum hinsegin daga í Reykjavík í fyrra.Vísir/Vilhelm Fór í Hljómskálagarðinn fyrir gleðigönguna Einnig virðist Sindri hafa tekið viss skref í tengslum við tal þeirra Ísidórs um að ráðast á gleðigöngu hinsegin fólks í Reykjavík. Gönguna bar fyrst á góma í samskiptum þeirra 22. júní í fyrra eftir að Ísidór sendi Sindra hlekk um meinta samkynhneigða barnaníðinga. Ertu að reyna að fá mig til að drepa alla á gay pride? Fólk er ógeð, sagði Sindri. já helst. einn daginn verðum við RWDS hvernig sem þér líkar það. right wing death squad, svaraði Ísidór. RWDS er vinsæl skammstöfum bandarískra öfgahægri- og hvítra þjóðernissinna og stendur fyrir „hægrisinnaðar dauðasveitir“. Héraðssaksóknari segir í ákærunni að Sindri hafi farið í Hljómskálagarðinn í „byrjun“ ágúst í fyrra og mælt bil á milli lokana „með það fyrir augum að kanna hvort unnt sé að aka stóru ökutæki þar í gegn“. Dagskrá hinsegin daga hófst 2. ágúst í fyrra en gleðigangan sjálf fór fram laugardaginn 6. ágúst. Tveimur dögum fyrir gleðigönguna, hápunkt hinsegin daga í Reykjavík, hafi hann flett upp upplýsingum á vefsíðu viðburðarins. Rúmum tveimur vikum eftir að hinsegin dögum lauk í fyrra sendi Sindri mynd af söngvaranum Páli Óskari Hjálmtýssyni við hátíðarhöldin til Ísidórs með spurningunni: „Sérðu þetta ekki fyrir þér“. Einn vörubíll myndi taka lágmark 100, skrifaði Sindri og talaði jafnframt um að aka bílnum fram og til baka áður en hann myndi „spreyja“ fimm hundruð skotum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Lögreglan Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. 12. júní 2023 21:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eftir að þeir Sindri Snær Birgisson, 26 ára, og Ísidór Nathansson, 25 ára, voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum 21. september sagði lögreglan að þeir væru grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk sem ættu að beinast að borgurum og stofnunum ríkisins. Lögreglan lagði hald á töluvert magn skotvopna og skotfæra ásamt þrívíddarprentara, þar á meðal AK-47 og AR-15-árásarriffla. Sindri er ákærður fyrir að skipuleggja hryðjuverk en Ísidór fyrir hlutdeild í brotum hans með því að veita honum aðstoð og hvatningu. Lögreglan var fámál um meint skotmörk mannanna. Þegar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, var spurður að því á upplýsingafundi um málið 22. september hvort að ætli mætti að mennirnir hafi ætlað að ráðast á Alþingi eða lögreglu svaraði hann „Já, það má alveg ætla það.“ Síðar kom fram að stjórnmálamenn og verkalýðsleiðtogi höfðu verið kallaðir til skýrslutöku þar sem þeim voru sýnd samskipti sakborningana tveggja um þá. „Mér voru sýnd þessi samskipti. Það var ekkert rætt þarna hversu alvarlegt þetta hefði verið. Ég myndi segja sjálf að í ljósi þess að þessir menn voru búnir að safna gríðarlegu vopnabúri þá dregur þetta upp mynd sem er mjög alvarleg,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um samskipti sem henni voru sýnd um að annar mannanna vildi drepa hana. „Ég er á grensunni að fremja fjöldamorð bara núna“ Skilaboðin eru hluti af samskiptum sem mennirnir áttu sín á milli á dulkóðaða samskiptamiðlinum Signal. Þau eru á meðal þess sem héraðssaksóknari leggur til grundvallar þess að þeir hafi haft ásetning um að fremja hryðjuverk. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, hefur sagt að samskipti mannanna tveggja hafi verið „misheppnað grín“ í tveggja manna tali. „Þetta er bara óábyrgt tal og grín milli þeirra og fabúlasjónir sem hafa enga merkingu,“ sagði Sveinn Andri um mánuði eftir að mennirnir voru handteknir. Endurtekið beindist tal mannanna þó að alræmdum fjöldamorðum sem hafa verið framin á undanförnum árum og órum um að fremja slík ódæði á Íslandi. Fram kemur í ákærunni að Sindri hafi náð í og horft á myndbönd af fjöldamorðum í Christchurch á Nýja-Sjálandi og Buffalo í Bandaríkjunum og sótt sér eintök af rasískum samsæriskenningum á netinu. Hann virðist hatast við samkynhneigða, gyðinga, útlendinga, kommúnista og lögregluna. Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkur[n] tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur. skrifaði Sindri til manns sem er ekki nefndur í ákærunni 27. maí 2022. Viðmælandi hans svaraði:„Ók breivik“. Anders Behring Breivik, norski hryðjuverkamaðurinn sem myrti tugi manna á Útey og í Osló árið 2011, kemur ítrekað fyrir í samskiptum mannanna og í ákærunni. Sindri sendi Ísidór þannig leiðbeiningar um gerð rísíneiturs sem teknar voru úr rasískri stefnuskrá sem Breivik ritaði. Enn vísaði Sindri í yfirlýsingu Breivik í skilaboðum til Ísidórs sunnudaginn 28. ágúst sem snerust um að láta árás koma lögreglu á óvart og að vera tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn. Áður hafði hann sent mynd af Breivik í einkennisbúningi. Þvílíkur sjarmur svaraði Ísidór. Anders Behring Breivik, alræmdasti hryðjuverkamaður Norðurlanda, virðist hafa verið í nokkru eftirlæti hjá Sindra. Hann sótti sér stefnuskrá Breivik og félagarnir vitnuðu til hans.EPA-EFE/Ole Berg-Rusten „Ég þarf ekki nema þrjá mánuði“ Sindri virtist hafa verið leiðandi í umræðunni um að fremja hryðjuverk eða fjöldamorð. Ég er á grensun[n]i að fremja fjöldamorð bara núna skrifaði Sindri til Ísidórs sunnudaginn 31. júlí. Tilefnið var að einhver hefði komið illa fram við hann. Sindri virtist enn í hefndarhug daginn eftir þegar hann ræddi við Ísidór um að gera skotárás dulbúinn sem lögregluþjónn. „Það er engin[n] að fara getað stoppa mig.“ Ísidór brást við líkt og ónefndi maðurinn með því að kalla vin sinn „Breivik“. Varaði hann Sindra við því að rasa um ráð fram því að Breivik og Brenton Tarrant, maðurinn sem skaut rúmlega fimmtíu manns til bana í mosku í Christchurch á Nýja-Sjálandi árið 2019, hefðu tekið nokkur ár í að skipuleggja sín hryðjuverk. Ég þarf ekki nema 3 mánuði - ég veit alveg hvar ég á að strikea svaraði Sindri. Tíu dögum síðar lýsti Sindri Omar Mateen, manni sem drap 49 manns í næturklúbbi í Flórída árið 2016, sem hetjunni sinni. Hann náði 40 manns á 5 mín með 200 skotum. Nokkuð gott. Hann drap rest með glock [skammbyssu] inni á baðherbergi. Nefndi árshátíð lögreglunnar eftir að honum var synjað um skotvopnaleyfi Þó að tvímenningarnir hafi nefnt stofnanir eins og Alþingi og lögregluna og nafngreinda stjórnmálamenn í samhengi við morð og hryðjuverk benda samskiptin sem birtast í ákæruskjalinu fremur til þess að þeir hafi haft áhuga á að fremja fjöldamorð almennt en að þeir hafi skipulagt árás á ákveðið skotmark. Eftir að tvímenningarnir voru handteknir í september var nokkuð fjallað um að þeir hefðu sýnt árshátíð lögreglunnar sérstaka athygli. Í samskiptunum sem eru rakin í ákærunni barst árshátíðin aðeins einu sinni til tals á milli þeirra og þá í samhengi við að umsókn Sindra um skotvopnaleyfi hafði verið hafnað. „Þau munu fá það á trýnið,“ sendi Sindri til Ísidórs með skjáskoti af höfnunarbréfinu að kvöldi mánudagsins 22. ágústs. Ísidór svaraði með mynd af skammbyssu. „Ég finn ekkert um árshátíð lögreglunnar,“ hélt Sindri áfram. „Það er ekkert um það á netinu. Held að það sé viljandi.“ Í ákærunni kemur fram að á meðan þessi samskipti áttu sér stað leitaði Sindri að efni tengdu árshátíð lögreglunnar á netinu. Árshátíð lögreglunnar kemur ekki aftur fyrir í samskiptunum sem lögð eru til grundvallar ákærunni. Kallaði Pírata „pöddur“ Vinirnir lýstu andúð á einstaka stjórnmálamönnum en virðast ekki hafa staldrað lengi við hverju sinni. Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata voru skotspónn þeirra í skilaboðum sem fóru á milli þeirra þriðjudaginn 9. ágúst. Samskiptin hófust á því að Sindri sendi Ísidór mynd af manni í verslun með orðunum: „Helgi Hrafn. Í fkn sandölum“. Vísaði hann þar til Helga Hrafns Gunnarssonar, fyrrverandi þingmanns Pírata. Ísidór svaraði: Ég drep hann og björn leví og smára maccarthy [svo] einn daginn. björn hræðist mig. Ég hef bent, hlegið og gert lítið úr smára í almenningi. fkn kommúnistar pöddukallar. Björn sagði Vísi á sínum tíma að honum hafi ekki virst sérstök alvara að baki ummælunum um sig. Mennirnir tveir lýstu núverandi og fyrrverandi þingmönnum Pírata sem „kommúnista pödduköllum“.Vísir Hugmynd um að fljúga dróna heim til Gunnars Smára Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, kemur tvisvar fyrir í samskiptum þeirra ákærðu. Föstudaginn 12. ágúst sendi Ísidór skilaboð á Sindra um að „fkn gunnar smári er hérna - ef ég væri packin væri ég farinn inn fyrir kl. 8“. „Packin'“ er enskt slangur yfir að vera vopnaður skotvopni. Ekki kemur fram í ákærunni sem Gunnar Smári lýsti í eigin fjölmiðli í október að skilaboðin hafi verið send þegar annar mannanna var staddur á sama veitingastað og hann. Þá hélt Gunnar Smári því fram að mennirnir hafi talið sig verða að þjóðhetjum með því að drepa sig þar sem þeir hefðu sagt að þeir myndu fljúga inn á Alþingi. Þau ummæli voru þó ekki látin falla fyrr en meira en tveimur vikum eftir upphaflegu skilaboðin um Gunnar Smára. Miðað við ákæruna virðast þau heldur ekki hafa verið vangaveltur þeirra um afleiðingar þess að drepa sósíalistaleiðtogann heldur bókstaflega að fljúga dróna inn á heimili hans. Við gætum flogið inná alþingi. heim til gunnars smára svaraði Ísidór eftir að Sindri sendi honum hugmynd um að nota dróna til þess að gera sprengjuárásir sunnudaginn 28. ágúst. Afgangurinn af samskiptunum snerist almennt um sprengjuárás með dróna, jafnvel á lögreglustöðina í Reykjavík. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, komu fyrir í ofbeldisórum sakborninganna tveggja.Vísir/samsett Sagðist ætla að drepa Sólveigu Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er hvergi nefnd á nafn í samskiptunum sem koma fram í ákærunni. Af samhengi þeirra er þó hægt að fullyrða að Ísidór hafi átt við hana þegar hann talaði um „litlu kommalufsuna með byltingu“ eftir að Sindri sendi honum frétt um uppsagnir á skrifstofu Eflingar mánudaginn 11. apríl í fyrra. ég drep hana einn daginn skrifaði Ísidór. Ekki kemur fram hvort að Sindri hafi svarað þeim skilaboðum frekar í ákærunni. Samstöðin, málgagn Sósíalistaflokksins og Eflingar, lýsti því þó þannig að mennirnir tveir hefðu strengt þess heit að drepa Sólveigu Önnu. Sólveig Anna sagðist sjálf ekki hafa tekið skilaboðum mannanna alvarlega til að byrja með en að henni hefði verið brugðið. Síðar hafi hún skipt um skoðun í ljósi þess að mennirnir hefðu viðað að sér miklu vopnabúri. Vildi prófa sprengjudróna á „venjulegum lögreglumanni“ Félagar sýndu ítrekaðan áhuga á lögreglunni, bæði sem mögulegu skotmarki árásar en einnig vegna möguleikans á að þeir gætu dulbúið sig sem lögreglumenn til að fremja árás. Þannig ræddu mennirnir ítrekað um búnað og klæðnað lögreglunnar. 99% myndu trúa því að þú værir lögga ef þú segðir það upphátt í þessum galla. þau þurfa bara að trúa því í max 10 sek. það er engin[n] að fara getað stoppað mig, sagði Sindri í samhengi við umræðu þeirra um vefsíður sem selja lögreglubúnað og fatnað mánudaginn 1. ágúst. Síðar í sama mánuði velti Sindri fyrir sér hvort að Ísidór gæti nálgast lögreglubúnað í gegnum samskiptaforritið Telegram. Í umræðunum um sprengjuárás með dróna nefndi Ísidór lögreglustöðina sem mögulegt skotmark 28. ágúst. Á eftir fór tæknileg umræða um hvernig dróni þyrfti að vera búinn til þess að hægt væri að nota hann til að fremja slíkar árásir. Sindri stakk upp á að reyna drónaárás fyrst á „venjulegum lögreglumanni“ og sendi Ísidór loftmynd af lögreglustöðinni í Reykjavík. það væri fréttaefni að senda 5 stk út í einu alla á mismunandi staði. heimsfréttaefni skrifaði Sindri sem nefndi einnig dómsmálaráðuneytið og Guðlaug Þór Þórðarson, loftslags-, umhverfis- og orkumálaráðherra, sem möguleg skotmörk drónaárásar. Sindri sendi Ísidór loftmynd af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þegar þeir ræddu um mögulegar sprengjuárásir með dróna.Vísir/Vilhelm Myndaði lögreglumann og fóru og skoðuðu talstöðvar Sindri, og Ísidór að einhverju leyti, lét ekki sitja við orðin tóm um mögulegar drónaárásir og fleira. Hann sótti sér skjal með upplýsingum um sprengjugerð og leitaði ítrekað að upplýsingum um dróna og smíði þeirra í september, skömmu áður en hann var handtekinn. Báðir menn fóru í verslun í Kópavogi sem selur svonefndar tetrastöðvar sem eru sambærilegar við þær sem lögreglan notar daginn eftir að þeir ræddu saman um talstöðvarnar gerðu lögregludulbúning trúverðugari í byrjun ágúst. Innan við tveimur vikum síðar tók Sindri ljósmynd af einkennisklæddum lögreglumanni við Tryggvagötu í Reykjavík og nærmynd af skóbúnaði hans og endurskini á buxnaskálmum. Síðar sama dag leitaði hann að upplýsingum um fatnað lögreglu og endurskinsmerki á honum. Einnig í ágúst varð Sindri sér út um efni um hvernig eigi að gera heimatilbúið skothelt vesti. Lögregla lagði hald á skothelt vesti á heimili hans 21. september. Á tölvu Sindra fannst „innkaupalisti“ yfir ýmsan búnað eins og skothelt vesti, vasa fyrir skotgeyma og bakpoka og kostnað við innkaup á slíkum búnaði. Páll Óskar Hjálmtýsson virðist hafa kveikt hatur í brjósti tvímenninganna í kringum hinsegin daga í Reykjavík í fyrra.Vísir/Vilhelm Fór í Hljómskálagarðinn fyrir gleðigönguna Einnig virðist Sindri hafa tekið viss skref í tengslum við tal þeirra Ísidórs um að ráðast á gleðigöngu hinsegin fólks í Reykjavík. Gönguna bar fyrst á góma í samskiptum þeirra 22. júní í fyrra eftir að Ísidór sendi Sindra hlekk um meinta samkynhneigða barnaníðinga. Ertu að reyna að fá mig til að drepa alla á gay pride? Fólk er ógeð, sagði Sindri. já helst. einn daginn verðum við RWDS hvernig sem þér líkar það. right wing death squad, svaraði Ísidór. RWDS er vinsæl skammstöfum bandarískra öfgahægri- og hvítra þjóðernissinna og stendur fyrir „hægrisinnaðar dauðasveitir“. Héraðssaksóknari segir í ákærunni að Sindri hafi farið í Hljómskálagarðinn í „byrjun“ ágúst í fyrra og mælt bil á milli lokana „með það fyrir augum að kanna hvort unnt sé að aka stóru ökutæki þar í gegn“. Dagskrá hinsegin daga hófst 2. ágúst í fyrra en gleðigangan sjálf fór fram laugardaginn 6. ágúst. Tveimur dögum fyrir gleðigönguna, hápunkt hinsegin daga í Reykjavík, hafi hann flett upp upplýsingum á vefsíðu viðburðarins. Rúmum tveimur vikum eftir að hinsegin dögum lauk í fyrra sendi Sindri mynd af söngvaranum Páli Óskari Hjálmtýssyni við hátíðarhöldin til Ísidórs með spurningunni: „Sérðu þetta ekki fyrir þér“. Einn vörubíll myndi taka lágmark 100, skrifaði Sindri og talaði jafnframt um að aka bílnum fram og til baka áður en hann myndi „spreyja“ fimm hundruð skotum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Skotvopn Lögreglan Alþingi Hinsegin Tengdar fréttir Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. 12. júní 2023 21:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. 12. júní 2023 21:12