Rukkaður um milljón þrátt fyrir sigur í Hæstarétti Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 09:00 Erling hrjáist af MS sjúkdómnum og á sífellt erfiðara með að tjá sig. ÖBÍ/Alda Lóa Hjúkrunarheimilið Hamrar hefur á nýjan leik krafið Erling Smith, alvarlega fatlaðan mann, um ógreidd dvalargjöld. Erling hefur lýst vistinni sem varðhaldi og hafði hann betur í fyrir hæstarétti í máli til að fá NPA þjónustu. „Þetta er ansi þröng og snúin staða sem Erling er í. Þetta er maður sem á erfitt með að bera hendur fyrir höfuð sér,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling. Í vikunni var þingfest mál á hendur Erling þar sem Hamrar krefjast hátt í milljón króna. Það er 759.120 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Hamrar hafa áður krafið Erling um ógreidd dvalargjöld á þeim tíma sem hann stóð í stappi við Mosfellsbæ til þess að fá NPA þjónustu. Erling, sem er 59 ára véltæknifræðingur, lamaðist í vélhjólaslysi árið 2001 og greindist síðar með MS sjúkdóminn. Heilsa hans og geta til að tjá sig hefur versnað sífellt. „Það eitt og sér gerir þetta erfitt fyrir hann að vera að standa í þessu stappi við stjórnvöld,“ segir Flóki. Vildi komast heim Erling var með NPA samning við heimabæ sinn Mosfellsbæ árin 2011 til 2016. En þá var honum rift og Erling fór inn á hjúkrunarheimili, innan um háaldrað fólk með heilabilun og aðra öldrunarsjúkdóma. Var Erling tjáð að um skammtímalausn væri að ræða en á Hömrum dvaldist hann til ársins 2021. Líkti hann þeirri vist við varðhald og sagði að hann hefði aldrei samþykkt langtímavistun. „Ég er nýlega giftur, á konu og heimili og bíð eftir að fá að komast heim,“ sagði Erling í viðtali við Fréttablaðið í ágúst árið 2020. Stórkostlegt réttindamál Ári seinna, 2021, sigraði Erling mál gegn Mosfellsbæ sem hafði neitað að veita honum NPA þjónustu. Í maí árið 2022 bar hann aftur sigur úr býtum, fyrir Hæstarétti, og fékk miskabætur. Flóki Ásgeirsson lögmaður segir má Erlings klassískt mál þar sem kerfin tala ekki saman og allir benda á hinn.Arnar Halldórsson Öryrkjabandalagið lýsti dómsniðurstöðunni sem miklum sigri fyrir fatlað fólk, sem hefur í mörgum tilfellum verið vistað á hjúkrunarheimilum í stað þess að fá NPA samninga og dvelja heima hjá sér. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður bandalagsins, sagði niðurstöðuna stórkostlegt réttindamál. Þrjár lögsóknir Á meðan á þessum málaferlum stóð lögsóttu Hamrar Erling vegna ógreiddra dvalargjalda. Í eitt skipti var gert fjárnám í húsinu hans þar sem hann gat ekki greitt kröfuna. Vinur Erling hljóp þá undir bagga með honum og greiddi kröfuna fyrir hann. Aftur lögsóttu Hamrar Erling vegna dvalarinnar, fyrir tímabilið frá lokum ársins 2019 til loka árs 2020, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Nú hafa Hamrar krafið hann á ný fyrir þetta tímabil. Flóki segir málið nokkuð flókið. Hluti af málarekstri Erling gegn Mosfellsbæ gekk út á að sveitarfélagið myndi bæta honum það fjártjón sem hann varð fyrir þegar hann var án NPA þjónustu og þurfti að dveljast á hjúkrunarheimili. Að sögn Flóka hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna í heildina. Þessari kröfu var hins vegar vísað frá Hæstarétti en rétturinn komst að því að það hefðu ekki verið leiddar nægilegar líkur að því að Erling hefði þrátt fyrir allt ekki geta dvalist á heimili sínu. „Það hefur aldrei verið skorið úr bótaábyrgð Mosfellsbæjar vegna þessa hluta málsins,“ segir Flóki. „Það kemur til greina af hálfu Erling að höfða mál að nýju og fá úr þessu skorið hvort hann eigi að þurfa að bera þennan kostnað sjálfur eða hvort að Mosfellsbær beri hann.“ Allir benda á hinn Erling er með metna þjónustuþörf upp á 741 klukkutíma á mánuði, sem sagt 24 tíma á sólarhring. Engu að síður vildi Mosfellsbær aðeins veita honum félagslega heimaþjónustu, liðveislu og akstur á þeim tíma sem um ræðir. Það er ef hann hefði farið fyrr af hjúkrunarheimilinu. Mosfellsbær vildi ekki veita honum þjónustu að næturlagi eða samfellda þjónustu að degi til. Erling hefur verið rukkaður um hátt í þriðju milljón króna fyrir vistina á Hömrum. Hann sagðist aldrei hafa samþykkt langtímavistun.Vísir/Sigurjón Eftir að Erling sigraði málið gegn Mosfellsbæ komst hann loks af hjúkrunarheimilinu og fékk NPA þjónustu heima hjá sér. Eða réttara sagt annað form af þjónustunni, sem stýrt er af Mosfellsbæ, vegna þess að hann getur það ekki sjálfur. „Þetta er klassískt mál þar sem kerfin tala ekkert saman,“ segir Flóki. „Sveitarfélagið segist ekki bera neina ábyrgð, hvorki á að veita honum þjónustu til þess að hann geti verið heima hjá sér né afleiðingum þess ef það er ekki gert. Hjúkrunarfélagið er rekið sem einkahlutafélag með samning við Sjúkratryggingar og telja sig ekki bera neina ábyrgð og ríkið og ráðuneytið ekki heldur. Það benda allir á hinn.“ Málefni fatlaðs fólks Mosfellsbær Hjúkrunarheimili Dómsmál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
„Þetta er ansi þröng og snúin staða sem Erling er í. Þetta er maður sem á erfitt með að bera hendur fyrir höfuð sér,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling. Í vikunni var þingfest mál á hendur Erling þar sem Hamrar krefjast hátt í milljón króna. Það er 759.120 krónur auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Hamrar hafa áður krafið Erling um ógreidd dvalargjöld á þeim tíma sem hann stóð í stappi við Mosfellsbæ til þess að fá NPA þjónustu. Erling, sem er 59 ára véltæknifræðingur, lamaðist í vélhjólaslysi árið 2001 og greindist síðar með MS sjúkdóminn. Heilsa hans og geta til að tjá sig hefur versnað sífellt. „Það eitt og sér gerir þetta erfitt fyrir hann að vera að standa í þessu stappi við stjórnvöld,“ segir Flóki. Vildi komast heim Erling var með NPA samning við heimabæ sinn Mosfellsbæ árin 2011 til 2016. En þá var honum rift og Erling fór inn á hjúkrunarheimili, innan um háaldrað fólk með heilabilun og aðra öldrunarsjúkdóma. Var Erling tjáð að um skammtímalausn væri að ræða en á Hömrum dvaldist hann til ársins 2021. Líkti hann þeirri vist við varðhald og sagði að hann hefði aldrei samþykkt langtímavistun. „Ég er nýlega giftur, á konu og heimili og bíð eftir að fá að komast heim,“ sagði Erling í viðtali við Fréttablaðið í ágúst árið 2020. Stórkostlegt réttindamál Ári seinna, 2021, sigraði Erling mál gegn Mosfellsbæ sem hafði neitað að veita honum NPA þjónustu. Í maí árið 2022 bar hann aftur sigur úr býtum, fyrir Hæstarétti, og fékk miskabætur. Flóki Ásgeirsson lögmaður segir má Erlings klassískt mál þar sem kerfin tala ekki saman og allir benda á hinn.Arnar Halldórsson Öryrkjabandalagið lýsti dómsniðurstöðunni sem miklum sigri fyrir fatlað fólk, sem hefur í mörgum tilfellum verið vistað á hjúkrunarheimilum í stað þess að fá NPA samninga og dvelja heima hjá sér. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður bandalagsins, sagði niðurstöðuna stórkostlegt réttindamál. Þrjár lögsóknir Á meðan á þessum málaferlum stóð lögsóttu Hamrar Erling vegna ógreiddra dvalargjalda. Í eitt skipti var gert fjárnám í húsinu hans þar sem hann gat ekki greitt kröfuna. Vinur Erling hljóp þá undir bagga með honum og greiddi kröfuna fyrir hann. Aftur lögsóttu Hamrar Erling vegna dvalarinnar, fyrir tímabilið frá lokum ársins 2019 til loka árs 2020, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Nú hafa Hamrar krafið hann á ný fyrir þetta tímabil. Flóki segir málið nokkuð flókið. Hluti af málarekstri Erling gegn Mosfellsbæ gekk út á að sveitarfélagið myndi bæta honum það fjártjón sem hann varð fyrir þegar hann var án NPA þjónustu og þurfti að dveljast á hjúkrunarheimili. Að sögn Flóka hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna í heildina. Þessari kröfu var hins vegar vísað frá Hæstarétti en rétturinn komst að því að það hefðu ekki verið leiddar nægilegar líkur að því að Erling hefði þrátt fyrir allt ekki geta dvalist á heimili sínu. „Það hefur aldrei verið skorið úr bótaábyrgð Mosfellsbæjar vegna þessa hluta málsins,“ segir Flóki. „Það kemur til greina af hálfu Erling að höfða mál að nýju og fá úr þessu skorið hvort hann eigi að þurfa að bera þennan kostnað sjálfur eða hvort að Mosfellsbær beri hann.“ Allir benda á hinn Erling er með metna þjónustuþörf upp á 741 klukkutíma á mánuði, sem sagt 24 tíma á sólarhring. Engu að síður vildi Mosfellsbær aðeins veita honum félagslega heimaþjónustu, liðveislu og akstur á þeim tíma sem um ræðir. Það er ef hann hefði farið fyrr af hjúkrunarheimilinu. Mosfellsbær vildi ekki veita honum þjónustu að næturlagi eða samfellda þjónustu að degi til. Erling hefur verið rukkaður um hátt í þriðju milljón króna fyrir vistina á Hömrum. Hann sagðist aldrei hafa samþykkt langtímavistun.Vísir/Sigurjón Eftir að Erling sigraði málið gegn Mosfellsbæ komst hann loks af hjúkrunarheimilinu og fékk NPA þjónustu heima hjá sér. Eða réttara sagt annað form af þjónustunni, sem stýrt er af Mosfellsbæ, vegna þess að hann getur það ekki sjálfur. „Þetta er klassískt mál þar sem kerfin tala ekkert saman,“ segir Flóki. „Sveitarfélagið segist ekki bera neina ábyrgð, hvorki á að veita honum þjónustu til þess að hann geti verið heima hjá sér né afleiðingum þess ef það er ekki gert. Hjúkrunarfélagið er rekið sem einkahlutafélag með samning við Sjúkratryggingar og telja sig ekki bera neina ábyrgð og ríkið og ráðuneytið ekki heldur. Það benda allir á hinn.“
Málefni fatlaðs fólks Mosfellsbær Hjúkrunarheimili Dómsmál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira