Fórnarlömbin háskólanemar og maður á sextugsaldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 07:30 Unnið að rannsókn bifreiðarinnar. PA/AP/Zac Goodwin Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli. Eftir að maðurinn stakk fólkið virðist hann hafa rænt bifreið eldri mannsins og ók henni skömmu síðar á fólk sem var að bíða eftir strætó. Þrír slösuðust og einn af þeim er sagður í lífshættu. Lögreglu barst tilkynning um stunguárás rétt fyrir klukkan fjögur í gærmorgun og fann unga fólkið við Ilkeston Road, norðvestur af miðbænum. Skömmu síðar fannst maðurinn látinn við Magdala Road og virðist sem árásarmaðurinn hafi stolið af honum hvítum sendiferðabíl. Bílnum var ekið á hóp fólks við strætóbiðstöð nálægt Theatre Royal um klukkan 5.30. Nemendurnir sem létust voru Barnaby Webber og Grace Kumar, sem spilaði með unglingalandsliði Bretlands í hokkí. Útskriftardansleik sem átti að fara fram á fimmtudagskvöld hefur verið aflýst. Árásarmaðurinn var skotinn með rafbyssu og handtekinn eftir síðari árásina. Lögregla segist nú leita að farsímum og/eða tölvum sem hann kann að hafa átt og gætu varpað ljósi á atburðina. Íbúar í Nottingham eru sagðir í nokkru uppnámi eftir árásirnar en lögregluyfirvöld hafa gefið út að þau telja ekki frekari hættu á ferð. Bretland England Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira
Eftir að maðurinn stakk fólkið virðist hann hafa rænt bifreið eldri mannsins og ók henni skömmu síðar á fólk sem var að bíða eftir strætó. Þrír slösuðust og einn af þeim er sagður í lífshættu. Lögreglu barst tilkynning um stunguárás rétt fyrir klukkan fjögur í gærmorgun og fann unga fólkið við Ilkeston Road, norðvestur af miðbænum. Skömmu síðar fannst maðurinn látinn við Magdala Road og virðist sem árásarmaðurinn hafi stolið af honum hvítum sendiferðabíl. Bílnum var ekið á hóp fólks við strætóbiðstöð nálægt Theatre Royal um klukkan 5.30. Nemendurnir sem létust voru Barnaby Webber og Grace Kumar, sem spilaði með unglingalandsliði Bretlands í hokkí. Útskriftardansleik sem átti að fara fram á fimmtudagskvöld hefur verið aflýst. Árásarmaðurinn var skotinn með rafbyssu og handtekinn eftir síðari árásina. Lögregla segist nú leita að farsímum og/eða tölvum sem hann kann að hafa átt og gætu varpað ljósi á atburðina. Íbúar í Nottingham eru sagðir í nokkru uppnámi eftir árásirnar en lögregluyfirvöld hafa gefið út að þau telja ekki frekari hættu á ferð.
Bretland England Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Sjá meira