„Ekki veðja gegn feita stráknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2023 15:01 NBA-meistarinn Nikola Jokić og hinn ungi Nikola Jokić. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Nikola Jokić er án efa einn allra besti körfuboltamaður heims um þessar mundir. Hann er nýbúinn að tryggja Denver Nuggets sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni frá upphafi og er á leiðinni heim í verðskuldað frí. Það stefndi þó ekki í það þegar hann kom fyrst inn í deildina árið 2015. Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó. Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu Sjá meira
Jokić er 28 ára gamall í dag og hefur spilað í NBA-deildinni síðan 2015. Þegar Denver valdi hann í nýliðavalinu það árið voru ekki margir spekingar á því að þarna væri leikmaður sem yrði innan skamms einn besti miðherji deildarinnar. Nuggets valdi Jokić með 41. valrétt í nýliðavalinu 2015 en fram að því hafði hann aðeins spilað í Serbíu. Valið á Jokić var ekki einu sinni í beinni útsendingu þar sem það var auglýsing frá Taco Bell í loftinu þegar tilkynnt var að Denver hefði valið miðherja frá Serbíu. NBA-meistarinn var spurður út í nýliðavalið á dögunum. Svar hans var afdráttarlaust: „Þau höfðu ekki trú á feita stráknum. Þetta virðist hafa gengið upp. Ekki veðja gegn feita stráknum.“ "Don't bet against the fat boy." Nikola Joki spoke about his doubters (via @malika_andrews) pic.twitter.com/WaHFdFKcHj— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2023 Jokić hefur vakið mikla athygli fyrir spilamennsku sína í úrslitakeppninni enda verið nær óstöðvandi. Hann var á endanum valinn MVP [verðmætasti leikmaður] úrslitaeinvígisins. Miðherjinn hefur sagt að hann spili körfubolta á sem einfaldastan hátt og virðist lífstíll hans svipaður. Eftir að Nuggets tryggði sér NBA-meistaratitilinn með sigri á Miami Heat sagðist hann einfaldlega vilja fara heim til Serbíu í frí. Hversu lengi það frí endist er svo stóra spurningin en miðherjinn hefur verið valinn í leikmannahóp Serbíu fyrir HM í körfubolta sem fram fer í ágúst næstkomandi. Mótið fer fram í Filippseyjum, Japan og Indónesíu. Serbía er í riðli með Suður-Súdan, Kína og Púertó Ríkó.
Körfubolti NBA HM 2023 í körfubolta Mest lesið Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Enski boltinn „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Slæmt tap í fyrsta leik Freys Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Sport Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Handbolti Fleiri fréttir „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu Sjá meira