Barnabarn mafíósans í sex mánaða bann fyrir slagsmálin við Mayweather Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 14:30 Bardagi Floyds Mayweather og Johns Gotti III leystist upp í vitleysu. vísir/getty John Gotti III hefur verið dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa stofnað til slagsmála eftir sýningarbardaga gegn Floyd Mayweather. Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017. Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira
Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017.
Box Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Sjá meira